„Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júlí 2025 20:49 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í fyrri leiknum í Póllandi. EPA/Jakub Kaczmarczyk „Allt í lagi? Við vorum betra liðið í 90 mínútur á móti pólsku meisturunum sem mættu með nánast sitt sterkasta lið,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 tap liðsins gegn Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Ég átta mig á því að þeir mættu ekki alveg fullmótiveraðir, en þetta var gríðarlega vel spilað af okkar hálfu og rannsóknarefni að við náum ekki að koma boltanum í markið.“ Eftir 7-1 tap í fyrri leiknum gerðu Blikar vel í kvöld og geta borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins. „Ú því sem komið var þá urðum við að nota þennan leik í eitthvað og við spiluðum frábærlega. Ég átta mig á að andstæðingurinn hefði getað verið meira mótiveraður, en okkar frammistaða var virkilega góð í kvöld.“ Fyrir leik talaði Halldór um að nýta leikinn mögulega í að prófa eitthvað nýtt gegn jafn sterkum andstæðingum og Lech Poznan. Hann segist hafa fengið allskonar svör við sínum spurningum í kvöld. „Já, svo sannarlega. Bæði varðandi leikmenn, og það áttu allir meiriháttar flottan leik, og varðandi það sem við lögðum upp með um í hvaða svæðum við vildum vinna boltann og að herja á þá gekk mjög vel.“ „Sóknarlega var þetta framar vonum. Þeir gáfust fljótlega upp á því að pressa okkur og fóru niður, en náðu heldur ekki að verjast okkur þannig. Auðvitað er það bara mikið hrós fyrir liðið og hellingur sem við getum tekið úr þessum leik fram á við.“ Markið sem Blikar fengu á sig í leiknum varð þó til á heldur klaufalegan hátt þegar þeir reyndu að spila út úr öftustu línu. Halldór segist hafa vitað af þeirri hættu. „Þetta var eina skiptið í leiknum sem það gekk ekki og það er bara stundum þannig. Þá hrekkur hann einhvernveginn fyrir einhvern og í annan og það getur gerst. Það er bara hluti af leiknum og ekkert við því að gera. Í raun var þetta eina færið sem þeir skapa sér fyrir utan einhverja fyrirgjöf sem skoppar í stöngina, en annars bara höldum við þeim frá færum í leiknum.“ Tapið þýðir að Breiðablik er úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar, en Evrópuferðalagi liðsins er þó ekki lokið. Breiðablik mætir kunnuglegum andstæðingi í Zrinjski Mostar frá Bosníu í forkeppni Evrópudeildarinnar 7. og 14. ágúst. „Mér lýst bara vel á það einvígi. Við voru í sömu sporum fyrir tveimur árum nánast upp á dag á leiðinni til Bosníu að spila á móti Zrinjski. Þannig að við höfum verið þarna áður og þekkjum liðið og aðstæður. Þetta er virkilega gott lið sem hefur gert vel í Evrópu síðustu ár, en að sama skapi lið sem við vitum að við getum slegið út ef við erum á okkar degi. Mér lýst bara vel á þetta,“ sagði Halldór að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira
„Ég átta mig á því að þeir mættu ekki alveg fullmótiveraðir, en þetta var gríðarlega vel spilað af okkar hálfu og rannsóknarefni að við náum ekki að koma boltanum í markið.“ Eftir 7-1 tap í fyrri leiknum gerðu Blikar vel í kvöld og geta borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins. „Ú því sem komið var þá urðum við að nota þennan leik í eitthvað og við spiluðum frábærlega. Ég átta mig á að andstæðingurinn hefði getað verið meira mótiveraður, en okkar frammistaða var virkilega góð í kvöld.“ Fyrir leik talaði Halldór um að nýta leikinn mögulega í að prófa eitthvað nýtt gegn jafn sterkum andstæðingum og Lech Poznan. Hann segist hafa fengið allskonar svör við sínum spurningum í kvöld. „Já, svo sannarlega. Bæði varðandi leikmenn, og það áttu allir meiriháttar flottan leik, og varðandi það sem við lögðum upp með um í hvaða svæðum við vildum vinna boltann og að herja á þá gekk mjög vel.“ „Sóknarlega var þetta framar vonum. Þeir gáfust fljótlega upp á því að pressa okkur og fóru niður, en náðu heldur ekki að verjast okkur þannig. Auðvitað er það bara mikið hrós fyrir liðið og hellingur sem við getum tekið úr þessum leik fram á við.“ Markið sem Blikar fengu á sig í leiknum varð þó til á heldur klaufalegan hátt þegar þeir reyndu að spila út úr öftustu línu. Halldór segist hafa vitað af þeirri hættu. „Þetta var eina skiptið í leiknum sem það gekk ekki og það er bara stundum þannig. Þá hrekkur hann einhvernveginn fyrir einhvern og í annan og það getur gerst. Það er bara hluti af leiknum og ekkert við því að gera. Í raun var þetta eina færið sem þeir skapa sér fyrir utan einhverja fyrirgjöf sem skoppar í stöngina, en annars bara höldum við þeim frá færum í leiknum.“ Tapið þýðir að Breiðablik er úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar, en Evrópuferðalagi liðsins er þó ekki lokið. Breiðablik mætir kunnuglegum andstæðingi í Zrinjski Mostar frá Bosníu í forkeppni Evrópudeildarinnar 7. og 14. ágúst. „Mér lýst bara vel á það einvígi. Við voru í sömu sporum fyrir tveimur árum nánast upp á dag á leiðinni til Bosníu að spila á móti Zrinjski. Þannig að við höfum verið þarna áður og þekkjum liðið og aðstæður. Þetta er virkilega gott lið sem hefur gert vel í Evrópu síðustu ár, en að sama skapi lið sem við vitum að við getum slegið út ef við erum á okkar degi. Mér lýst bara vel á þetta,“ sagði Halldór að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira