Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2025 09:58 Frá Sochi í nótt og í morgun. Stór eldur kviknaði í olíugeymslu í Sochi í Rússlandi í nótt eftir drónaárás Úkraínumanna. Loka þurfti flugvellinum í borginni, sem liggur við strendur Svartahafs, vegna eldsins og börðust á annað hundrað slökkviliðsmenn gegn honum. Ríkisstjóri Krasnodar, þar sem Sochi er, sagði á samfélagsmiðlum að eldurinn hefði kviknað eftir að brak úr dróna féll til jarðar. Það segja rússneskir ráðamenn ítrekað eftir árásir Úkraínumanna en myndband af vettvangi sýnir þegar drónum var flogið á olíugeymsluna. Óljóst er hve margir drónar hæfðu olíugeymsluna en myndbönd gefa til kynna að þeir hafi verið nokkrir. Rússar segjast samkvæmt frétt BBC hafa skotið niður 93 dróna frá Úkraínu í nótt. Fjórir eru sagðir hafa særst í árásum næturinnar í Rússlandi. Burning Russian oil depot in Adler after a drone attack https://t.co/wEL2KcBFef pic.twitter.com/ivHB5G6PeW— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) August 3, 2025 Úkraínumenn gerðu einnig árásir með drónum í Rússlandi í fyrrinótt. Þær eru meðal annars sagðar hafa beinst að drónaframleiðslu í Rússlandi, gasleiðslu og flugvelli. Þrír á sjúkrahús eftir eldflaugaárás Rússar gerðu einnig árásir í Úkraínu í nótt og skutu meðal annars eldflaug að Míkólaív í sunnanverðri Úkraínu. Ráðamenn þar segja eldflaugina hafa hæft íbúðarhús. Þrír voru fluttir á sjúkrahús. Úkraínumenn segja Rússa hafa beitt 76 drónum og sjö eldflaugum í nótt. Að minnsta kosti einni eldflaug var beint að Kænugarði. Sextíu drónar voru skotnir niður, samkvæmt Úkraínumönnum, og ein eldflaug. Sextán drónar og sex eldflaugar fundu skotmörk sín á átta mismunandi stöðum í Úkraínu. Fyrr í vikunni gerðu Rússar eina banvænustu árásina hingað til á Kænugarð. Að minnsta kost 31 féll í árásinni, þar á meðal fimm börn, og rúmlega 150 særðust. Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Ríkisstjóri Krasnodar, þar sem Sochi er, sagði á samfélagsmiðlum að eldurinn hefði kviknað eftir að brak úr dróna féll til jarðar. Það segja rússneskir ráðamenn ítrekað eftir árásir Úkraínumanna en myndband af vettvangi sýnir þegar drónum var flogið á olíugeymsluna. Óljóst er hve margir drónar hæfðu olíugeymsluna en myndbönd gefa til kynna að þeir hafi verið nokkrir. Rússar segjast samkvæmt frétt BBC hafa skotið niður 93 dróna frá Úkraínu í nótt. Fjórir eru sagðir hafa særst í árásum næturinnar í Rússlandi. Burning Russian oil depot in Adler after a drone attack https://t.co/wEL2KcBFef pic.twitter.com/ivHB5G6PeW— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) August 3, 2025 Úkraínumenn gerðu einnig árásir með drónum í Rússlandi í fyrrinótt. Þær eru meðal annars sagðar hafa beinst að drónaframleiðslu í Rússlandi, gasleiðslu og flugvelli. Þrír á sjúkrahús eftir eldflaugaárás Rússar gerðu einnig árásir í Úkraínu í nótt og skutu meðal annars eldflaug að Míkólaív í sunnanverðri Úkraínu. Ráðamenn þar segja eldflaugina hafa hæft íbúðarhús. Þrír voru fluttir á sjúkrahús. Úkraínumenn segja Rússa hafa beitt 76 drónum og sjö eldflaugum í nótt. Að minnsta kosti einni eldflaug var beint að Kænugarði. Sextíu drónar voru skotnir niður, samkvæmt Úkraínumönnum, og ein eldflaug. Sextán drónar og sex eldflaugar fundu skotmörk sín á átta mismunandi stöðum í Úkraínu. Fyrr í vikunni gerðu Rússar eina banvænustu árásina hingað til á Kænugarð. Að minnsta kost 31 féll í árásinni, þar á meðal fimm börn, og rúmlega 150 særðust.
Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira