Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Árni Sæberg skrifar 24. júlí 2025 12:11 Sérsveitin handtók manninn við Urriðaholt. Hending ein réð því að sérsveitin sinnti því verkefni. Vísir Greint var frá því í gær að karlmaður hefði verið handtekinn af sérsveitinni í Garðabæ vegna gruns um skemmdarverk í Reykjavík. Síðar var greint frá að maður hefði verið handtekinn grunaður um líkamsárás, hótanir og mansal. Um sama mann og sama mál er að ræða. Maðurinn var handtekinn í Urriðaholti í Garðabæ klukkan 12:40 í gær og það af sérsveitinni. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu, sagði í samtali við Vísi að maðurinn hefði verið grunaður um skemmdarverk í Reykjavík. Í dagbókarfærslu lögreglu síðdegis í gær sagði svo frá manni sem hefði verið handtekinn í Laugardalnum í Reykjavík grunaður um líkamsárás, hótanir og mansal. Þegar Vísir bar málin tvö undir áðurnefndan Unnar Má kom í ljós að um eitt og sama málið væri að ræða. Tilviljun að sérsveitin handtók manninn Unnar Már segir að atburðarásin hafi hafist í Laugardalnum þegar meintur brotaþoli hafi leitað til lögregluþjóna utandyra og greint frá því að hinn handtekni hefði ráðist að honum og skemmt bíl hans. Lögregla hafi þá lýst eftir bíl mannsins og sérsveitarmenn hafi komið auga á hann í Urriðaholtinu. Tilviljun ein hafi ráðið því að sérsveitin hafi handtekið mannin, enda hafi engin hætta verið talin stafa af honum. Með í för hafi verið kona sem tengdist honum fjölskylduböndum. Grunaður um að greiða ekki tilskilin laun Unnar Már segir að maðurinn sé enn í haldi lögreglu og skýrslutökur yfir honum hafi hafist fyrir hádegi. Auk þess að vera grunaður um líkamsárás gagnvart brotaþola og skemmdarverk á bíl hans sé hann grunaður um mansal, með því að hafa meintan brotaþola í vinnu án þess að greiða honum tilskilin laun. Eða svokallað vinnumansal. Garðabær Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Maðurinn var handtekinn í Urriðaholti í Garðabæ klukkan 12:40 í gær og það af sérsveitinni. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu, sagði í samtali við Vísi að maðurinn hefði verið grunaður um skemmdarverk í Reykjavík. Í dagbókarfærslu lögreglu síðdegis í gær sagði svo frá manni sem hefði verið handtekinn í Laugardalnum í Reykjavík grunaður um líkamsárás, hótanir og mansal. Þegar Vísir bar málin tvö undir áðurnefndan Unnar Má kom í ljós að um eitt og sama málið væri að ræða. Tilviljun að sérsveitin handtók manninn Unnar Már segir að atburðarásin hafi hafist í Laugardalnum þegar meintur brotaþoli hafi leitað til lögregluþjóna utandyra og greint frá því að hinn handtekni hefði ráðist að honum og skemmt bíl hans. Lögregla hafi þá lýst eftir bíl mannsins og sérsveitarmenn hafi komið auga á hann í Urriðaholtinu. Tilviljun ein hafi ráðið því að sérsveitin hafi handtekið mannin, enda hafi engin hætta verið talin stafa af honum. Með í för hafi verið kona sem tengdist honum fjölskylduböndum. Grunaður um að greiða ekki tilskilin laun Unnar Már segir að maðurinn sé enn í haldi lögreglu og skýrslutökur yfir honum hafi hafist fyrir hádegi. Auk þess að vera grunaður um líkamsárás gagnvart brotaþola og skemmdarverk á bíl hans sé hann grunaður um mansal, með því að hafa meintan brotaþola í vinnu án þess að greiða honum tilskilin laun. Eða svokallað vinnumansal.
Garðabær Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira