Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2025 17:08 Japönsk stjórnvöld hafa lýst óánægju sinni vegna úrskurðarins. AP/Thomas Padilla Alþjóðalögreglan Interpol hefur fjarlægt aðgerðarsinnann og hvalavininn Paul Watson af lista sínum yfir eftirlýsta glæpamenn. Hann var handtekinn á síðasta ári á Grænlandi en er einnig alræmdur innan hvalveiðiiðnaðarins á Íslandi. Paul Watson hefur reglulega ratað í íslenska fjölmiðla allt frá því að hann sökkti tveimur hvalveiðibátum úr flota Hvals hf. með því að skrúfa botnlokur þeirra lausar á níunda áratugnum. Watson er 74 gamall og hefur lengi beitt sér í þágu hvalaverndar, meðal annars sem formaður samtakanna Sea Shepherd Conservation Society sem tókst á við hvalveiðibáta víða um heim. Þetta hefur eins og gefur að skilja komið honum í kast við lögin um allan heim en Japanir hafa haft vel brýnt horn í síðu honum Interpol hafði áður gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum að ósk japanskra stjórnvalda vegna aðför hans að japönsku hvalrannsóknaskipi árið 2010. Hann er sakaður um að hafa hindrað áhöfn skipsins við störf sín með því að skipa skipstjóra síns eigin skips að kasta sprengjum á hvalskipið. Hann neitar þessum ásökunum staðfastlega. Handtökuskipun Interpol hefur verið í gildi frá árinu 2010 en hefur nú verið dregin til baka. Í millitíðinni hefur Paul Watson siglt um öll heimsins höf og barist í þágu hvalaverndar. Á síðasta ári var hann handtekinn þegar hann fór í höfn í Nuuk á Grænlandi. Hann sat í fangelsi þar í fimm mánuði en var svo sleppt eftir að dönsk yfirvöld höfnuðu framsalsbeiðni Japana. „Þetta er lítill sigur réttlætisins fyrir mig, risa sigur réttlætisins fyrir hvala,“ segir Watson í yfirlýsingu en fréttaveitan AP greinir frá. Í yfirlýsingu sagði Interpol að ákvörðunin um að afturkalla handtökuskipunina fæli ekki í sér mat á efnislegum atriðum í Japan, en að tekið hefði verið tillit til þess að Danmörk neitaði að framselja hann. Enn er hann þó eftirlýstur í Japan og því ekki laus allra mála. Hvalir Dýr Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Paul Watson hefur reglulega ratað í íslenska fjölmiðla allt frá því að hann sökkti tveimur hvalveiðibátum úr flota Hvals hf. með því að skrúfa botnlokur þeirra lausar á níunda áratugnum. Watson er 74 gamall og hefur lengi beitt sér í þágu hvalaverndar, meðal annars sem formaður samtakanna Sea Shepherd Conservation Society sem tókst á við hvalveiðibáta víða um heim. Þetta hefur eins og gefur að skilja komið honum í kast við lögin um allan heim en Japanir hafa haft vel brýnt horn í síðu honum Interpol hafði áður gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum að ósk japanskra stjórnvalda vegna aðför hans að japönsku hvalrannsóknaskipi árið 2010. Hann er sakaður um að hafa hindrað áhöfn skipsins við störf sín með því að skipa skipstjóra síns eigin skips að kasta sprengjum á hvalskipið. Hann neitar þessum ásökunum staðfastlega. Handtökuskipun Interpol hefur verið í gildi frá árinu 2010 en hefur nú verið dregin til baka. Í millitíðinni hefur Paul Watson siglt um öll heimsins höf og barist í þágu hvalaverndar. Á síðasta ári var hann handtekinn þegar hann fór í höfn í Nuuk á Grænlandi. Hann sat í fangelsi þar í fimm mánuði en var svo sleppt eftir að dönsk yfirvöld höfnuðu framsalsbeiðni Japana. „Þetta er lítill sigur réttlætisins fyrir mig, risa sigur réttlætisins fyrir hvala,“ segir Watson í yfirlýsingu en fréttaveitan AP greinir frá. Í yfirlýsingu sagði Interpol að ákvörðunin um að afturkalla handtökuskipunina fæli ekki í sér mat á efnislegum atriðum í Japan, en að tekið hefði verið tillit til þess að Danmörk neitaði að framselja hann. Enn er hann þó eftirlýstur í Japan og því ekki laus allra mála.
Hvalir Dýr Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira