„Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júlí 2025 23:05 Sigurgeir fór af stað eldsnemma í gærmorgun. Píeta Sundkappinn Sigurgeir Svanbergsson segist hafa átt sorglega lítið eftir af sundferð sinni yfir Ermarsundið þegar hann þurfti að hætta af öryggisástæðum. Hann er staðráðinn í að reyna aftur. Sigurgeir synti af stað eldsnemma í gærmorgun með það að markmiði að synda yfir Ermarsundið til styrktar Píetasamtakanna. Hann synti í samtals fjórtán klukkustundir þegar hann þurfti að hætta sundi. „Þetta gekk vel myndi ég segja, frá minni upplifun. Okkur var að miða áfram allan tímann. En svo lendum við í þessum straumi sem að ég var ekki að búast við og ég held að enginn hafi verið að búast við. Hann var rosalegur og var alltaf að draga mig og bátinn frá hvor öðrum. Um leið og báturinn reyndi að rétta af sig af til að fara rétta leið þá hvarf hann bara í burtu frá mér. Ég var kominn kannski fimmtíu metra frá bátnum í kolniðamyrkri og einhverjar tvær litlar ljósaperur blikkandi á mér,“ segir Sigurgeir í samtali við fréttastofu. „Þetta hefði getað orðið stórhættulegt og það hefði verið auðvelt að týna mér. Þess vegna var þetta stoppað, ég var ekki að ná að halda í bátinn í þessum straumi og við rákum bara sitt á hvað. Ég var ekki nógu nálægt bátnum.“ Fúll fyrst en svo þakklátur Sigurgeir reyndi að synda þrátt fyrir mikinn straum í hálfa aðra klukkustund. Hann segist hafa átt sorglega lítið eftir þegar samferðafólk hans ákvað að stöðva þyrfti sundferðina af öryggisástæðum. „Ég hugsa að þetta straumavesen hafi verið í svona einn og hálfan tíma, þar sem við vorum í einhverjum drullupolli í einhverri hringiðu þar sem markmiðið var að vera bara hjá bátnum. Maður var aldrei á leiðinni í land, maður var alltaf að reyna ná bátnum til að vera á öruggu svæði. Svo tók teymið og kafteininn þá ákvörðun að stoppa þetta áður en ég myndi týnast sem ég er mjög þakklátur fyrir að þau gerðu þótt ég hafi verið ofboðslega fúll yfir því í gær þegar ég vissi ekki alveg,“ segir hann. „Það var ekki mikið eftir, það var meira að segja sorglega lítið eftir þegar þetta gerist. Þannig að það verður ekki tekið af mér, ég náði að synda til Frakklands. Ég snerti bara ekki land.“ Hann sneri aftur til Bretlands og fer þaðan aftur til Íslands. Þrátt fyrir að þurfa snúa aftur er hann staðráðinn í því að reyna aftur. Það gæti hins vegar tekið nokkur ár þar sem ákveðin leyfi þarf til að synda yfir Ermarsundið en hann hafði nú þegar beðið í þrjú ár eftir leyfi fyrir þessari sundferð. Á meðan ætlar hann að bæta sundhraða, skildi hann lenda aftur í álíka sjóstraum. „Ég ætla að reyna aftur. Mér finnst ég eiginlega tilneyddur til að reyna aftur sérstaklega því að hausinn minn var skýr allan tímann. Ég var í eitt skipti næstum því búinn að missa hann og þá var gargað á mig og mér var komið aftur á strik,“ segir Sigurgeir. Vekur athygli á málstað Píeta Sigurgeir synti til að vekja athygli á málstað Píetasamtakanna, sem sinna forvörnum gegn sjálfsvígum, og safnaði áheitum til styrktar nýju húsnæði samtakanna. „Ég hef tekið eftir þörfinni. Það er ekkert persónulegt mín megin en ég hef séð það í kringum mig að þörfin er mikil og fólk hefur haft samband við mig og talað um að það vissi ekki af þessum samtökum. Mér fannst mikilvægt að gera eitthvað nógu tryllt til þess að sem flestir tækju eftir því og vekja athygli á þessu.“ Hann líkir sundferð sinni við starf Píeta. „Það er meira að segja hægt að tengja þetta ævintýri sem ég fór í gegnum við Píeta samtökin því ég hafði hjálpina til að grípa mig upp úr myrkrinu og toga mig upp úr myrkrinu. Það eru ekki allir svo heppnir. Píetasamtökine ru þarna til að grípa fólk úr myrkrinu og ef að allir vissu af þeim myndu þeir grípa miklu fleiri.