Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. júlí 2025 12:32 Hafsteinn Dan Kristjánsson lagaprófessor segir enn margt á huldu varðandi verndartolla sem ESB boðar á íslenskt kísiljárn. Vísir Lagaprófessor segir enn margt á huldu um verndartolla sem ESB hyggst beita á kísiljárn frá Noregi og Íslandi. Vel kunni að vera að málið endi fyrir gerðardómi. Greint var frá því í síðustu viku að Evrópusambandið ætli að leggja verndartolla á járnblendi og kískiljárn, meðal annars frá Íslandi og Noregi, og tekur aðgerðin gildi eftir þrjár vikur. „Samkvæmt EES-samningnum er heimilt að víkja frá honum í ákveðnum tilvikum þegar upp eru komnir alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir og umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum,“segir Hafsteinn Dan Kristjánsson lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík. Skortir upplýsingar Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi. Þingmenn Norðvesturkjördæmis, að beiðni Ólafs Adolfssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, funda nú með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um málið. Mikil óvissa ríkir enn um tollana en forstjóri Elkem á Íslandi hefur sagt samkeppnishæfni starfseminnar hverfa á einu bretti við álagningu tollanna. „Það vantar upplýsingar um það á hverju framkvæmdastjórnin er að byggja að þetta alvarlega ástand sé fyrir hendi og hvaða forsendur búa þar að baki til að skilyrði ákvæðisins séu uppfyllt.“ Þekkir ekki fordæmi Formlegt samtal stendur nú yfir milli sameiginlegu EES-nefndarinnar og evrópskra stjórnvalda og hafa ríkin fjórar vikur frá tilkynningu ráðstafana til að bregðast við. Að þeim tíma loknum getur ESB einróma ákveðið að leggja tollana á. Hafsteinn segist ekki þekkja til dæma um að ESB hafi beitt 112. ákvæði EES-samningsins til að leggja á verndartolla áður. „Ef ESS-ríkin ná ekki viðeigandi lausn á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar og ef þau telja að framkvæmdastjórnin hafi ekki fært viðeigandi rök um virkjun 112. greinar þá gæti mögulega komið til kasta gerðardóms,“ segir Hafsteinn. Fréttinni var breytt klukkan 14:05. Í fyrri útgáfu var haft eftir Hafsteini að málið gæti farið fyrir EFTA-dómstólinn en sérstakt ákvæði er í EES-samningnum um að deilumál sem þessi fari fyrir sérstakan gerðardóm. Evrópusambandið Skattar og tollar Hvalfjarðarsveit Stóriðja Tengdar fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17 Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Forstjóri PCC á Bakka segir Evrópu geta orðið upp á Kína komna hvað framleiðslu kísilmálms verði af boðuðum tollum á kísiljárn og án verndartolla á kísilmálm. 29. júlí 2025 13:50 Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. 28. júlí 2025 21:40 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að Evrópusambandið ætli að leggja verndartolla á járnblendi og kískiljárn, meðal annars frá Íslandi og Noregi, og tekur aðgerðin gildi eftir þrjár vikur. „Samkvæmt EES-samningnum er heimilt að víkja frá honum í ákveðnum tilvikum þegar upp eru komnir alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir og umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum,“segir Hafsteinn Dan Kristjánsson lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík. Skortir upplýsingar Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi. Þingmenn Norðvesturkjördæmis, að beiðni Ólafs Adolfssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, funda nú með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um málið. Mikil óvissa ríkir enn um tollana en forstjóri Elkem á Íslandi hefur sagt samkeppnishæfni starfseminnar hverfa á einu bretti við álagningu tollanna. „Það vantar upplýsingar um það á hverju framkvæmdastjórnin er að byggja að þetta alvarlega ástand sé fyrir hendi og hvaða forsendur búa þar að baki til að skilyrði ákvæðisins séu uppfyllt.“ Þekkir ekki fordæmi Formlegt samtal stendur nú yfir milli sameiginlegu EES-nefndarinnar og evrópskra stjórnvalda og hafa ríkin fjórar vikur frá tilkynningu ráðstafana til að bregðast við. Að þeim tíma loknum getur ESB einróma ákveðið að leggja tollana á. Hafsteinn segist ekki þekkja til dæma um að ESB hafi beitt 112. ákvæði EES-samningsins til að leggja á verndartolla áður. „Ef ESS-ríkin ná ekki viðeigandi lausn á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar og ef þau telja að framkvæmdastjórnin hafi ekki fært viðeigandi rök um virkjun 112. greinar þá gæti mögulega komið til kasta gerðardóms,“ segir Hafsteinn. Fréttinni var breytt klukkan 14:05. Í fyrri útgáfu var haft eftir Hafsteini að málið gæti farið fyrir EFTA-dómstólinn en sérstakt ákvæði er í EES-samningnum um að deilumál sem þessi fari fyrir sérstakan gerðardóm.
Evrópusambandið Skattar og tollar Hvalfjarðarsveit Stóriðja Tengdar fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17 Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Forstjóri PCC á Bakka segir Evrópu geta orðið upp á Kína komna hvað framleiðslu kísilmálms verði af boðuðum tollum á kísiljárn og án verndartolla á kísilmálm. 29. júlí 2025 13:50 Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. 28. júlí 2025 21:40 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17
Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Forstjóri PCC á Bakka segir Evrópu geta orðið upp á Kína komna hvað framleiðslu kísilmálms verði af boðuðum tollum á kísiljárn og án verndartolla á kísilmálm. 29. júlí 2025 13:50
Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. 28. júlí 2025 21:40