„Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. ágúst 2025 19:13 Hagaey er meðal stærstu eyja í Þjórsá en hún mun að stórum hluta fara í kaf þegar að Hvammsvirkjun rís. vísir/lýður Valberg Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum. Framkvæmdir við Þjórsá þar sem Landsvirkjun hyggst reisa Hvammsvirkjun voru stöðvaðar í gær eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á kröfu landeigenda. Það kemur í kjölfar dóms Hæstaréttar þar sem virkjunarleyfi var dæmt ógilt á grundvelli eldri laga þar sem skorti lagastoð. Umræddum lögum er nú búið að breyta til að greiða fyrir framkvæmdum. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, segir umræddan úrskurð fyrirsjáanlegan og reiknar með því að Landsvirkjun hljóti bráðabirgðavirkjunarleyfi um miðja næstu viku. Ef úr yfirvofandi framkvæmdum verður mun Hvammsvirkjun rísa rétt fyrir ofan Viðey í Þjórsá og vatnshæðin á svæðinu hækka töluvert. Þá mun stór hluti Hagaey hverfa undir vatn. Íbúar á svæðinu hafa miklar áhyggjur af áhrifum þess á lífríkið. Hafa miklar áhyggjur af lífríkinu „Það sem við höfum mestar áhyggjur af er auðvitað laxinn sem er hérna fyrir ofan. Þetta er einn þriðji af búslóðinni hans. Landsvirkjun hefur aldrei svarað því hvaða áhrif þetta hefur,“ sagði Hannes Þór Sigurðsson, landeigandi á svæðinu. „Þetta er svæði sem ég elst upp á og mér þykir mjög vænt um þetta. Mér finnst þetta mikið rask á náttúru sem mér finnst óþarfi og síðan eru öll augljósu rökin. Eins og hvað þetta gerir við laxastofninn í ánni og hvað verður um Viðey sem verður hérna aðeins neðar,“ segir Jóhanna Höeg Sigurðardóttir, íbúi á svæðinu. Viðey í Þjórsá var friðlýst árið 2011 og er að mestu ósnert. Jóhanna lýsir áhyggjum af því að fólk og dýr munu geta gengið í Viðey þar sem að vatnshæðin fyrir neðan virkjunina mun lækka verulega þegar að framkvæmdum verður lokið. „Synd að ráðherra Samfylkingarinnar skuli ganga svona hart fram“ Íbúar og landeigendur fagna því að framkvæmdir hafi verið stöðvaðar þó að aðeins sé um tímabundinn létti að ræða. Þau tali fyrir daufum eyrum Landsvirkjunar. „Þeir ætla að keyra þetta í gegn í góðu eða illu og mér finnst samtalið vera dálítið ábótavant í þessu,“ bætir Hannes við. „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi hvernig farið er að þessu að ná þessu fram. Það eru alltof margar fórnir sem er verið að færa þarna. Það er svolítið gefið í skyn að vegna þess að þetta er í byggð að þetta séu ekki fórnir. Við erum búin að vera í áratugi að berjast á móti þessu. Við upplifum þetta síðustu daga sem ofbeldi. Þetta er mikið vatnsmagn sem að safnast þarna upp og ég reikna með að það verði mikið mý sem að fylgi þessu og það mun þá koma hingað. Síðan er þetta fallegt landslag sem fer á kaf og gæsavarpstæði og margt fleira sem við höfum verið að týna til og vitum af,“ segir Svanborg Rannveig Jónsdóttir, landeigandi á svæðinu. Að hennar mati sé orðræða og vinnubrögð umhverfis-, orku og loftslagsráðherra gagnrýnisverð. „Þegar hann talar um þetta er bara eins og þetta sé fyrirstaða. Hann sýnir engan skilning á því að þetta séu sjónarmið sem skipta máli. Mörg okkar sem hafa verið spyrna við fótum, upplifum þetta sem ofbeldi og algert skilningsleysi á þeim sjónarmiðum sem við höfum verið að setja fram. Mér finnst synd að ráðherra Samfylkingarinnar skuli ganga svona hart fram og ekki sýna þessum sjónarmiðum um náttúruvernd nokkurn skilning. Ég hef ekki heyrt orð frá honum um að náttúruvernd skipti máli,“ segir hún og bætir við að ekki sé um afturkræfar aðgerðir að ræða. Sér ekki eftir orðum sínum Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, hefur sakað forstjóra Landsvirkjunar um að þagga niður umræðuna og líkti vinnubrögðum hans við heimilisofbeldi. Hún hyggst ekki ætla að draga það til baka. „Þetta er líkingamál hafi einhver ekki áttað sig á því. Ég hef heyrt það á fólki hérna sem ég hef talað við að það upplifir einmitt ofbeldi, hvort það er heimili eða ekki. Þetta eru heimili fólks. Þar sem er verið að tala um bráðabirgðavirkjun og grípa inn í gang dómstóla. Það er ekkert hægt að lýsa því öðruvísi en ofbeldi.“ Baráttunni gegn virkjunaráformum er líkt við baráttu Davíðs við Golíat. „Þrjóska hér í sveit hefur nú sýnt að það getur endað á réttan veg en það getur líka endað á rangan veg. Við höldum bara áfram og látum ekki fara svona með okkur,“ segir Jóhanna Höeg. Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Samfylkingin Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Framkvæmdir við Þjórsá þar sem Landsvirkjun hyggst reisa Hvammsvirkjun voru stöðvaðar í gær eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á kröfu landeigenda. Það kemur í kjölfar dóms Hæstaréttar þar sem virkjunarleyfi var dæmt ógilt á grundvelli eldri laga þar sem skorti lagastoð. Umræddum lögum er nú búið að breyta til að greiða fyrir framkvæmdum. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, segir umræddan úrskurð fyrirsjáanlegan og reiknar með því að Landsvirkjun hljóti bráðabirgðavirkjunarleyfi um miðja næstu viku. Ef úr yfirvofandi framkvæmdum verður mun Hvammsvirkjun rísa rétt fyrir ofan Viðey í Þjórsá og vatnshæðin á svæðinu hækka töluvert. Þá mun stór hluti Hagaey hverfa undir vatn. Íbúar á svæðinu hafa miklar áhyggjur af áhrifum þess á lífríkið. Hafa miklar áhyggjur af lífríkinu „Það sem við höfum mestar áhyggjur af er auðvitað laxinn sem er hérna fyrir ofan. Þetta er einn þriðji af búslóðinni hans. Landsvirkjun hefur aldrei svarað því hvaða áhrif þetta hefur,“ sagði Hannes Þór Sigurðsson, landeigandi á svæðinu. „Þetta er svæði sem ég elst upp á og mér þykir mjög vænt um þetta. Mér finnst þetta mikið rask á náttúru sem mér finnst óþarfi og síðan eru öll augljósu rökin. Eins og hvað þetta gerir við laxastofninn í ánni og hvað verður um Viðey sem verður hérna aðeins neðar,“ segir Jóhanna Höeg Sigurðardóttir, íbúi á svæðinu. Viðey í Þjórsá var friðlýst árið 2011 og er að mestu ósnert. Jóhanna lýsir áhyggjum af því að fólk og dýr munu geta gengið í Viðey þar sem að vatnshæðin fyrir neðan virkjunina mun lækka verulega þegar að framkvæmdum verður lokið. „Synd að ráðherra Samfylkingarinnar skuli ganga svona hart fram“ Íbúar og landeigendur fagna því að framkvæmdir hafi verið stöðvaðar þó að aðeins sé um tímabundinn létti að ræða. Þau tali fyrir daufum eyrum Landsvirkjunar. „Þeir ætla að keyra þetta í gegn í góðu eða illu og mér finnst samtalið vera dálítið ábótavant í þessu,“ bætir Hannes við. „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi hvernig farið er að þessu að ná þessu fram. Það eru alltof margar fórnir sem er verið að færa þarna. Það er svolítið gefið í skyn að vegna þess að þetta er í byggð að þetta séu ekki fórnir. Við erum búin að vera í áratugi að berjast á móti þessu. Við upplifum þetta síðustu daga sem ofbeldi. Þetta er mikið vatnsmagn sem að safnast þarna upp og ég reikna með að það verði mikið mý sem að fylgi þessu og það mun þá koma hingað. Síðan er þetta fallegt landslag sem fer á kaf og gæsavarpstæði og margt fleira sem við höfum verið að týna til og vitum af,“ segir Svanborg Rannveig Jónsdóttir, landeigandi á svæðinu. Að hennar mati sé orðræða og vinnubrögð umhverfis-, orku og loftslagsráðherra gagnrýnisverð. „Þegar hann talar um þetta er bara eins og þetta sé fyrirstaða. Hann sýnir engan skilning á því að þetta séu sjónarmið sem skipta máli. Mörg okkar sem hafa verið spyrna við fótum, upplifum þetta sem ofbeldi og algert skilningsleysi á þeim sjónarmiðum sem við höfum verið að setja fram. Mér finnst synd að ráðherra Samfylkingarinnar skuli ganga svona hart fram og ekki sýna þessum sjónarmiðum um náttúruvernd nokkurn skilning. Ég hef ekki heyrt orð frá honum um að náttúruvernd skipti máli,“ segir hún og bætir við að ekki sé um afturkræfar aðgerðir að ræða. Sér ekki eftir orðum sínum Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, hefur sakað forstjóra Landsvirkjunar um að þagga niður umræðuna og líkti vinnubrögðum hans við heimilisofbeldi. Hún hyggst ekki ætla að draga það til baka. „Þetta er líkingamál hafi einhver ekki áttað sig á því. Ég hef heyrt það á fólki hérna sem ég hef talað við að það upplifir einmitt ofbeldi, hvort það er heimili eða ekki. Þetta eru heimili fólks. Þar sem er verið að tala um bráðabirgðavirkjun og grípa inn í gang dómstóla. Það er ekkert hægt að lýsa því öðruvísi en ofbeldi.“ Baráttunni gegn virkjunaráformum er líkt við baráttu Davíðs við Golíat. „Þrjóska hér í sveit hefur nú sýnt að það getur endað á réttan veg en það getur líka endað á rangan veg. Við höldum bara áfram og látum ekki fara svona með okkur,“ segir Jóhanna Höeg.
Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Samfylkingin Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira