Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. júlí 2025 23:00 Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. vísir/ívar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er miður sín eftir að hafa dreift mynd sem hafði verið breytt með gervigreind. Það hefði getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér að sögn aðalvarðstjóra. Hann vonar að mannleg mistök komi ekki til með að rýra traust almennings til lögreglunnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deildi í gær ljósmynd með það fyrir stafni að fá frekari upplýsingar um fjóra menn sem höfðu verið staðnir að því í upptöku úr öryggismyndavél að stela dísilolíu úr flutningabíl. Eina vandamálið er að mennirnir á ljósmyndinni og mennirnir í upptökunni eru alls ekki þeir sömu. Það hafði verið átt við skjáskot úr öryggismyndavélinni með þeim afleiðingum að skáldað var í eyðurnar eins og sjá má. Til að mynda var gullkeðju bætt við ásamt merki á bifreiðina, húfu breytt í hár og í raun andlit og svipbrigði skálduð frá grunni. „Við erum mjög miður okkar yfir þessu“ Lögreglan baðst að lokum afsökunar á myndinni og fjarlægði hana. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir enn ekki ljóst hver uppruni myndarinnar sé. „Við erum mjög miður okkar yfir þessu, að þetta hafi gerst. Við höfum alveg komið fram með það núna í dag að við höfum beðist innilegrar afsökunar á þessu. Auðvitað er það óheppilegt að lögreglan birti myndir sem varpa mögulega sök á einstakling sem er saklaus.“ Umrædd mynd var upphaflega birt á Facebook-hópnum Þjófar á Íslandi af aðgangi sem var stofnaður í maí og siglir undir fölsku flaggi. Lögreglan fékk síðan myndina senda. Mannleg mistök hafi orðið til þess að hún var birt og verða verkferlar því endurskoðaðir. Hafið þið áhyggjur af því að þetta rýri traust til lögreglunnar? „Við höfum alltaf áhyggjur af því að mistök okkar verði til þess að rýra traust. Vinnan okkar felst í því, hvernig við tökum á móti myndunum, hvernig við yfirfærum myndirnar. Er sannarlega um rétt myndefni að ræða?“ Komið fyrir að saklaus maður sé handtekinn vegna gervigreindar Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur um gervigreind, segir að forrit sem slík eigi það til að halla á ákveðna minnihlutahópa og skálda í eyðurnar. „Það eru þekkt dæmi um það. Margar svona aðferðir voru þjálfaðar, allavega í fyrndinni, mest á hvítu fólki. Svona bjagar geta leynst í svona líkunum. Við vitum oft ekkert hvaða bjagar eru í þeim og á hvaða gögnum þau hafa verið þjálfuð.“ Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.vísir/ívar Veist þú til þess að eitthvað líkt þessu hafi gerst áður? „Það eru nokkur dæmi frá Bandaríkjunum þar sem er búið að taka mynd af einstakling sem er í lágri upplausn eins og er hér. Síðan er flett upp í gagnagrunni af ökuskírteinum og einhver er ranglega handtekinn, því það er búið að fletta upp rangri manneskju. Og það er gert með gervigreind. Gervigreind hefur leitt til mistaka eins og hefði getað gerst hér. Það hefur gerst að einhver er ranglega handtekinn út af gervigreind.“ Hann ítrekar að þegar að upplausn er jafn lítil eins og raun ber vitni í umræddri upptöku úr öryggismyndavél er ekki hægt að þysja inn eins og er oft sýnt í kvikmyndum. Þvert á móti býr gervigreindin til ný gögn og nýjar upplýsingar. „Gervigreindin er að fara verða það góð með tímanum að við sjáum mögulega ekkert lengur með tímanum hvað kemur frá gervigreind og hvað ekki.“ Lögreglumál Gervigreind Lögreglan Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deildi í gær ljósmynd með það fyrir stafni að fá frekari upplýsingar um fjóra menn sem höfðu verið staðnir að því í upptöku úr öryggismyndavél að stela dísilolíu úr flutningabíl. Eina vandamálið er að mennirnir á ljósmyndinni og mennirnir í upptökunni eru alls ekki þeir sömu. Það hafði verið átt við skjáskot úr öryggismyndavélinni með þeim afleiðingum að skáldað var í eyðurnar eins og sjá má. Til að mynda var gullkeðju bætt við ásamt merki á bifreiðina, húfu breytt í hár og í raun andlit og svipbrigði skálduð frá grunni. „Við erum mjög miður okkar yfir þessu“ Lögreglan baðst að lokum afsökunar á myndinni og fjarlægði hana. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir enn ekki ljóst hver uppruni myndarinnar sé. „Við erum mjög miður okkar yfir þessu, að þetta hafi gerst. Við höfum alveg komið fram með það núna í dag að við höfum beðist innilegrar afsökunar á þessu. Auðvitað er það óheppilegt að lögreglan birti myndir sem varpa mögulega sök á einstakling sem er saklaus.“ Umrædd mynd var upphaflega birt á Facebook-hópnum Þjófar á Íslandi af aðgangi sem var stofnaður í maí og siglir undir fölsku flaggi. Lögreglan fékk síðan myndina senda. Mannleg mistök hafi orðið til þess að hún var birt og verða verkferlar því endurskoðaðir. Hafið þið áhyggjur af því að þetta rýri traust til lögreglunnar? „Við höfum alltaf áhyggjur af því að mistök okkar verði til þess að rýra traust. Vinnan okkar felst í því, hvernig við tökum á móti myndunum, hvernig við yfirfærum myndirnar. Er sannarlega um rétt myndefni að ræða?“ Komið fyrir að saklaus maður sé handtekinn vegna gervigreindar Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur um gervigreind, segir að forrit sem slík eigi það til að halla á ákveðna minnihlutahópa og skálda í eyðurnar. „Það eru þekkt dæmi um það. Margar svona aðferðir voru þjálfaðar, allavega í fyrndinni, mest á hvítu fólki. Svona bjagar geta leynst í svona líkunum. Við vitum oft ekkert hvaða bjagar eru í þeim og á hvaða gögnum þau hafa verið þjálfuð.“ Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.vísir/ívar Veist þú til þess að eitthvað líkt þessu hafi gerst áður? „Það eru nokkur dæmi frá Bandaríkjunum þar sem er búið að taka mynd af einstakling sem er í lágri upplausn eins og er hér. Síðan er flett upp í gagnagrunni af ökuskírteinum og einhver er ranglega handtekinn, því það er búið að fletta upp rangri manneskju. Og það er gert með gervigreind. Gervigreind hefur leitt til mistaka eins og hefði getað gerst hér. Það hefur gerst að einhver er ranglega handtekinn út af gervigreind.“ Hann ítrekar að þegar að upplausn er jafn lítil eins og raun ber vitni í umræddri upptöku úr öryggismyndavél er ekki hægt að þysja inn eins og er oft sýnt í kvikmyndum. Þvert á móti býr gervigreindin til ný gögn og nýjar upplýsingar. „Gervigreindin er að fara verða það góð með tímanum að við sjáum mögulega ekkert lengur með tímanum hvað kemur frá gervigreind og hvað ekki.“
Lögreglumál Gervigreind Lögreglan Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira