Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2025 09:04 Darri Aronsson er óviss um hvað tekur við en er viss um að meiðslin séu loks að baki. Vísir/Bjarni Darri Aronsson vonast til að komast aftur á handboltavöllinn í haust eftir þrjú ár í atvinnumennsku þar sem hann spilaði ekki neitt. Ítrekuð læknamistök héldu honum utan vallar allan hans tíma í Frakklandi. Samningur Darra við lið Ivry í París rann út í sumar en hann gekk í raðir liðsins haustið 2022. Hann kom þá meiddur út til liðsins, álagsbrot í rist gerði vart við sig. En þegar samningur hans þar ytra rann út nú í vor hafði hann ekki enn spilað fyrir franska félagið, vegna ítrekaðra meiðsla sem hafa elt hann á röndum síðan. „Þetta voru svo sannarlega skrautleg ár. Ég þurfti að vera mikið í endurhæfingu vegna meiðsla. Þetta var tími sem tók á,“ „Læknarnir úti vildu ekki hlusta á leiðbeiningarnar hérna heima. Brynjólfur, læknir í Orkuhúsinu, vildi láta negla mig. En þeim fannst það ekki. Þannig að ég sinni endurhæfingunni eins og þetta sé venjulegt brot og kem svo til baka. En í upphitun á fyrstu æfingu til baka brotna ég á sömu rist,“ segir Darri. Álagsbrot í rist plagaði Darra þegar hann kom út og sama rist brotnaði á fyrstu æfingu eftir að hann hafði jafnað sig.Úr einkasafni Loks þegar Darri hafði jafnað sig af ristarmeiðslunum kom hins vegar næsta áfall, þegar hann meiddist illa á hné. „Það er fyrir tveimur árum síðan sem það gerist. Og þau meiðsli eiga vanalega að taka eitt ár eða slíkt. En vegna þess að ég er sendur í endurhæfingarmiðstöð í Suður-Frakklandi. Þá hafði allt gengið vel í endurhæfingunni en þar er ég bara yfirþjálfaður sem gerir að verkum að ég þurfti að fara í tvær auka aðgerðir,“ segir Darri. Þegar ristarmeiðsli tvö voru að baki fór hnéð.Úr einkasafni Eru þetta þá ítrekuð læknamistök þarna úti? „Það má segja það. Það var farið full geyst í þetta,“ segir Darri. Tíminn í Frakklandi var ekki alslæmur þrátt fyrir allt. Darri og kærasta hans eignuðust son þar ytra.Úr einkasafni Meiðslin ítrekuðu hafi vissulega tekið á. Hann lítur þó ekki illa aftur á tíma sinn í frönsku höfuðborginni. „Þetta var virkilega krefjandi. En samt góður tími líka. Þetta hefur alveg mótað mann, eins og aðrir hlutir sem maður hefur gengið í gegnum. Að búa í París er auðvitað einstök upplifun og svo eignaðist ég lítinn strák sem kannski gefur manni ekki tíma til að vorkenna sjálfum sér,“ segir Darri léttur. Darri er kominn aftur út á handboltavöll og farinn að æfa með uppeldisfélagi sínu Haukum. Hann vonast til að snúa aftur á völlinn í haust en óvíst er hvar. Samkvæmt handkastid.is spilar Darri með Haukum hér heima í vetur en hann vildi ekki staðfesta næstu skref við íþróttadeild. Viðtalið má sjá í spilaranum. Franski handboltinn Handbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Samningur Darra við lið Ivry í París rann út í sumar en hann gekk í raðir liðsins haustið 2022. Hann kom þá meiddur út til liðsins, álagsbrot í rist gerði vart við sig. En þegar samningur hans þar ytra rann út nú í vor hafði hann ekki enn spilað fyrir franska félagið, vegna ítrekaðra meiðsla sem hafa elt hann á röndum síðan. „Þetta voru svo sannarlega skrautleg ár. Ég þurfti að vera mikið í endurhæfingu vegna meiðsla. Þetta var tími sem tók á,“ „Læknarnir úti vildu ekki hlusta á leiðbeiningarnar hérna heima. Brynjólfur, læknir í Orkuhúsinu, vildi láta negla mig. En þeim fannst það ekki. Þannig að ég sinni endurhæfingunni eins og þetta sé venjulegt brot og kem svo til baka. En í upphitun á fyrstu æfingu til baka brotna ég á sömu rist,“ segir Darri. Álagsbrot í rist plagaði Darra þegar hann kom út og sama rist brotnaði á fyrstu æfingu eftir að hann hafði jafnað sig.Úr einkasafni Loks þegar Darri hafði jafnað sig af ristarmeiðslunum kom hins vegar næsta áfall, þegar hann meiddist illa á hné. „Það er fyrir tveimur árum síðan sem það gerist. Og þau meiðsli eiga vanalega að taka eitt ár eða slíkt. En vegna þess að ég er sendur í endurhæfingarmiðstöð í Suður-Frakklandi. Þá hafði allt gengið vel í endurhæfingunni en þar er ég bara yfirþjálfaður sem gerir að verkum að ég þurfti að fara í tvær auka aðgerðir,“ segir Darri. Þegar ristarmeiðsli tvö voru að baki fór hnéð.Úr einkasafni Eru þetta þá ítrekuð læknamistök þarna úti? „Það má segja það. Það var farið full geyst í þetta,“ segir Darri. Tíminn í Frakklandi var ekki alslæmur þrátt fyrir allt. Darri og kærasta hans eignuðust son þar ytra.Úr einkasafni Meiðslin ítrekuðu hafi vissulega tekið á. Hann lítur þó ekki illa aftur á tíma sinn í frönsku höfuðborginni. „Þetta var virkilega krefjandi. En samt góður tími líka. Þetta hefur alveg mótað mann, eins og aðrir hlutir sem maður hefur gengið í gegnum. Að búa í París er auðvitað einstök upplifun og svo eignaðist ég lítinn strák sem kannski gefur manni ekki tíma til að vorkenna sjálfum sér,“ segir Darri léttur. Darri er kominn aftur út á handboltavöll og farinn að æfa með uppeldisfélagi sínu Haukum. Hann vonast til að snúa aftur á völlinn í haust en óvíst er hvar. Samkvæmt handkastid.is spilar Darri með Haukum hér heima í vetur en hann vildi ekki staðfesta næstu skref við íþróttadeild. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Franski handboltinn Handbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni