Enski boltinn

Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt

Valur Páll Eiríksson skrifar
Höjlund dró fram markaskóna.
Höjlund dró fram markaskóna. Melissa Tamez/Icon Sportswire via Getty Images

Manchester United vann 4-1 sigur á Bournemouth í sérstöku upphitunarmóti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir komandi tímabil á Soldier Field í Chicago í nótt.

Rasmus Höjlund skallaði boltann laglega í markið og kom United í 1-0 strax á 8. mínútu eftir sendingu frá landa sínum Patrick Dorgu.

Dorgu bætti við marki á 25. mínútu eftir sendingu Masons Mount og Amad Diallo kom liðinu í 3-0 eftir 53 mínútur. Ethan Williams skoraði fjórða markið á 72. mínútu.

Matthijs de Ligt varð síðan á að senda boltann í eigið mark tveimur mínútum fyrir leikslok og leiknum lauk 4-1 fyrir United.

Klippa: United skoraði fjögur gegn Bournemouth

Mörkin má sjá í spilaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×