„Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júlí 2025 23:05 Sigurgeir fór af stað eldsnemma í gærmorgun. Píeta Sundkappinn Sigurgeir Svanbergsson segist hafa átt sorglega lítið eftir af sundferð sinni yfir Ermarsundið þegar hann þurfti að hætta af öryggisástæðum. Hann er staðráðinn í að reyna aftur. Sigurgeir synti af stað eldsnemma í gærmorgun með það að markmiði að synda yfir Ermarsundið til styrktar Píetasamtakanna. Hann synti í samtals fjórtán klukkustundir þegar hann þurfti að hætta sundi. „Þetta gekk vel myndi ég segja, frá minni upplifun. Okkur var að miða áfram allan tímann. En svo lendum við í þessum straumi sem að ég var ekki að búast við og ég held að enginn hafi verið að búast við. Hann var rosalegur og var alltaf að draga mig og bátinn frá hvor öðrum. Um leið og báturinn reyndi að rétta af sig af til að fara rétta leið þá hvarf hann bara í burtu frá mér. Ég var kominn kannski fimmtíu metra frá bátnum í kolniðamyrkri og einhverjar tvær litlar ljósaperur blikkandi á mér,“ segir Sigurgeir í samtali við fréttastofu. „Þetta hefði getað orðið stórhættulegt og það hefði verið auðvelt að týna mér. Þess vegna var þetta stoppað, ég var ekki að ná að halda í bátinn í þessum straumi og við rákum bara sitt á hvað. Ég var ekki nógu nálægt bátnum.“ Fúll fyrst en svo þakklátur Sigurgeir reyndi að synda þrátt fyrir mikinn straum í hálfa aðra klukkustund. Hann segist hafa átt sorglega lítið eftir þegar samferðafólk hans ákvað að stöðva þyrfti sundferðina af öryggisástæðum. „Ég hugsa að þetta straumavesen hafi verið í svona einn og hálfan tíma, þar sem við vorum í einhverjum drullupolli í einhverri hringiðu þar sem markmiðið var að vera bara hjá bátnum. Maður var aldrei á leiðinni í land, maður var alltaf að reyna ná bátnum til að vera á öruggu svæði. Svo tók teymið og kafteininn þá ákvörðun að stoppa þetta áður en ég myndi týnast sem ég er mjög þakklátur fyrir að þau gerðu þótt ég hafi verið ofboðslega fúll yfir því í gær þegar ég vissi ekki alveg,“ segir hann. „Það var ekki mikið eftir, það var meira að segja sorglega lítið eftir þegar þetta gerist. Þannig að það verður ekki tekið af mér, ég náði að synda til Frakklands. Ég snerti bara ekki land.“ Hann sneri aftur til Bretlands og fer þaðan aftur til Íslands. Þrátt fyrir að þurfa snúa aftur er hann staðráðinn í því að reyna aftur. Það gæti hins vegar tekið nokkur ár þar sem ákveðin leyfi þarf til að synda yfir Ermarsundið en hann hafði nú þegar beðið í þrjú ár eftir leyfi fyrir þessari sundferð. Á meðan ætlar hann að bæta sundhraða, skildi hann lenda aftur í álíka sjóstraum. „Ég ætla að reyna aftur. Mér finnst ég eiginlega tilneyddur til að reyna aftur sérstaklega því að hausinn minn var skýr allan tímann. Ég var í eitt skipti næstum því búinn að missa hann og þá var gargað á mig og mér var komið aftur á strik,“ segir Sigurgeir. Vekur athygli á málstað Píeta Sigurgeir synti til að vekja athygli á málstað Píetasamtakanna, sem sinna forvörnum gegn sjálfsvígum, og safnaði áheitum til styrktar nýju húsnæði samtakanna. „Ég hef tekið eftir þörfinni. Það er ekkert persónulegt mín megin en ég hef séð það í kringum mig að þörfin er mikil og fólk hefur haft samband við mig og talað um að það vissi ekki af þessum samtökum. Mér fannst mikilvægt að gera eitthvað nógu tryllt til þess að sem flestir tækju eftir því og vekja athygli á þessu.“ Hann líkir sundferð sinni við starf Píeta. „Það er meira að segja hægt að tengja þetta ævintýri sem ég fór í gegnum við Píeta samtökin því ég hafði hjálpina til að grípa mig upp úr myrkrinu og toga mig upp úr myrkrinu. Það eru ekki allir svo heppnir. Píetasamtökine ru þarna til að grípa fólk úr myrkrinu og ef að allir vissu af þeim myndu þeir grípa miklu fleiri.“ Enn er hægt að heita á Sigurgeir og styrkja húsnæðiskaup Píeta hér. Sjósund Íslendingar erlendis Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sigurgeir synti af stað eldsnemma í gærmorgun með það að markmiði að synda yfir Ermarsundið til styrktar Píetasamtakanna. Hann synti í samtals fjórtán klukkustundir þegar hann þurfti að hætta sundi. „Þetta gekk vel myndi ég segja, frá minni upplifun. Okkur var að miða áfram allan tímann. En svo lendum við í þessum straumi sem að ég var ekki að búast við og ég held að enginn hafi verið að búast við. Hann var rosalegur og var alltaf að draga mig og bátinn frá hvor öðrum. Um leið og báturinn reyndi að rétta af sig af til að fara rétta leið þá hvarf hann bara í burtu frá mér. Ég var kominn kannski fimmtíu metra frá bátnum í kolniðamyrkri og einhverjar tvær litlar ljósaperur blikkandi á mér,“ segir Sigurgeir í samtali við fréttastofu. „Þetta hefði getað orðið stórhættulegt og það hefði verið auðvelt að týna mér. Þess vegna var þetta stoppað, ég var ekki að ná að halda í bátinn í þessum straumi og við rákum bara sitt á hvað. Ég var ekki nógu nálægt bátnum.“ Fúll fyrst en svo þakklátur Sigurgeir reyndi að synda þrátt fyrir mikinn straum í hálfa aðra klukkustund. Hann segist hafa átt sorglega lítið eftir þegar samferðafólk hans ákvað að stöðva þyrfti sundferðina af öryggisástæðum. „Ég hugsa að þetta straumavesen hafi verið í svona einn og hálfan tíma, þar sem við vorum í einhverjum drullupolli í einhverri hringiðu þar sem markmiðið var að vera bara hjá bátnum. Maður var aldrei á leiðinni í land, maður var alltaf að reyna ná bátnum til að vera á öruggu svæði. Svo tók teymið og kafteininn þá ákvörðun að stoppa þetta áður en ég myndi týnast sem ég er mjög þakklátur fyrir að þau gerðu þótt ég hafi verið ofboðslega fúll yfir því í gær þegar ég vissi ekki alveg,“ segir hann. „Það var ekki mikið eftir, það var meira að segja sorglega lítið eftir þegar þetta gerist. Þannig að það verður ekki tekið af mér, ég náði að synda til Frakklands. Ég snerti bara ekki land.“ Hann sneri aftur til Bretlands og fer þaðan aftur til Íslands. Þrátt fyrir að þurfa snúa aftur er hann staðráðinn í því að reyna aftur. Það gæti hins vegar tekið nokkur ár þar sem ákveðin leyfi þarf til að synda yfir Ermarsundið en hann hafði nú þegar beðið í þrjú ár eftir leyfi fyrir þessari sundferð. Á meðan ætlar hann að bæta sundhraða, skildi hann lenda aftur í álíka sjóstraum. „Ég ætla að reyna aftur. Mér finnst ég eiginlega tilneyddur til að reyna aftur sérstaklega því að hausinn minn var skýr allan tímann. Ég var í eitt skipti næstum því búinn að missa hann og þá var gargað á mig og mér var komið aftur á strik,“ segir Sigurgeir. Vekur athygli á málstað Píeta Sigurgeir synti til að vekja athygli á málstað Píetasamtakanna, sem sinna forvörnum gegn sjálfsvígum, og safnaði áheitum til styrktar nýju húsnæði samtakanna. „Ég hef tekið eftir þörfinni. Það er ekkert persónulegt mín megin en ég hef séð það í kringum mig að þörfin er mikil og fólk hefur haft samband við mig og talað um að það vissi ekki af þessum samtökum. Mér fannst mikilvægt að gera eitthvað nógu tryllt til þess að sem flestir tækju eftir því og vekja athygli á þessu.“ Hann líkir sundferð sinni við starf Píeta. „Það er meira að segja hægt að tengja þetta ævintýri sem ég fór í gegnum við Píeta samtökin því ég hafði hjálpina til að grípa mig upp úr myrkrinu og toga mig upp úr myrkrinu. Það eru ekki allir svo heppnir. Píetasamtökine ru þarna til að grípa fólk úr myrkrinu og ef að allir vissu af þeim myndu þeir grípa miklu fleiri.“ Enn er hægt að heita á Sigurgeir og styrkja húsnæðiskaup Píeta hér.
Sjósund Íslendingar erlendis Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira