Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2025 15:51 Fjölmenn mótmæli hafa geisað um alla Úkraínu í dag og í gær eftir nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar. Getty Úkraínumenn hafa fylkt á götur út og efnt til fjölmennra mótmæla víða um landið vegna nýrrar löggjafar sem samþykkt var á úkraínska þinginu í gær. Mótmælendur segja Selenskí gefa spillingu lausan tauminn og grafa undan sjálfstæði ákæruvaldsins. Frumvarpið, sem Vólódímír Selenskí gerði formlega að lögum með undirskrift sinni í gær, kveður á um að tvær stofnanir sem rannsaka spillingu í úkraínskum stjórnmálum heyri undir embætti ríkissaksóknara. Stjórnarandstaðan segir löggjöfina gera það ómögulegt að rannsaka spillingu háttsettra embættismanna án leyfis Selenskís forseta. Mótmælendur í Kænugarði kröfðust þess að Selenskí forseti beitti neitunarvaldi sínu á löggjöfina.Getty Frumvarpinu hefur verið líkt við ákvörðun Viktors Janúkóvitsj um að stöðva aðildarferli Úkraínu að Evrópusambandinu sem varð til þess að honum var steypt af stóli í febrúar ársins 2014 eftir svokölluðu virðuleikabyltinguna í kjölfar Evrómajdanmótmælanna. Talað er um skref í átt að alræði og burt frá evrópskum bandamönnum á götum Kænugarðs, Lvív, Ódessu og öðrum evrópskum borgum. Sjálfstæði embættanna ítrekað ógnað Stofnanirnar tvær sem um ræðir eru spillingarrannsóknarstofnun Úkraínu, kölluð NABU í alþjóðlegum miðlum, og embætti sérstaks saksóknara í spillingarmálum. Bæði embætti voru stofnuð árið 2015 í kjölfar þess að Janúkóvitsj hrökklaðist frá völdum og Úkraína tók stefnu til vesturs og hóf að þétta bönd sín við Evrópu. Spilling æðstu embættismanna er á borði rannsóknarstofnunarinnar sem embætti sérstaka saksóknarans sér svo um að ákæra. Tilgangur innleiðingar stofnunarinnar var, samkvæmt umfjöllun Kyiv Independent, að skapa óháðar stofnanir til að taka á spillingu í landinu en hún hefur verið viðvarandi vandamál frá upplausn Sovétríkjanna. Frá stofnun þeirra hafa Petró Porosjenkó fyrrverandi forseti og Vólódímír Selenskí núverandi forseti gert ítrekaðar atlögur að sjálfstæði þeirra. Héðan í frá munu bæði embætti, spillingarrannsóknarstofnunin og sérstakur saksóknari í spillingarmálum, heyra undir ríkissaksóknara og þannig undir ríkissaksóknara. Í Úkraínu er embætti ríkissaksóknara skipað af forseta og staðfest af meirihluta á úkraínska þinginu. Þannig gerir frumvarpið ríkissaksóknara sem er pólitískt embætti kleift að hafa áhrif á spillingarmál, bæði á rannsóknarstigi og ákærustigi. Selenskí forseti og þingforseti hans hafa báðir neitað að tjá sig við úkraínska fjölmiðla. Stjórnarandstaðan hneyksluð Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Kyiv Independent gera einnig alvarlegar athugasemdir við umfjöllun þingsins um málið. Þeir segja málið hafa verið keyrt í gegnum þingumræðu á mettíma og jafnframt að þessu umdeilda ákvæði um sjálfstæði spillingarrannsókna hafi verið troðið inn í frumvarp sem hafði þegar verið samþykkt í fyrstu umræðu. Frumvarp sem hafði lítið með sjálfstæði saksóknaraembætta að gera. „Það sem gerðist í þingsal í dag var hneyksli. Frumvarpið var keyrt í gegn þrátt fyrir skýr brot á þingsköpum. Þingmenn Þjóns fólksins [flokkur Selenskí forseta] klöppuðu. Þetta var eins og nornasamkoma,“ hefur Kyiv Independent eftir Innu Sovsun, þingkonu Holos-flokksins. Stjórnarandstaðan segir þingsköp hafa verið virt að vettugi.Getty Frjór jarðvegur spillingar er ekki það eina sem vakir fyrir mótmælendum en þeir hafa jafnframt áhyggjur af því að löggjöfin komi til með að vera Þrándur í Götu úkraínskrar aðildar að evrópskum stofnunum á borð við Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Á meðal skilyrða sem Evrópusambandið setti Úkraínu fyrir aðild voru framfarir í spillingarmálum. Von der Leyen tortryggin Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Marta Kos stækkunarstjóri hafa viðrað áhyggjur sínar af löggjöfinni. Von der Leyen hefur beðið úkraínsk stjórnvöld um útskýringar og ræddi við Selenskí forseta símleiðis í gær. Marta Kos stækkunarstjóri Evrópusambandsins var afdráttarlaus í máli. „Við höfum miklar áhyggjur af samþykkt breytinga á hegningarlögum í Úkraínu. Þær hætta því að hæfni og völd stofnana sem stemma stigu við spillingu í Úkraínu veikist stórlega. Báðar stofnanirnar, spillingarrannsóknarstofnun Úkraínu og embætti sérstaks saksóknara í spillingarmálum, eru víða taldar hornsteinar réttarríkisins í Úkraínu. Þessar stofnanir eru lykilatriði í umbótastefnu Úkraínu og verða að starfa sjálfstætt til að berjast gegn spillingu og viðhalda trausti almennings,“ segir hún í yfirlýsingu. Samkvæmt umfjöllun Kyiv Independent er löggjöfin sögð viðbrögð við málaferlum háttsettra embættismanna í ríkisstjórn Vólódímírs Selenskís. Þá er embættistaka Donalds Trump Bandaríkjaforseta einnig sögð þáttur en ríkisstjórn hans hefur hætt fjárveitingum til bandaríska þróunaraðstoðarstofnunarinnar sem sá fyrrnefndum tveimur embættum fyrir ágætum hluta rekstrarfjár þess. Úkraínsk stjórnvöld hafi álitið þetta skýr skilaboð. Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58 Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21. júlí 2025 07:20 Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. 19. júlí 2025 20:38 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Frumvarpið, sem Vólódímír Selenskí gerði formlega að lögum með undirskrift sinni í gær, kveður á um að tvær stofnanir sem rannsaka spillingu í úkraínskum stjórnmálum heyri undir embætti ríkissaksóknara. Stjórnarandstaðan segir löggjöfina gera það ómögulegt að rannsaka spillingu háttsettra embættismanna án leyfis Selenskís forseta. Mótmælendur í Kænugarði kröfðust þess að Selenskí forseti beitti neitunarvaldi sínu á löggjöfina.Getty Frumvarpinu hefur verið líkt við ákvörðun Viktors Janúkóvitsj um að stöðva aðildarferli Úkraínu að Evrópusambandinu sem varð til þess að honum var steypt af stóli í febrúar ársins 2014 eftir svokölluðu virðuleikabyltinguna í kjölfar Evrómajdanmótmælanna. Talað er um skref í átt að alræði og burt frá evrópskum bandamönnum á götum Kænugarðs, Lvív, Ódessu og öðrum evrópskum borgum. Sjálfstæði embættanna ítrekað ógnað Stofnanirnar tvær sem um ræðir eru spillingarrannsóknarstofnun Úkraínu, kölluð NABU í alþjóðlegum miðlum, og embætti sérstaks saksóknara í spillingarmálum. Bæði embætti voru stofnuð árið 2015 í kjölfar þess að Janúkóvitsj hrökklaðist frá völdum og Úkraína tók stefnu til vesturs og hóf að þétta bönd sín við Evrópu. Spilling æðstu embættismanna er á borði rannsóknarstofnunarinnar sem embætti sérstaka saksóknarans sér svo um að ákæra. Tilgangur innleiðingar stofnunarinnar var, samkvæmt umfjöllun Kyiv Independent, að skapa óháðar stofnanir til að taka á spillingu í landinu en hún hefur verið viðvarandi vandamál frá upplausn Sovétríkjanna. Frá stofnun þeirra hafa Petró Porosjenkó fyrrverandi forseti og Vólódímír Selenskí núverandi forseti gert ítrekaðar atlögur að sjálfstæði þeirra. Héðan í frá munu bæði embætti, spillingarrannsóknarstofnunin og sérstakur saksóknari í spillingarmálum, heyra undir ríkissaksóknara og þannig undir ríkissaksóknara. Í Úkraínu er embætti ríkissaksóknara skipað af forseta og staðfest af meirihluta á úkraínska þinginu. Þannig gerir frumvarpið ríkissaksóknara sem er pólitískt embætti kleift að hafa áhrif á spillingarmál, bæði á rannsóknarstigi og ákærustigi. Selenskí forseti og þingforseti hans hafa báðir neitað að tjá sig við úkraínska fjölmiðla. Stjórnarandstaðan hneyksluð Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Kyiv Independent gera einnig alvarlegar athugasemdir við umfjöllun þingsins um málið. Þeir segja málið hafa verið keyrt í gegnum þingumræðu á mettíma og jafnframt að þessu umdeilda ákvæði um sjálfstæði spillingarrannsókna hafi verið troðið inn í frumvarp sem hafði þegar verið samþykkt í fyrstu umræðu. Frumvarp sem hafði lítið með sjálfstæði saksóknaraembætta að gera. „Það sem gerðist í þingsal í dag var hneyksli. Frumvarpið var keyrt í gegn þrátt fyrir skýr brot á þingsköpum. Þingmenn Þjóns fólksins [flokkur Selenskí forseta] klöppuðu. Þetta var eins og nornasamkoma,“ hefur Kyiv Independent eftir Innu Sovsun, þingkonu Holos-flokksins. Stjórnarandstaðan segir þingsköp hafa verið virt að vettugi.Getty Frjór jarðvegur spillingar er ekki það eina sem vakir fyrir mótmælendum en þeir hafa jafnframt áhyggjur af því að löggjöfin komi til með að vera Þrándur í Götu úkraínskrar aðildar að evrópskum stofnunum á borð við Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Á meðal skilyrða sem Evrópusambandið setti Úkraínu fyrir aðild voru framfarir í spillingarmálum. Von der Leyen tortryggin Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Marta Kos stækkunarstjóri hafa viðrað áhyggjur sínar af löggjöfinni. Von der Leyen hefur beðið úkraínsk stjórnvöld um útskýringar og ræddi við Selenskí forseta símleiðis í gær. Marta Kos stækkunarstjóri Evrópusambandsins var afdráttarlaus í máli. „Við höfum miklar áhyggjur af samþykkt breytinga á hegningarlögum í Úkraínu. Þær hætta því að hæfni og völd stofnana sem stemma stigu við spillingu í Úkraínu veikist stórlega. Báðar stofnanirnar, spillingarrannsóknarstofnun Úkraínu og embætti sérstaks saksóknara í spillingarmálum, eru víða taldar hornsteinar réttarríkisins í Úkraínu. Þessar stofnanir eru lykilatriði í umbótastefnu Úkraínu og verða að starfa sjálfstætt til að berjast gegn spillingu og viðhalda trausti almennings,“ segir hún í yfirlýsingu. Samkvæmt umfjöllun Kyiv Independent er löggjöfin sögð viðbrögð við málaferlum háttsettra embættismanna í ríkisstjórn Vólódímírs Selenskís. Þá er embættistaka Donalds Trump Bandaríkjaforseta einnig sögð þáttur en ríkisstjórn hans hefur hætt fjárveitingum til bandaríska þróunaraðstoðarstofnunarinnar sem sá fyrrnefndum tveimur embættum fyrir ágætum hluta rekstrarfjár þess. Úkraínsk stjórnvöld hafi álitið þetta skýr skilaboð.
Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58 Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21. júlí 2025 07:20 Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. 19. júlí 2025 20:38 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58
Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21. júlí 2025 07:20
Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. 19. júlí 2025 20:38