Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2025 11:39 Kim Yo Jong, systir Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Yo Jong, hin áhrifamikla systir Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur hafnað tilraunum nýs forseta Suður-Kóreu til að hefja viðræður ríkjanna á milli. Hún segir að þó ný ríkisstjórn hafi tekið við í suðri marki það litlar breytingar vegna fjandskapar í garð Norður-Kóreu og bandalags Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Kim sagði að „blint traust“ Suðurkóreumanna í garð Bandaríkjamanna væri til marks um að ný frjálslyndari ríkisstjórn Suður-Kóreu væri lítið frábrugðin þeirri íhaldssömu sem var við völd áður. Ríkismiðlar Norður-Kóreu hafa eftir henni að hvað sem heyrist frá Seoul, hafi ráðamenn í norðri engan áhuga ekkert tilefni sé til nokkurra viðræðna ríkjanna á milli. AP fréttaveitan segir ummælin til marks um að Kim Jong Un og systir hans sjái enga þörf á viðræðum við Suður-Kóreumenn eða Bandaríkjamenn í framtíðinni. Þau hafi lagt mikið púður í að auka samvinnu Norður-Kóreu og Rússlands að undanförnu. Sjá einnig: Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Norður-Kóreumenn hafa sent gífurlegt magn hergagna til Rússlands á undanförnum árum. Er þar meðal annars um að ræða skotfæri fyrir stórskotalið, eldflaugar og jafnvel hermenn. Í staðinn er talið að Norður-Kórea fái aðstoð við nútímavæðingu hergagna. Sjá einnig: Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Systir einræðisherrans nefndi einnig í ummælum sínum árlegar heræfingar með Bandaríkjamönnum og sagði þær æfingar fyrir innrás í Norður-Kóreu. Vilja reka fleyg milli óvina sinna Sérfræðingar segja mögulegt að Kim Yo Jong og aðrir ráðamenn í Norður-Kóreu sjái tækifæri til að reka fleyg milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Lee Jae Myung tók við embætti forseta Suður-Kóreu í síðasta mánuði og hefur lofað því að bæta samskipti ríkisins við Norður-Kóreu. Hann hefur meðal annars látið slökkva á stórum hátölurum við landamæri ríkjanna, þar sem áróðri gegn yfirvöldum í Pyongyang var básúnað, og gripið til aðgerða gegn aðgerðasinnum sem sent hafa blöðrur með áróðri gegn ríkisstjórn Kims yfir landamærin. Forsetinn hefur einnig látið senda sjómenn frá Norður-Kóreu sem villst hafa í landhelgi Suður-Kóreu aftur til síns heima. Fyrr í dag lýsti Lee því yfir að hann hefði skipað Chung Dung Young í embætti sameiningarráðherra sem gerir hann mjög áhrifamikinn þegar kemur að samskiptum ríkjanna tveggja. Chung tilkynnti í kjölfarið að hann ætlaði að leggja til að gerðar yrðu breytingar á heræfingum með Bandaríkjunum. Hann vildi ekki segja hvernig þær breytingar ættu að vera en umfangsmiklar æfingar eiga að hefjast í Suður-Kóreu um miðjan ágúst. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Kim sagði að „blint traust“ Suðurkóreumanna í garð Bandaríkjamanna væri til marks um að ný frjálslyndari ríkisstjórn Suður-Kóreu væri lítið frábrugðin þeirri íhaldssömu sem var við völd áður. Ríkismiðlar Norður-Kóreu hafa eftir henni að hvað sem heyrist frá Seoul, hafi ráðamenn í norðri engan áhuga ekkert tilefni sé til nokkurra viðræðna ríkjanna á milli. AP fréttaveitan segir ummælin til marks um að Kim Jong Un og systir hans sjái enga þörf á viðræðum við Suður-Kóreumenn eða Bandaríkjamenn í framtíðinni. Þau hafi lagt mikið púður í að auka samvinnu Norður-Kóreu og Rússlands að undanförnu. Sjá einnig: Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Norður-Kóreumenn hafa sent gífurlegt magn hergagna til Rússlands á undanförnum árum. Er þar meðal annars um að ræða skotfæri fyrir stórskotalið, eldflaugar og jafnvel hermenn. Í staðinn er talið að Norður-Kórea fái aðstoð við nútímavæðingu hergagna. Sjá einnig: Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Systir einræðisherrans nefndi einnig í ummælum sínum árlegar heræfingar með Bandaríkjamönnum og sagði þær æfingar fyrir innrás í Norður-Kóreu. Vilja reka fleyg milli óvina sinna Sérfræðingar segja mögulegt að Kim Yo Jong og aðrir ráðamenn í Norður-Kóreu sjái tækifæri til að reka fleyg milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Lee Jae Myung tók við embætti forseta Suður-Kóreu í síðasta mánuði og hefur lofað því að bæta samskipti ríkisins við Norður-Kóreu. Hann hefur meðal annars látið slökkva á stórum hátölurum við landamæri ríkjanna, þar sem áróðri gegn yfirvöldum í Pyongyang var básúnað, og gripið til aðgerða gegn aðgerðasinnum sem sent hafa blöðrur með áróðri gegn ríkisstjórn Kims yfir landamærin. Forsetinn hefur einnig látið senda sjómenn frá Norður-Kóreu sem villst hafa í landhelgi Suður-Kóreu aftur til síns heima. Fyrr í dag lýsti Lee því yfir að hann hefði skipað Chung Dung Young í embætti sameiningarráðherra sem gerir hann mjög áhrifamikinn þegar kemur að samskiptum ríkjanna tveggja. Chung tilkynnti í kjölfarið að hann ætlaði að leggja til að gerðar yrðu breytingar á heræfingum með Bandaríkjunum. Hann vildi ekki segja hvernig þær breytingar ættu að vera en umfangsmiklar æfingar eiga að hefjast í Suður-Kóreu um miðjan ágúst.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila