Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Agnar Már Másson skrifar 2. ágúst 2025 23:00 Þóra sagði að það væri löngu búið að semja við alla landeigendur á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. „Við höfum aldrei heyrt frá þeim, hvorki múkk né neitt,“ segir landeigandi. Samsett mynd Landeigendur í nágrenni við Þjórsá sem telja sig munu finna fyrir miklum áhrifum af byggingu Hvammsvirjunar segja að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig í tengslum við uppbygginguna og þvertaka fyrir ummæli Þóru Arnórsdóttur, samskiptastjóra Landsvirkjunar, um að löngu sé búið að semja við landeigendur á áhrifasvæði virkjunarinnar. Þóra stendur við ummælin. Þóra sagði í setti í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að það væri „löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra er forstöðumaður samskipta- og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Í viðtalinu tók hún enn fremur fram að vandað hafi gríðarlega til verka við undirbúning virkjunarinnar. Hannes Þ. Sigurðsson, sem á um átta hektara bústaðaland í Fagralandi 1 og 2 við Þjórsá, segir að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig. Lóð hans liggur upp að Þjórsárdalsvegi en Hannes segir að landið verði fyrir tölvuverðum áhrifum af væntanlegri hækkun vatsnborðs sem nái að gili á hans landi. Þá sé gert ráð fyrir landfyllingum á lóð Hannesar. Bústaður hans er í rúmlega hundrað metra fjarlægð frá Þjórsá. „Við höfum aldrei heyrt frá þeim, hvorki múkk né neitt,“ segir Hannes en hann segir að Landsvirkjun hafi á sínum tíma sagst ætla að semja við landeigendur á svæðinu um leið og dómsmálið væri leitt til lykta en Héraðsdómur staðfesti í síðasta mánuði úrskurð héraðsdóms um ólögmæti virkjunarinn en nú hefur lögunum verið breytt. Hannes veiddi þetta kvikindi í Þjórsá í dag. Aðsend Hannes segir að einu samskiptin sem landeigendur hafi átt við Landsvirkjun hafi verið á upplýsingafundi sem foreldrar Hannesar sátu árið 2012, en þeir áttu landið þá. Þá hafi heldur ekki verið samið um neitt. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í vil og Hæstaréttur staðfesti það. Kveðst Hannes vita til fleiri landeigenda á svæðinu sem hafi sömu sögu að segja. Jón Benjamín Jónson, landeigandi Undralands við bakka Þjórsár, tekur undir með Hannesi. „Það hefur aldrei verið samið við okkur,“ segir hann við fréttastofu en hans bústaðaland er í landi Haga í Þjórsárdal. Hannes segir að samskiptastjórinn hafi einnig haldið því ranglega fram að undirbúningur Hvammsvirkjunar hafi verið fullnægjandi enda hafi hún verið úrksuðuð ólögmæt. Hann nefnir einnig að enn hafi ekki verið sýnt fram á að hin „seiðafleytuaðferð“ virki í stöðuvatni sem Hagalón muni verða. Þóra segir í samtali við fréttastofu að hún standi við ummælin og ítrekar að búið sé að semja við alla landeigendur og vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar og kveðst hafa það eftir aðallögfræðingi Landsvirkjunar. Að öðru leyti vildi hún engu við bæta. Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum. 1. ágúst 2025 19:13 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Þóra sagði í setti í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að það væri „löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra er forstöðumaður samskipta- og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Í viðtalinu tók hún enn fremur fram að vandað hafi gríðarlega til verka við undirbúning virkjunarinnar. Hannes Þ. Sigurðsson, sem á um átta hektara bústaðaland í Fagralandi 1 og 2 við Þjórsá, segir að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig. Lóð hans liggur upp að Þjórsárdalsvegi en Hannes segir að landið verði fyrir tölvuverðum áhrifum af væntanlegri hækkun vatsnborðs sem nái að gili á hans landi. Þá sé gert ráð fyrir landfyllingum á lóð Hannesar. Bústaður hans er í rúmlega hundrað metra fjarlægð frá Þjórsá. „Við höfum aldrei heyrt frá þeim, hvorki múkk né neitt,“ segir Hannes en hann segir að Landsvirkjun hafi á sínum tíma sagst ætla að semja við landeigendur á svæðinu um leið og dómsmálið væri leitt til lykta en Héraðsdómur staðfesti í síðasta mánuði úrskurð héraðsdóms um ólögmæti virkjunarinn en nú hefur lögunum verið breytt. Hannes veiddi þetta kvikindi í Þjórsá í dag. Aðsend Hannes segir að einu samskiptin sem landeigendur hafi átt við Landsvirkjun hafi verið á upplýsingafundi sem foreldrar Hannesar sátu árið 2012, en þeir áttu landið þá. Þá hafi heldur ekki verið samið um neitt. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í vil og Hæstaréttur staðfesti það. Kveðst Hannes vita til fleiri landeigenda á svæðinu sem hafi sömu sögu að segja. Jón Benjamín Jónson, landeigandi Undralands við bakka Þjórsár, tekur undir með Hannesi. „Það hefur aldrei verið samið við okkur,“ segir hann við fréttastofu en hans bústaðaland er í landi Haga í Þjórsárdal. Hannes segir að samskiptastjórinn hafi einnig haldið því ranglega fram að undirbúningur Hvammsvirkjunar hafi verið fullnægjandi enda hafi hún verið úrksuðuð ólögmæt. Hann nefnir einnig að enn hafi ekki verið sýnt fram á að hin „seiðafleytuaðferð“ virki í stöðuvatni sem Hagalón muni verða. Þóra segir í samtali við fréttastofu að hún standi við ummælin og ítrekar að búið sé að semja við alla landeigendur og vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar og kveðst hafa það eftir aðallögfræðingi Landsvirkjunar. Að öðru leyti vildi hún engu við bæta.
Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum. 1. ágúst 2025 19:13 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
„Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum. 1. ágúst 2025 19:13