Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2025 13:10 Donald Trump í Skotlandi með Keir Starmer og eiginkonu hans Victoríu. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. Þetta sagði Trump í Skotlandi, þar sem hann fundaði með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. „Við héldum nokkrum sinnum að við værum að ljúka þessu en þá byrjaði Pútín að skjóta eldflaugum inn í einhverja borg, eins og Kiyv, og drepur mikið af fólki á elliheimili eða einhvers staðar. Við erum með lík um alla götuna,“ sagði Trump. Trump sagði þetta ekki leiðina til að koma á friði og að hann væri mjög vonsvikinn í garð Pútíns. Fyrr í þessum mánuði hótaði Trump því að beita Rússland umfangsmiklum refsiaðgerðum ef ekki væri búið að semja um frið innan fimmtíu daga. Nú segist hann ætla að fækka þeim dögum og segist hann einnig vera nokkuð viss um hvert svar Pútíns muni vera. Sjá einnig: Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Forsetinn sagði ekki hve margir dagarnir yrðu. Hann var þó spurður út í það eftir fundinn með Starmer og þá sagði hann að Pútín myndi fá tíu til tólf daga. .@POTUS on Russia and Ukraine: "I'm disappointed in President Putin ... I'm going to reduce that 50 days that I gave him to a lesser number because I think I already know the answer what's going to happen." pic.twitter.com/ClEDJcfFRz— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) July 28, 2025 Frá því hann tók við embætti forseta hefur Trump ítrekað sagt að hertar aðgerðir gegn Rússum komi til greina án þess þó að beita Rússa frekari þrýstingi. Þess í stað hefur hann sagt að Bandaríkjamenn muni „ganga frá borðinu“ og mögulega hætta stuðningi við Úkraínumenn. Í maí lýsti Trump því yfir að Pútín væri að „leika sér að eldinum“ með ítrekuðum árásum Rússa á óbreytta borgara í Úkraínu. Þá sagði hann meðal annars að Pútín virtist „genginn af göflunum“. „Ég veit ekki hvern fjandinn kom fyrir hann,“ sagði Trump í maí. Þá hefur Trump sjálfur gefið til kynna að hann hafi staðið í vegi hertra refsiaðgerða gegn Rússlandi. en hann hefur sjálfur gefið til kynna að hann hafi staðið í vegi hertra refsiaðgerða. Á áðurnefndum blaðamannafundi eftir fundinn með Starmer sagði Trump að hann hefði alltaf átt gott samband við Pútín. Þess vegna hafi Trump talið að hann gæti samið við forsetann rússneska, þó hann hefði verið harður við Pútín. Nú væri hann ekki viss um að hann gæti samið við Pútín, þó það gæti enn gerst. Trump: "I've always gotten along with President Putin. I had a great relationship with him. And he went through the Russia Russia Russia hoax too. We used to talk about it." pic.twitter.com/TFhzzi3fAm— Aaron Rupar (@atrupar) July 28, 2025 Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Rússland Hernaður Tengdar fréttir Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir samninganefndir Úkraínu og Rússlands hafa rætt möguleikann á að haldinn verði beinn fundur hans og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. 25. júlí 2025 08:42 Selenskí dregur í land Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans legði frumvarp fyrir þingið sem gerði embætti sem fást við spillingu í úkraínskum stjórnvöldum óháð framkvæmdarvaldinu á nýjan leik. Hann var sakaður um að grafa undan lýðræði í landinu eftir að frumvarp var keyrt í gegnum þingið á methraða sem kvað á um að setja spillingarrannsóknarembætti undir ríkissaksóknara, sem forseti skipar. 24. júlí 2025 13:34 Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Þetta sagði Trump í Skotlandi, þar sem hann fundaði með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. „Við héldum nokkrum sinnum að við værum að ljúka þessu en þá byrjaði Pútín að skjóta eldflaugum inn í einhverja borg, eins og Kiyv, og drepur mikið af fólki á elliheimili eða einhvers staðar. Við erum með lík um alla götuna,“ sagði Trump. Trump sagði þetta ekki leiðina til að koma á friði og að hann væri mjög vonsvikinn í garð Pútíns. Fyrr í þessum mánuði hótaði Trump því að beita Rússland umfangsmiklum refsiaðgerðum ef ekki væri búið að semja um frið innan fimmtíu daga. Nú segist hann ætla að fækka þeim dögum og segist hann einnig vera nokkuð viss um hvert svar Pútíns muni vera. Sjá einnig: Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Forsetinn sagði ekki hve margir dagarnir yrðu. Hann var þó spurður út í það eftir fundinn með Starmer og þá sagði hann að Pútín myndi fá tíu til tólf daga. .@POTUS on Russia and Ukraine: "I'm disappointed in President Putin ... I'm going to reduce that 50 days that I gave him to a lesser number because I think I already know the answer what's going to happen." pic.twitter.com/ClEDJcfFRz— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) July 28, 2025 Frá því hann tók við embætti forseta hefur Trump ítrekað sagt að hertar aðgerðir gegn Rússum komi til greina án þess þó að beita Rússa frekari þrýstingi. Þess í stað hefur hann sagt að Bandaríkjamenn muni „ganga frá borðinu“ og mögulega hætta stuðningi við Úkraínumenn. Í maí lýsti Trump því yfir að Pútín væri að „leika sér að eldinum“ með ítrekuðum árásum Rússa á óbreytta borgara í Úkraínu. Þá sagði hann meðal annars að Pútín virtist „genginn af göflunum“. „Ég veit ekki hvern fjandinn kom fyrir hann,“ sagði Trump í maí. Þá hefur Trump sjálfur gefið til kynna að hann hafi staðið í vegi hertra refsiaðgerða gegn Rússlandi. en hann hefur sjálfur gefið til kynna að hann hafi staðið í vegi hertra refsiaðgerða. Á áðurnefndum blaðamannafundi eftir fundinn með Starmer sagði Trump að hann hefði alltaf átt gott samband við Pútín. Þess vegna hafi Trump talið að hann gæti samið við forsetann rússneska, þó hann hefði verið harður við Pútín. Nú væri hann ekki viss um að hann gæti samið við Pútín, þó það gæti enn gerst. Trump: "I've always gotten along with President Putin. I had a great relationship with him. And he went through the Russia Russia Russia hoax too. We used to talk about it." pic.twitter.com/TFhzzi3fAm— Aaron Rupar (@atrupar) July 28, 2025
Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Rússland Hernaður Tengdar fréttir Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir samninganefndir Úkraínu og Rússlands hafa rætt möguleikann á að haldinn verði beinn fundur hans og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. 25. júlí 2025 08:42 Selenskí dregur í land Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans legði frumvarp fyrir þingið sem gerði embætti sem fást við spillingu í úkraínskum stjórnvöldum óháð framkvæmdarvaldinu á nýjan leik. Hann var sakaður um að grafa undan lýðræði í landinu eftir að frumvarp var keyrt í gegnum þingið á methraða sem kvað á um að setja spillingarrannsóknarembætti undir ríkissaksóknara, sem forseti skipar. 24. júlí 2025 13:34 Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir samninganefndir Úkraínu og Rússlands hafa rætt möguleikann á að haldinn verði beinn fundur hans og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. 25. júlí 2025 08:42
Selenskí dregur í land Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans legði frumvarp fyrir þingið sem gerði embætti sem fást við spillingu í úkraínskum stjórnvöldum óháð framkvæmdarvaldinu á nýjan leik. Hann var sakaður um að grafa undan lýðræði í landinu eftir að frumvarp var keyrt í gegnum þingið á methraða sem kvað á um að setja spillingarrannsóknarembætti undir ríkissaksóknara, sem forseti skipar. 24. júlí 2025 13:34
Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58