“ Enn er hægt að heita á Sigurgeir og styrkja húsnæðiskaup Píeta hér. Sjósund Íslendingar erlendis Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Sigurgeir synti af stað eldsnemma í gærmorgun með það að markmiði að synda yfir Ermarsundið til styrktar Píetasamtakanna. Hann synti í samtals fjórtán klukkustundir þegar hann þurfti að hætta sundi. „Þetta gekk vel myndi ég segja, frá minni upplifun. Okkur var að miða áfram allan tímann. En svo lendum við í þessum straumi sem að ég var ekki að búast við og ég held að enginn hafi verið að búast við. Hann var rosalegur og var alltaf að draga mig og bátinn frá hvor öðrum. Um leið og báturinn reyndi að rétta af sig af til að fara rétta leið þá hvarf hann bara í burtu frá mér. Ég var kominn kannski fimmtíu metra frá bátnum í kolniðamyrkri og einhverjar tvær litlar ljósaperur blikkandi á mér,“ segir Sigurgeir í samtali við fréttastofu. „Þetta hefði getað orðið stórhættulegt og það hefði verið auðvelt að týna mér. Þess vegna var þetta stoppað, ég var ekki að ná að halda í bátinn í þessum straumi og við rákum bara sitt á hvað. Ég var ekki nógu nálægt bátnum.“ Fúll fyrst en svo þakklátur Sigurgeir reyndi að synda þrátt fyrir mikinn straum í hálfa aðra klukkustund. Hann segist hafa átt sorglega lítið eftir þegar samferðafólk hans ákvað að stöðva þyrfti sundferðina af öryggisástæðum. „Ég hugsa að þetta straumavesen hafi verið í svona einn og hálfan tíma, þar sem við vorum í einhverjum drullupolli í einhverri hringiðu þar sem markmiðið var að vera bara hjá bátnum. Maður var aldrei á leiðinni í land, maður var alltaf að reyna ná bátnum til að vera á öruggu svæði. Svo tók teymið og kafteininn þá ákvörðun að stoppa þetta áður en ég myndi týnast sem ég er mjög þakklátur fyrir að þau gerðu þótt ég hafi verið ofboðslega fúll yfir því í gær þegar ég vissi ekki alveg,“ segir hann. „Það var ekki mikið eftir, það var meira að segja sorglega lítið eftir þegar þetta gerist. Þannig að það verður ekki tekið af mér, ég náði að synda til Frakklands. Ég snerti bara ekki land.“ Hann sneri aftur til Bretlands og fer þaðan aftur til Íslands. Þrátt fyrir að þurfa snúa aftur er hann staðráðinn í því að reyna aftur. Það gæti hins vegar tekið nokkur ár þar sem ákveðin leyfi þarf til að synda yfir Ermarsundið en hann hafði nú þegar beðið í þrjú ár eftir leyfi fyrir þessari sundferð. Á meðan ætlar hann að bæta sundhraða, skildi hann lenda aftur í álíka sjóstraum. „Ég ætla að reyna aftur. Mér finnst ég eiginlega tilneyddur til að reyna aftur sérstaklega því að hausinn minn var skýr allan tímann. Ég var í eitt skipti næstum því búinn að missa hann og þá var gargað á mig og mér var komið aftur á strik,“ segir Sigurgeir. Vekur athygli á málstað Píeta Sigurgeir synti til að vekja athygli á málstað Píetasamtakanna, sem sinna forvörnum gegn sjálfsvígum, og safnaði áheitum til styrktar nýju húsnæði samtakanna. „Ég hef tekið eftir þörfinni. Það er ekkert persónulegt mín megin en ég hef séð það í kringum mig að þörfin er mikil og fólk hefur haft samband við mig og talað um að það vissi ekki af þessum samtökum. Mér fannst mikilvægt að gera eitthvað nógu tryllt til þess að sem flestir tækju eftir því og vekja athygli á þessu.“ Hann líkir sundferð sinni við starf Píeta. „Það er meira að segja hægt að tengja þetta ævintýri sem ég fór í gegnum við Píeta samtökin því ég hafði hjálpina til að grípa mig upp úr myrkrinu og toga mig upp úr myrkrinu. Það eru ekki allir svo heppnir. Píetasamtökine ru þarna til að grípa fólk úr myrkrinu og ef að allir vissu af þeim myndu þeir grípa miklu fleiri.“ Enn er hægt að heita á Sigurgeir og styrkja húsnæðiskaup Píeta hér.
Sjósund Íslendingar erlendis Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira