Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júlí 2025 11:53 Einar Þorsteinsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir tókust á um borgarmálin. vísir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, tókust á um þéttingu byggðar og húsnæðismál borgarinnar. Meðal þess sem kom upp voru heimsborgir á við Kaupmannahöfn en fyrrum borgarstjórinn hvatti Píratann til að flytja þangað. Í nýrri könnun framkvæmda af Prósent segjast 56 prósent landsmanna vera neikvæðir gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Einungis 26 prósent segjast jákvæð. Dóra Björt segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart. „Nei í sjálfu sér ekki og það er út af umræðunni sem hefur átt sér stað undanfarið sem hefur einkennst af gagnrýni sem beinist mikið að þéttingu byggðar,“ segir hún í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef tjáð mig um það að þétting hefur síauknum mæli verið gerð að blóraböggli fyrir það sem miður fer í skipulags og byggingarmálum. Ég gat alveg búist við því að þá yrði viðhorf gegn þéttingu byggðar tiltölulega neikvætt meðal flestra hópa.“ Hún segir skort á umræðu um gæði í umfjölluninni en nú er unnið að borgarhönnunarstefnu innan borgarinnar þar sem áhersla er til að mynda lögð á að tryggja birtu, samhengi og að húsnæði falli að umhverfinu. „Það er eitthvað sem við erum að fara klára í haust og það er eitthvað sem er mér hjartans mál og hefur vantað í umræðuna,“ segir Dóra Björt. Einar segist ekki vera á móti gæðum í hönnun borgarinnar en húsnæðisvandinn sé það mikill að fólk flytji ítrekað af höfuðborgarsvæðinu til annarra sveitarfélaga eða jafnvel til annarra landa. „Þetta sem Dóra nefnir hér um gæði í borgarhönnun, það er engin á móti gæði í borgarhönnun en þetta er fullkomið aukaatriði þegar kemur að því hvernig við byggjum upp borgina. Það er húsnæðisvandi á Íslandi og hátt húsnæðisverð og skortur á íbúðum er að valda því að hér er meiri verðbólga en ástæða er til og fólk kemst ekki inn á húsnæðismarkað,“ segir hann. „Það að byggja húsnæði er ekki áhugamál stjórnmálamanna um hvernig húsnæði eigi að líta út heldur lykilatriði í íslensku samfélagi.“ Vilja bæði uppbyggingu í Úlfarsárdal Einar segir það ekki óskynsamlegt að byggja innan borgarmarkanna en það geti ekki verið eina stefnan. „Borgin er eins og skógur, það falla tré, húsin verða gömul og eigendur þeirra vilja byggja eitthvað nýtt. Eðlilega þurfum við að taka afstöðu til þess, hvað eigi að byggja mikið í staðinn,“ segir Einar. „Það gengur ekki að þetta sé eina stefnan. Núna erum við að horfa á það hvernig skipulagsákvarðanir teknar á fyrri kjörtímabilum líta raunverulega út. Við erum ekki að tala um glærukynningarnar umtöluðu frá Degi B. Eggertssyni. Nú er þetta birtast og við sjáum það í þessari könnun að fólki líkar þetta ekki.“ Hann segir Framsóknarflokkinn vilja taka stærri ákvarðanir og tali fyrir uppbyggingu á svæðum þar sem er nú þegar ekki byggð, til að mynda í Úlfarsárdal og Keldum. „Nú talar Einar eins uppbyggingu í Úlfarsárdal og fleiri svæðum sé ný hugmynd sem bjargi fólki frá okkur sem höfum verið við völd núna, sem hann hefur verið sjálfur þar til nýverið en það er önnur saga. Þá er það ritað í okkar samstarfsyfirlýsingu okkar sem eru núna í meirihluta og samþykkt í borgarstjórn af samstarfsflokkunum að ganga lengra í uppbyggingu í Úlfarsárdal og víðar þannig það er í sjálfu sér ekkert umdeilt málefni um að gera það,“ segir Dóra Björt. „Þið voruð pínd til þess af Flokki flokksins,“ segir Einar en Dóra Björt svarar að hann viti „bara nákvæmlega ekkert um það.“ Breytingar á bílastæðastefnu og kostir Kaupmannahafnar Einar segir grundvallaratriðið vera að öll ágreiningsmál sem komi upp núna snúi að þéttingu byggðar og tekur bílastæðamál sem dæmi. „Það eru ekki bílastæði. Bara það sem að Dóra Björt hefur barist mjög hart fyrir að eyða bílastæðum í borginni og það sem er byggt nýtt að þar verði eins fá bílastæði eins og hægt er. Það er pólitísk stefna.“ „Fjöldi bílastæða er ekki eitthvað sem snýst um þéttingu byggðar, það er ákvörðun um hvernig bílastæðastefnan er og við í núverandi samstarfi ætlum líka að rýmka bílastæðareglurnar okkar og það er verið að vinna að því,“ segir Dóra Björt. Einar segir að sprengja hafi þurft minnihlutann til að fá það í gegn sem Dóra Björt neitar. Hann segir þá að enginn vilji hafi verið fyrir hendi að breyta bílastæðastefnunni en hún segir það ekki hafa verið viðfangsefni fyrr en nú. „Það er af því það mátti ekki ræða það,“ segir Einar. Dóra Björt leggur áherslu á að skapa þurfi borg þar sem fólk getur nýtt almenningssamgöngur og tekur höfuðborg Danmerkur, Kaupmannahöfn, sem dæmi. „Það er oft sama fólkið sem segir að það þurfi að gera betri almenningssamgöngur sem er samt að tala á móti þéttingu byggðar, þessir hlutir fara saman. Þetta er ekki bara eitthvað einkamál okkar í Reykjavíkurborg, þetta er lifandi stefna á heimsvísu. Þannig ef við horfum til borgar sem fólki líkar vel við eins og Kaupmannahöfn, hún er þrettán sinnum þéttari borg en Reykjavík þannig ef að fólki líkar mjög vel við að fara þangað,“ segir hún. „Þetta kemur alltaf upp, það er alltaf verið að reyna breyta Reykjavík í aðra útlenda borg. Við búum í Reykjavík og við eigum að byggja hana upp eins og hentar henni og íbúum hennar,“ segir Einar. Dóra Björt segir að fólk njóti þess að fara til Kaupmannahafnar þar sem auðvelt aðgengi sé að menningu, mannlífi og góðum innviðum. „Já, þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar,“ svarar Einar. Samræður Einars og Dóru Bjartar náðu ekki lengra eftir þessi orð Einars og sammæltust þau um að vera afskaplega ósammála hvað þessi mál varðar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan: Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Bítið Skipulag Framsóknarflokkurinn Píratar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Í nýrri könnun framkvæmda af Prósent segjast 56 prósent landsmanna vera neikvæðir gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Einungis 26 prósent segjast jákvæð. Dóra Björt segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart. „Nei í sjálfu sér ekki og það er út af umræðunni sem hefur átt sér stað undanfarið sem hefur einkennst af gagnrýni sem beinist mikið að þéttingu byggðar,“ segir hún í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef tjáð mig um það að þétting hefur síauknum mæli verið gerð að blóraböggli fyrir það sem miður fer í skipulags og byggingarmálum. Ég gat alveg búist við því að þá yrði viðhorf gegn þéttingu byggðar tiltölulega neikvætt meðal flestra hópa.“ Hún segir skort á umræðu um gæði í umfjölluninni en nú er unnið að borgarhönnunarstefnu innan borgarinnar þar sem áhersla er til að mynda lögð á að tryggja birtu, samhengi og að húsnæði falli að umhverfinu. „Það er eitthvað sem við erum að fara klára í haust og það er eitthvað sem er mér hjartans mál og hefur vantað í umræðuna,“ segir Dóra Björt. Einar segist ekki vera á móti gæðum í hönnun borgarinnar en húsnæðisvandinn sé það mikill að fólk flytji ítrekað af höfuðborgarsvæðinu til annarra sveitarfélaga eða jafnvel til annarra landa. „Þetta sem Dóra nefnir hér um gæði í borgarhönnun, það er engin á móti gæði í borgarhönnun en þetta er fullkomið aukaatriði þegar kemur að því hvernig við byggjum upp borgina. Það er húsnæðisvandi á Íslandi og hátt húsnæðisverð og skortur á íbúðum er að valda því að hér er meiri verðbólga en ástæða er til og fólk kemst ekki inn á húsnæðismarkað,“ segir hann. „Það að byggja húsnæði er ekki áhugamál stjórnmálamanna um hvernig húsnæði eigi að líta út heldur lykilatriði í íslensku samfélagi.“ Vilja bæði uppbyggingu í Úlfarsárdal Einar segir það ekki óskynsamlegt að byggja innan borgarmarkanna en það geti ekki verið eina stefnan. „Borgin er eins og skógur, það falla tré, húsin verða gömul og eigendur þeirra vilja byggja eitthvað nýtt. Eðlilega þurfum við að taka afstöðu til þess, hvað eigi að byggja mikið í staðinn,“ segir Einar. „Það gengur ekki að þetta sé eina stefnan. Núna erum við að horfa á það hvernig skipulagsákvarðanir teknar á fyrri kjörtímabilum líta raunverulega út. Við erum ekki að tala um glærukynningarnar umtöluðu frá Degi B. Eggertssyni. Nú er þetta birtast og við sjáum það í þessari könnun að fólki líkar þetta ekki.“ Hann segir Framsóknarflokkinn vilja taka stærri ákvarðanir og tali fyrir uppbyggingu á svæðum þar sem er nú þegar ekki byggð, til að mynda í Úlfarsárdal og Keldum. „Nú talar Einar eins uppbyggingu í Úlfarsárdal og fleiri svæðum sé ný hugmynd sem bjargi fólki frá okkur sem höfum verið við völd núna, sem hann hefur verið sjálfur þar til nýverið en það er önnur saga. Þá er það ritað í okkar samstarfsyfirlýsingu okkar sem eru núna í meirihluta og samþykkt í borgarstjórn af samstarfsflokkunum að ganga lengra í uppbyggingu í Úlfarsárdal og víðar þannig það er í sjálfu sér ekkert umdeilt málefni um að gera það,“ segir Dóra Björt. „Þið voruð pínd til þess af Flokki flokksins,“ segir Einar en Dóra Björt svarar að hann viti „bara nákvæmlega ekkert um það.“ Breytingar á bílastæðastefnu og kostir Kaupmannahafnar Einar segir grundvallaratriðið vera að öll ágreiningsmál sem komi upp núna snúi að þéttingu byggðar og tekur bílastæðamál sem dæmi. „Það eru ekki bílastæði. Bara það sem að Dóra Björt hefur barist mjög hart fyrir að eyða bílastæðum í borginni og það sem er byggt nýtt að þar verði eins fá bílastæði eins og hægt er. Það er pólitísk stefna.“ „Fjöldi bílastæða er ekki eitthvað sem snýst um þéttingu byggðar, það er ákvörðun um hvernig bílastæðastefnan er og við í núverandi samstarfi ætlum líka að rýmka bílastæðareglurnar okkar og það er verið að vinna að því,“ segir Dóra Björt. Einar segir að sprengja hafi þurft minnihlutann til að fá það í gegn sem Dóra Björt neitar. Hann segir þá að enginn vilji hafi verið fyrir hendi að breyta bílastæðastefnunni en hún segir það ekki hafa verið viðfangsefni fyrr en nú. „Það er af því það mátti ekki ræða það,“ segir Einar. Dóra Björt leggur áherslu á að skapa þurfi borg þar sem fólk getur nýtt almenningssamgöngur og tekur höfuðborg Danmerkur, Kaupmannahöfn, sem dæmi. „Það er oft sama fólkið sem segir að það þurfi að gera betri almenningssamgöngur sem er samt að tala á móti þéttingu byggðar, þessir hlutir fara saman. Þetta er ekki bara eitthvað einkamál okkar í Reykjavíkurborg, þetta er lifandi stefna á heimsvísu. Þannig ef við horfum til borgar sem fólki líkar vel við eins og Kaupmannahöfn, hún er þrettán sinnum þéttari borg en Reykjavík þannig ef að fólki líkar mjög vel við að fara þangað,“ segir hún. „Þetta kemur alltaf upp, það er alltaf verið að reyna breyta Reykjavík í aðra útlenda borg. Við búum í Reykjavík og við eigum að byggja hana upp eins og hentar henni og íbúum hennar,“ segir Einar. Dóra Björt segir að fólk njóti þess að fara til Kaupmannahafnar þar sem auðvelt aðgengi sé að menningu, mannlífi og góðum innviðum. „Já, þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar,“ svarar Einar. Samræður Einars og Dóru Bjartar náðu ekki lengra eftir þessi orð Einars og sammæltust þau um að vera afskaplega ósammála hvað þessi mál varðar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:
Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Bítið Skipulag Framsóknarflokkurinn Píratar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira