Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júlí 2025 08:00 Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Anton Brink Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda sé magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna. Auk þess segir hann að 5,3 prósenta byggða- og nýliðunarkvótinn hafi smátt og smátt verið að færast til stórútgerðarinnar, í nafni svokallaðra skel- og rækjubóta sem ekki eigi lengur rétt á sér. Þetta er meðal þess sem kemur fram í aðsendri grein Sigurjóns á Vísi í morgun, þar sem hann sagði óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. „Annað mál sem kostar ekkert en væri mikill ávinningur fyrir sjávarþorp hringinn í kringum landið er að tryggja strandveiðar í 48 daga.“ Gríðarleg skekkja í mælingum á þorskstofninum „Eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta enda magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna.“ „Mæling á þorskstofninum árið 2017 var endurmetin fjórum árum síðar og var stofninn þá sagður 240 þúsund tonnum minni en fyrri mæling gaf til kynna. Hafa ber í huga að skekkjan er mun meiri en heildarþorskveiði allra fiskiskipa verður á þessu ári og örugglega mun meiri en allur afli strandveiðibáta frá upphafi,“ segir Sigurjón. Þá segir hann að fyrirtæki innan Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sæki æ harðar í byggðapottana, bæði í beina úthlutun og óbeina. „Víða byggir úthlutun á byggðkvóta á vinnsluskyldu þar sem eina vinnslan á svæðinu er oftar en ekki í eigu stórútgerðar. Ef útgerðarmaður í Fjallabyggð til dæmis fær úthlutað einu tonni af byggðakvóta þarf hann að útvega önnur tvö tonn í mótframlagi, með þeim skilyrðum að landa að minnsta kosti tveimur tonnum á Dalvík. Vinnslan á Dalvík greiðir fyrir bæði tonnin verð sem er um 25 prósentum lægra en markaðsverð.“ Loks segir Sigurjón að ýmsir þættir ættu að teljast strandveiðum til hagsbóta, en þar megi nefna lítið brottkast, áreiðanleg vigtun, umhverfisvæn veiðarfæri, minna um að fiskur kremjist eða sleppi lífvana í gegnum mörkva. Þá sé samstaða í ríkisstjórn um að efla strandveiðar, og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra muni leiða stefnumótun þar að lútandi á næstu misserum. Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. 17. júlí 2025 17:07 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Auk þess segir hann að 5,3 prósenta byggða- og nýliðunarkvótinn hafi smátt og smátt verið að færast til stórútgerðarinnar, í nafni svokallaðra skel- og rækjubóta sem ekki eigi lengur rétt á sér. Þetta er meðal þess sem kemur fram í aðsendri grein Sigurjóns á Vísi í morgun, þar sem hann sagði óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. „Annað mál sem kostar ekkert en væri mikill ávinningur fyrir sjávarþorp hringinn í kringum landið er að tryggja strandveiðar í 48 daga.“ Gríðarleg skekkja í mælingum á þorskstofninum „Eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta enda magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna.“ „Mæling á þorskstofninum árið 2017 var endurmetin fjórum árum síðar og var stofninn þá sagður 240 þúsund tonnum minni en fyrri mæling gaf til kynna. Hafa ber í huga að skekkjan er mun meiri en heildarþorskveiði allra fiskiskipa verður á þessu ári og örugglega mun meiri en allur afli strandveiðibáta frá upphafi,“ segir Sigurjón. Þá segir hann að fyrirtæki innan Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sæki æ harðar í byggðapottana, bæði í beina úthlutun og óbeina. „Víða byggir úthlutun á byggðkvóta á vinnsluskyldu þar sem eina vinnslan á svæðinu er oftar en ekki í eigu stórútgerðar. Ef útgerðarmaður í Fjallabyggð til dæmis fær úthlutað einu tonni af byggðakvóta þarf hann að útvega önnur tvö tonn í mótframlagi, með þeim skilyrðum að landa að minnsta kosti tveimur tonnum á Dalvík. Vinnslan á Dalvík greiðir fyrir bæði tonnin verð sem er um 25 prósentum lægra en markaðsverð.“ Loks segir Sigurjón að ýmsir þættir ættu að teljast strandveiðum til hagsbóta, en þar megi nefna lítið brottkast, áreiðanleg vigtun, umhverfisvæn veiðarfæri, minna um að fiskur kremjist eða sleppi lífvana í gegnum mörkva. Þá sé samstaða í ríkisstjórn um að efla strandveiðar, og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra muni leiða stefnumótun þar að lútandi á næstu misserum.
Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. 17. júlí 2025 17:07 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Strandveiðum er lokið í sumar Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. 17. júlí 2025 17:07