Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Agnar Már Másson skrifar 24. júlí 2025 15:03 Starfsfólki var boðin áfallahjálp daginn eftir, segja stjórnendur. Fjöldi fólks fylgdist með hjartahnoði sjúkraflutningamanna. Vísir/Agnar Starfsfólki Vínbúðarinnar í Austurstræti var gert að klára vinnudaginn sinn eftir að maður lést í versluninni í síðustu viku. Stjórnendur ÁTVR harma að svo illa hafi verið brugðist við en segja að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp næsta dag. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri ÁTVR, staðfestir þetta við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá og segir að samkvæmt sínum upplýsingum hafi vaktstjóri hringt í skrifstofu ÁTVR og þaðan fengið fyrirmæli um að opna aftur verslunina eftir að hinn látni hafi verið fluttur af vettvangi. Lögregla sinnti útkalli í Vínbúðinni í Austurstræti í Reykjavík mánudaginn 14. júlí þar sem hún veitti manni hjartahnoð eftir að hann hafði að sögn sjónarvotts dottið í versluninni. Margir voru viðstaddir í miðbænum þennan dag og fylgdist fjöldi með aðgerð lögreglunnar, sem hafði lokað fyrir götuna meðan aðgerðin stóð yfir. Að lokum var hinn slasaði fluttur með sjúkrabíl. Frá lögregluaðgerðum á vettvangi mánudaginn 17. júlí. Margir fylgdust með í fjarska og sást í viðbragðsaðila gefa manninum hjartahnoð. Vísir/Agnar „Þetta voru mistök og okkur þykir þetta mjög leitt,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. Í skriflegu svari segir hún enn fremur að atvik af þessum alvarleika séu sem betur fer mjög sjaldgæf. „Því miður gerðu stjórnendur mistök í kjölfar þessa atviks og rétt hefði verið að meta aðstæður betur. Það eru til verkferlar sem snúa að ýmsum öryggisfrávikum en í ljósi alvaleika atviksins hafa verkferlar verið yfirfarnir með það að leiðarljósi að gera betur,“ segir í skriflegu svari Sigrúnar. Hún segir að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp daginn eftir en stjórnendum þyki miður að hafa ekki brugðist betur við í þessum erfiðu aðstæðum og muni leggja sig fram um að slíkt endurtaki sig ekki. Áfengi Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri ÁTVR, staðfestir þetta við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá og segir að samkvæmt sínum upplýsingum hafi vaktstjóri hringt í skrifstofu ÁTVR og þaðan fengið fyrirmæli um að opna aftur verslunina eftir að hinn látni hafi verið fluttur af vettvangi. Lögregla sinnti útkalli í Vínbúðinni í Austurstræti í Reykjavík mánudaginn 14. júlí þar sem hún veitti manni hjartahnoð eftir að hann hafði að sögn sjónarvotts dottið í versluninni. Margir voru viðstaddir í miðbænum þennan dag og fylgdist fjöldi með aðgerð lögreglunnar, sem hafði lokað fyrir götuna meðan aðgerðin stóð yfir. Að lokum var hinn slasaði fluttur með sjúkrabíl. Frá lögregluaðgerðum á vettvangi mánudaginn 17. júlí. Margir fylgdust með í fjarska og sást í viðbragðsaðila gefa manninum hjartahnoð. Vísir/Agnar „Þetta voru mistök og okkur þykir þetta mjög leitt,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. Í skriflegu svari segir hún enn fremur að atvik af þessum alvarleika séu sem betur fer mjög sjaldgæf. „Því miður gerðu stjórnendur mistök í kjölfar þessa atviks og rétt hefði verið að meta aðstæður betur. Það eru til verkferlar sem snúa að ýmsum öryggisfrávikum en í ljósi alvaleika atviksins hafa verkferlar verið yfirfarnir með það að leiðarljósi að gera betur,“ segir í skriflegu svari Sigrúnar. Hún segir að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp daginn eftir en stjórnendum þyki miður að hafa ekki brugðist betur við í þessum erfiðu aðstæðum og muni leggja sig fram um að slíkt endurtaki sig ekki.
Áfengi Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira