Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar 2. ágúst 2025 07:30 Lög um þjóðaratkvæðagreiðslur má fyrst og fremst finna í stjórnarskránni og lögum nr. 91/2010 um framkvæmd þeirra. Forseti Íslands getur vísað lögum til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef frumvarp er samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, öðlast það gildi sem lög. Niðurstaðan er lagalega bindandi. Alþingi getur samþykkt ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Alþingi getur einnig sérstaklega mælt fyrir um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu með stjórnarskrárbreytingu. Þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi eru í raun pólitískt bindandi, þar sem afar ólíklegt er að Alþingi eða Forseti Íslands gangi gegn vilja þjóðarinnar Umsókn um aðild að ESB er óheimil samkvæmt stjórnarskránni Stjórnarskráin heimilar ekki aðild Íslands að ESB. Skilyrði fyrir aðild Íslands er að stjórnarskránni verði breytt og þar kveðið á um heimild stjórnvalda til að framselja ríkisvald til alþjóðlegra ríkjasambanda, eins og ESB. Fulltrúum Íslands sem taka þátt í viðræðum við ESB er því óheimilt að semja um þau málefni sem stjórnarskráin bannar. Hafa fulltrúar ráðuneytisins upplýst fulltrúa ESB um að stjórnarskráin heimili ekki slíkar samningaviðræður án undanfarandi stjórnarskrárbreytingar? Er ætlunin að breyta stjórnarskránni eftir á ef þjóðin samþykkir að hefja aðlögunarviðræður, sem utanríkisráðherra kallar gjarnan „samningaviðræður“ eða „aðildarviðræður“? Er vilji meðal Íslendinga til að afsala fullveldi? Fyrir hvað? Er líklegt að Íslendingar samþykki svo róttækar breytingar á stjórnarskránni að þær leiði til þess að Ísland láti af fullveldi og framselji valdheimildir til erlends ríkjasambands? Er vilji hjá meirihluta þjóðarinnar til að afsala sjálfstæði landsins, auðlindum þess, orku, landi, vatni og fiskimiðum? Hvað með löggjafarvaldið, dómsvaldið og framkvæmdavaldið? Á að fela embættismönnum Evrópusambandsins vald til að hafa áhrif á stjórnun landsins í framtíðinni? Er það sú framtíðarsýn sem við viljum fyrir Ísland? Er það sú framtíðarsýn sem við óskum fyrir komandi kynslóðir Íslendinga sem nú eru að vaxa úr grasi? Hvað stendur þá eftir? Niðurstaða: Umræða um þjóðaratkvæðagreiðslu um að hefja aðlögunarferli vegna inngöngu í ESB stenst ekki ákvæði stjórnarskrárinnar, þar sem slíkt ferli krefst undanfarandi stjórnarskrárbreytinga. Til að setja þetta í samhengi mætti ímynda sér að boðað væri til þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland innleiddi herskyldu eða dauðarefsingu. Hvoru tveggja er bannað samkvæmt stjórnarskránni og aðeins mögulegt að undangengnum stjórnarskrárbreytingum og það sama gildir um aðild Íslands að ESB. Myndi íslenska þjóðin samþykkja slíkar róttækar stjórnarskrárbreytingar? Ekki er hægt að efla til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunarviðræður um inngöngu Íslands í ESB, án undanfarandi stjórnarskrárbreytinga! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Lög um þjóðaratkvæðagreiðslur má fyrst og fremst finna í stjórnarskránni og lögum nr. 91/2010 um framkvæmd þeirra. Forseti Íslands getur vísað lögum til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef frumvarp er samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, öðlast það gildi sem lög. Niðurstaðan er lagalega bindandi. Alþingi getur samþykkt ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Alþingi getur einnig sérstaklega mælt fyrir um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu með stjórnarskrárbreytingu. Þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi eru í raun pólitískt bindandi, þar sem afar ólíklegt er að Alþingi eða Forseti Íslands gangi gegn vilja þjóðarinnar Umsókn um aðild að ESB er óheimil samkvæmt stjórnarskránni Stjórnarskráin heimilar ekki aðild Íslands að ESB. Skilyrði fyrir aðild Íslands er að stjórnarskránni verði breytt og þar kveðið á um heimild stjórnvalda til að framselja ríkisvald til alþjóðlegra ríkjasambanda, eins og ESB. Fulltrúum Íslands sem taka þátt í viðræðum við ESB er því óheimilt að semja um þau málefni sem stjórnarskráin bannar. Hafa fulltrúar ráðuneytisins upplýst fulltrúa ESB um að stjórnarskráin heimili ekki slíkar samningaviðræður án undanfarandi stjórnarskrárbreytingar? Er ætlunin að breyta stjórnarskránni eftir á ef þjóðin samþykkir að hefja aðlögunarviðræður, sem utanríkisráðherra kallar gjarnan „samningaviðræður“ eða „aðildarviðræður“? Er vilji meðal Íslendinga til að afsala fullveldi? Fyrir hvað? Er líklegt að Íslendingar samþykki svo róttækar breytingar á stjórnarskránni að þær leiði til þess að Ísland láti af fullveldi og framselji valdheimildir til erlends ríkjasambands? Er vilji hjá meirihluta þjóðarinnar til að afsala sjálfstæði landsins, auðlindum þess, orku, landi, vatni og fiskimiðum? Hvað með löggjafarvaldið, dómsvaldið og framkvæmdavaldið? Á að fela embættismönnum Evrópusambandsins vald til að hafa áhrif á stjórnun landsins í framtíðinni? Er það sú framtíðarsýn sem við viljum fyrir Ísland? Er það sú framtíðarsýn sem við óskum fyrir komandi kynslóðir Íslendinga sem nú eru að vaxa úr grasi? Hvað stendur þá eftir? Niðurstaða: Umræða um þjóðaratkvæðagreiðslu um að hefja aðlögunarferli vegna inngöngu í ESB stenst ekki ákvæði stjórnarskrárinnar, þar sem slíkt ferli krefst undanfarandi stjórnarskrárbreytinga. Til að setja þetta í samhengi mætti ímynda sér að boðað væri til þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland innleiddi herskyldu eða dauðarefsingu. Hvoru tveggja er bannað samkvæmt stjórnarskránni og aðeins mögulegt að undangengnum stjórnarskrárbreytingum og það sama gildir um aðild Íslands að ESB. Myndi íslenska þjóðin samþykkja slíkar róttækar stjórnarskrárbreytingar? Ekki er hægt að efla til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunarviðræður um inngöngu Íslands í ESB, án undanfarandi stjórnarskrárbreytinga! Höfundur er læknir.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar