Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar 31. júlí 2025 13:32 Sleggjudómar í stað alvöru umfjöllunar Nýlegar greinar á vefmiðlinum Heimildinni um ferðaþjónustu í Vík eru ekki málefnaleg gagnrýni heldur í besta falli tilfinningadrifinn skáldskapur – og í versta falli meðvituð tilraun til að draga heilt samfélag niður í svaðið. Þar er vegið að atvinnugreininni sem heldur byggðinni á lífi og ýjað að því að samfélagið í Vík sé í upplausn.En það sem fer ekki á milli mála – og er algjörlega óásættanlegt – er hvernig vegið er að börnum í þessari umfjöllun. Börnum sem fæðst hafa og alist upp á Íslandi. Börnum sem eru ekkert minna íslensk en sá sem skrifar greinina. Börnin eru ekki vandamálið – heldur orðræðan Að halda því fram opinberlega að börn í Vík „tali ekki íslensku“ þótt þau hafi búið hér allt sitt líf, gengið í leik- og grunnskóla og tekið virkan þátt í íslensku samfélagi, er ekki bara röng staðhæfing. Hún er siðlaus. Slík ummæli skapa þá hættulegu ímynd að þessi börn tilheyri ekki alveg. Að þau séu eitthvað annað – eitthvað minna.Þetta er ekki gagnrýni á samfélagsmál. Þetta er grímulaust útlendingahatur. Það er óboðlegt. Ferðaþjónustan er ekki ógn – hún er lífæð Ferðaþjónustan hefur skapað hundruð starfa í Vík og haldið samfélaginu gangandi, á meðan mörg önnur landsbyggðarsamfélög hafa átt undir högg að sækja. Þeir sem starfa í greininni eru bæði heimafólk og innflytjendur – fólk sem hefur lagt allt sitt í að byggja upp staðinn.Þegar miðill líkir ferðamönnum við plágu, og spyr hvernig nokkur „geti unað við svona bæ“, þá er ekki lengur um að ræða eðlilega samfélagsumræðu. Þá er verið að ráðast á fólk – fólk sem býr, elur upp börn sín, og leggur sig fram daglega í þágu samfélagsins. Orð skipta máli – og þau hafa afleiðingar Það kann að vera að markmið herferðar Heimildarinnar sé að búa til jarðveg fyrir frekari skattlagningu eða aukna miðstýringu í ferðaþjónustu. Fréttaflutningurinn – ef fréttaflutning skyldi kalla – er svo einhliða að hann getur varla átt að þjóna öðru en pólitískum tilgangi. En þó slíkt sé umdeilanlegt í sjálfu sér, þá er eitt sem er fullkomlega óafsakanlegt: að draga saklaus börn inn í þá vegferð – börn sem fæðst hafa og alist upp hér, og eru ekkert minna íslensk en við hin. Slík framganga gengur ekki aðeins gegn öllu sem heilbrigð samfélagsumræða á að standa fyrir – hún vegur að sjálfri samkenndinni sem samfélagið okkar á að byggja á. Við í Vík höfum þar fyrir utan ekki sett það fyrir okkur að taka á móti börnum sem ekki tala íslensku og viðhöfum ekki sleggjudóma um þau eða foreldra þeirra. Markmiðið er að þau og fjölskyldur þeirra fái menntun við hæfi og stuðning til að verða þátttakendur í samfélaginu. Það er hollt og nauðsynlegt að gagnrýna þróun samfélaga og atvinnugreina – sérstaklega þegar miklar breytingar eiga sér stað á skömmum tíma. En gagnrýni sem byggist á alhæfingum, vanþekkingu eða undirliggjandi fordómum getur auðveldlega snúist upp í andhverfu sína: í stað þess að efla umræðu, veikjum við traust, drögum upp falsmynd og sköpum óþarfa ótta og sundrung. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Fjölmiðlar Íslensk tunga Einar Freyr Elínarson Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Sleggjudómar í stað alvöru umfjöllunar Nýlegar greinar á vefmiðlinum Heimildinni um ferðaþjónustu í Vík eru ekki málefnaleg gagnrýni heldur í besta falli tilfinningadrifinn skáldskapur – og í versta falli meðvituð tilraun til að draga heilt samfélag niður í svaðið. Þar er vegið að atvinnugreininni sem heldur byggðinni á lífi og ýjað að því að samfélagið í Vík sé í upplausn.En það sem fer ekki á milli mála – og er algjörlega óásættanlegt – er hvernig vegið er að börnum í þessari umfjöllun. Börnum sem fæðst hafa og alist upp á Íslandi. Börnum sem eru ekkert minna íslensk en sá sem skrifar greinina. Börnin eru ekki vandamálið – heldur orðræðan Að halda því fram opinberlega að börn í Vík „tali ekki íslensku“ þótt þau hafi búið hér allt sitt líf, gengið í leik- og grunnskóla og tekið virkan þátt í íslensku samfélagi, er ekki bara röng staðhæfing. Hún er siðlaus. Slík ummæli skapa þá hættulegu ímynd að þessi börn tilheyri ekki alveg. Að þau séu eitthvað annað – eitthvað minna.Þetta er ekki gagnrýni á samfélagsmál. Þetta er grímulaust útlendingahatur. Það er óboðlegt. Ferðaþjónustan er ekki ógn – hún er lífæð Ferðaþjónustan hefur skapað hundruð starfa í Vík og haldið samfélaginu gangandi, á meðan mörg önnur landsbyggðarsamfélög hafa átt undir högg að sækja. Þeir sem starfa í greininni eru bæði heimafólk og innflytjendur – fólk sem hefur lagt allt sitt í að byggja upp staðinn.Þegar miðill líkir ferðamönnum við plágu, og spyr hvernig nokkur „geti unað við svona bæ“, þá er ekki lengur um að ræða eðlilega samfélagsumræðu. Þá er verið að ráðast á fólk – fólk sem býr, elur upp börn sín, og leggur sig fram daglega í þágu samfélagsins. Orð skipta máli – og þau hafa afleiðingar Það kann að vera að markmið herferðar Heimildarinnar sé að búa til jarðveg fyrir frekari skattlagningu eða aukna miðstýringu í ferðaþjónustu. Fréttaflutningurinn – ef fréttaflutning skyldi kalla – er svo einhliða að hann getur varla átt að þjóna öðru en pólitískum tilgangi. En þó slíkt sé umdeilanlegt í sjálfu sér, þá er eitt sem er fullkomlega óafsakanlegt: að draga saklaus börn inn í þá vegferð – börn sem fæðst hafa og alist upp hér, og eru ekkert minna íslensk en við hin. Slík framganga gengur ekki aðeins gegn öllu sem heilbrigð samfélagsumræða á að standa fyrir – hún vegur að sjálfri samkenndinni sem samfélagið okkar á að byggja á. Við í Vík höfum þar fyrir utan ekki sett það fyrir okkur að taka á móti börnum sem ekki tala íslensku og viðhöfum ekki sleggjudóma um þau eða foreldra þeirra. Markmiðið er að þau og fjölskyldur þeirra fái menntun við hæfi og stuðning til að verða þátttakendur í samfélaginu. Það er hollt og nauðsynlegt að gagnrýna þróun samfélaga og atvinnugreina – sérstaklega þegar miklar breytingar eiga sér stað á skömmum tíma. En gagnrýni sem byggist á alhæfingum, vanþekkingu eða undirliggjandi fordómum getur auðveldlega snúist upp í andhverfu sína: í stað þess að efla umræðu, veikjum við traust, drögum upp falsmynd og sköpum óþarfa ótta og sundrung. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun