Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júlí 2025 11:20 Unnar hvetur eigendur vörubíla til að láta vita lendi þeir í slíkum þjófnaði. Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. Eigandi bílsins kom að manninum þar sem hann var að tappa olíu af vörubílnum í nótt. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu hafa brugðist hratt við. „Við fáum laust fyrir klukkan eitt í nótt tilkynningu um að það sé verið að stela olíu af vörubifreið í Bústaðahverfinu nálægt Sprengisandi. Við förum náttúrulega í það um leið og þá náum við á einn aðila þarna sem var handtekinn.“ Um helgina birtu forsvarsmenn flutningafyrirtækisins Fraktlausna myndband frá aðfaranótt laugardags þar sem mátti sjá óprúttna þjófa í sömu erindagjörðum. Þjófunum tókst að tappa hundruðum lítra af díseolíu af flutningabílum fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins hyggjast tilkynna málið til lögreglu í dag. Unnar segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist. „Við vinnum þetta mál bara áfram, það er í hefðbundnu ferli, rannsókn þessa máls er á frumstigi. Svo má bæta við þetta að það hafa komið sambærileg mál sem hafa verið í opinberri umræðu í fjölmiðlum og við viljum endilega fá þetta til okkar, því þau hafa ekki öll komið til okkar þau mál, til þess að geta þá rannsakað þau og náð þeim brotlegu. Í einhverjum tilvikum liggja upplýsingar fyrir um hverjir þetta eru eða gætu verið.“ Ljóst sé að slíkur þjófnaður feli í sér tjón sem nemi háum fjárhæðum en forsvarsmenn Fraktlausna telja tjónið nema milljónum. „Þetta getur hlaupið á tugum ef ekki hundruðum þúsunda fyrir eigendur vörubifreiða sem eru með sín tæki lögð hérna um borgina út af vinnunni sinni af einhverjum ástæðum. Þannig að þetta er fljótt að telja hjá þeim og kostar mikið, þannig við viljum komast inn í þetta sem fyrst til að stoppa þetta af. Þetta hefur alveg gerst áður svona faraldrar en það eru nokkur ár síðan þetta gerðist síðast ef ég man rétt en þá þarf að grípa hratt inn í til að stoppa þetta.“ Lögreglumál Reykjavík Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Eigandi bílsins kom að manninum þar sem hann var að tappa olíu af vörubílnum í nótt. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu hafa brugðist hratt við. „Við fáum laust fyrir klukkan eitt í nótt tilkynningu um að það sé verið að stela olíu af vörubifreið í Bústaðahverfinu nálægt Sprengisandi. Við förum náttúrulega í það um leið og þá náum við á einn aðila þarna sem var handtekinn.“ Um helgina birtu forsvarsmenn flutningafyrirtækisins Fraktlausna myndband frá aðfaranótt laugardags þar sem mátti sjá óprúttna þjófa í sömu erindagjörðum. Þjófunum tókst að tappa hundruðum lítra af díseolíu af flutningabílum fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins hyggjast tilkynna málið til lögreglu í dag. Unnar segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist. „Við vinnum þetta mál bara áfram, það er í hefðbundnu ferli, rannsókn þessa máls er á frumstigi. Svo má bæta við þetta að það hafa komið sambærileg mál sem hafa verið í opinberri umræðu í fjölmiðlum og við viljum endilega fá þetta til okkar, því þau hafa ekki öll komið til okkar þau mál, til þess að geta þá rannsakað þau og náð þeim brotlegu. Í einhverjum tilvikum liggja upplýsingar fyrir um hverjir þetta eru eða gætu verið.“ Ljóst sé að slíkur þjófnaður feli í sér tjón sem nemi háum fjárhæðum en forsvarsmenn Fraktlausna telja tjónið nema milljónum. „Þetta getur hlaupið á tugum ef ekki hundruðum þúsunda fyrir eigendur vörubifreiða sem eru með sín tæki lögð hérna um borgina út af vinnunni sinni af einhverjum ástæðum. Þannig að þetta er fljótt að telja hjá þeim og kostar mikið, þannig við viljum komast inn í þetta sem fyrst til að stoppa þetta af. Þetta hefur alveg gerst áður svona faraldrar en það eru nokkur ár síðan þetta gerðist síðast ef ég man rétt en þá þarf að grípa hratt inn í til að stoppa þetta.“
Lögreglumál Reykjavík Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07