Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar 23. júlí 2025 14:30 Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) var snemma á árinu upplýst um fyrirhugaðar framkvæmdir og uppsetningu á skólaþorpi við Laugardalsvöll. Samkvæmt upplýsingum á skólaþorpið að samanstanda af 16 stökum stofum með tengigöngum og stærð hverrar stofu um 80 fermetrar. Þar að auki eigi að koma fyrir stórri byggingu sem er um það bil 900 fermetrar. Í kringum og milli þessara bygginga mun svo vera komið fyrir aðgangsleiðum og útiaðstöðu fyrir skólaúrræði. KSÍ gerði skriflegar athugasemdir við þessar tillögur borgarinnar með bréfi dagsettu 27. febrúar, tillögur sem þrengja verulega að Laugardalsvelli og starfsemi KSÍ, og gerði aftur skriflegar athugasemdir með bréfi dagsettu 24. júní. Þessum athugasemdum hefur verið fylgt eftir með frekari bréfaskriftum og fundum með fulltrúum borgarinnar. Samskipti hafa þó að miklu leyti farið í gegnum verktaka sem starfar á svæðinu og hefur hafið framkvæmdir þrátt fyrir að ekki sé búið að skipuleggja svæðið. Í bréfi KSÍ dagsettu 27. febrúar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við samráðsskort Reykjavíkurborgar við KSÍ í undirbúningi verkefnisins, enda ljóst af hálfu KSÍ að fyrirhuguð framkvæmd myndi hafa mikil og neikvæð áhrif á aðgengis- og öryggismál á Laugardalsvelli. Athugasemdir KSÍ snúa m.a. að þeirri fyrirætlan borgaryfirvalda að loka annarri akstursleiðinni að bílastæðum Laugardalsvallar og vera þannig eingöngu með eina leið opna (innakstur/útakstur). Það er óásættanlegt og óskiljanlegt að borgaryfirvöld líti svo á að ein leið dugi fyrir akandi vallargesti og aðra sem sækja þjónustu á svæðið við Laugardalsvöll, svo ekki sé minnst á að þarna væri um einungis eina leið fyrir viðbragðsaðila til að komast til og frá leikvanginum ef slys verða eða ef hættuástand skapast. Í greiningu sem KSÍ fékk verkfræðistofu til að vinna kemur m.a. fram að "Tvennar tengingar frá bílastæðum yfir á Reykjaveg eru ófrávíkjanlegur öryggisþáttur vegna notkunar Laugardalsvallar fyrir fjölmenna viðburði og augljós hagur fyrir alla starfsemi á svæðinu”. Í bréfi dagsettu 24. júní er fyrri athugasemdum fylgt eftir og aftur gerir KSÍ verulegar athugasemdir við tildrög verkefnisins og skort á samráði Reykjavíkurborgar við undirbúning þess. Vakin er athygli á því að nýlega hefur verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnvalda að ráðast í veigamikla uppbyggingu innviða í þágu íþróttahreyfingarinnar sem fela m.a. í sér byggingu nýrrar þjóðarhallar og þjóðarleikvangs á skilgreindu íþróttasvæði í Laugardal. KSÍ telur það skjóta skökku við að skömmu síðar standi til að breyta aðalskipulagi á þann hátt að skilgreint „íþróttasvæði“ verði minnkað sem nemur um 1 hektara lands. Einnig kemur fram að upprunalegt deiliskipulag svæðisins gerði ráð fyrir mögulegri uppbyggingu tímabundins leikskólaúrræðis á umræddu svæði, en nú er stefnt að breytingu á aðalskipulagi samhliða deiliskipulagsbreytingu, sem gefur til kynna að verið sé að skipuleggja umrætt svæði til framtíðar, þó fram komi í gögnum borgarinnar að um tímabundna framkvæmd sé að ræða - til allt að 15 ára (!). KSÍ er vel meðvitað um og hefur fullan skilning á þeim vanda sem stendur Reykjavík fyrir höndum í skólamálum. KSÍ hefur í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum við það að leysa ýmis konar vanda í þessum efnum – m.a. tekið til sín heilu árgangana í aðstöðu KSÍ. Kennsla hefur farið fram í húsnæði KSÍ allt frá árinu 2019 vegna vandamála í Fossvogsskóla, Laugarnesskóla og einnig vegna eldhræringa í Grindavík. Í tilefni uppbyggingar sem er fyrirhuguð á þjóðarleikvanginum Laugardalsvelli hefur KSÍ bent á að það væri hægt að haga uppbyggingu Laugardalsvallar með þeim hætti að mannvirkið nýtist undir kennslu og aðra starfsemi skóla í hverfinu á meðan framkvæmdir fara fram á skólahúsnæðum. Tillögur KSÍ hafa ekki hlotið hljómgrunn til þessa en sambandið telur að sátt myndi ríkja um slíka uppbyggingu, enda kæmi hún til með að nýtast til framtíðar og fela í sér minna rask á núverandi skipulagi svæðisins og nærumhverfi. KSÍ lýsir yfir vonbrigðum og áhyggjum yfir vinnubrögðum Reykjavíkurborgar til þessa við vinnslu málsins. Líkt og að framan greinir virðist umsagnar- og hagaðilum ekki hafa verið tilkynnt með nægjanlegum hætti um tillögur að breyttri landnotkun á sínum tíma og þurfti KSÍ að hafa frumkvæði að því að spyrja spurninga þegar vinnuvélar mættu í Laugardalinn og hófu framkvæmdir skömmu fyrir landsleik kvennalandsliðsins gegn Frakklandi sem fór fram 3. júní sl. Enn hafa ekki fengist skýr svör við því á hvaða grundvelli framkvæmdir eru hafnar en til þessa hefur verið vísað til þess að núgildandi deiliskipulag veiti heimild fyrir þeirri vinnu sem er hafin. Þessar skýringar telur KSÍ verulega vafasamar, enda er ljóst að ekki er lengur stefnt að því að byggja leikskólaúrræði á svæðinu líkt og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Þá er ótækt að engin svör fáist frá byggingar- og skipulagsfulltrúa um leyfi fyrir framkvæmdum eða stöðu mála. Hagaðilar verða að geta átt samskipti við þau embætti innan Reykjavíkurborgar sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdum og sjá til þess að farið sé að lögum og reglum við skipulag og byggingu mannvirkja. Höfundur er formaður KSÍ og skrifar fyrir hönd stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Reykjavík Skipulag Skóla- og menntamál Laugardalsvöllur Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) var snemma á árinu upplýst um fyrirhugaðar framkvæmdir og uppsetningu á skólaþorpi við Laugardalsvöll. Samkvæmt upplýsingum á skólaþorpið að samanstanda af 16 stökum stofum með tengigöngum og stærð hverrar stofu um 80 fermetrar. Þar að auki eigi að koma fyrir stórri byggingu sem er um það bil 900 fermetrar. Í kringum og milli þessara bygginga mun svo vera komið fyrir aðgangsleiðum og útiaðstöðu fyrir skólaúrræði. KSÍ gerði skriflegar athugasemdir við þessar tillögur borgarinnar með bréfi dagsettu 27. febrúar, tillögur sem þrengja verulega að Laugardalsvelli og starfsemi KSÍ, og gerði aftur skriflegar athugasemdir með bréfi dagsettu 24. júní. Þessum athugasemdum hefur verið fylgt eftir með frekari bréfaskriftum og fundum með fulltrúum borgarinnar. Samskipti hafa þó að miklu leyti farið í gegnum verktaka sem starfar á svæðinu og hefur hafið framkvæmdir þrátt fyrir að ekki sé búið að skipuleggja svæðið. Í bréfi KSÍ dagsettu 27. febrúar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við samráðsskort Reykjavíkurborgar við KSÍ í undirbúningi verkefnisins, enda ljóst af hálfu KSÍ að fyrirhuguð framkvæmd myndi hafa mikil og neikvæð áhrif á aðgengis- og öryggismál á Laugardalsvelli. Athugasemdir KSÍ snúa m.a. að þeirri fyrirætlan borgaryfirvalda að loka annarri akstursleiðinni að bílastæðum Laugardalsvallar og vera þannig eingöngu með eina leið opna (innakstur/útakstur). Það er óásættanlegt og óskiljanlegt að borgaryfirvöld líti svo á að ein leið dugi fyrir akandi vallargesti og aðra sem sækja þjónustu á svæðið við Laugardalsvöll, svo ekki sé minnst á að þarna væri um einungis eina leið fyrir viðbragðsaðila til að komast til og frá leikvanginum ef slys verða eða ef hættuástand skapast. Í greiningu sem KSÍ fékk verkfræðistofu til að vinna kemur m.a. fram að "Tvennar tengingar frá bílastæðum yfir á Reykjaveg eru ófrávíkjanlegur öryggisþáttur vegna notkunar Laugardalsvallar fyrir fjölmenna viðburði og augljós hagur fyrir alla starfsemi á svæðinu”. Í bréfi dagsettu 24. júní er fyrri athugasemdum fylgt eftir og aftur gerir KSÍ verulegar athugasemdir við tildrög verkefnisins og skort á samráði Reykjavíkurborgar við undirbúning þess. Vakin er athygli á því að nýlega hefur verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnvalda að ráðast í veigamikla uppbyggingu innviða í þágu íþróttahreyfingarinnar sem fela m.a. í sér byggingu nýrrar þjóðarhallar og þjóðarleikvangs á skilgreindu íþróttasvæði í Laugardal. KSÍ telur það skjóta skökku við að skömmu síðar standi til að breyta aðalskipulagi á þann hátt að skilgreint „íþróttasvæði“ verði minnkað sem nemur um 1 hektara lands. Einnig kemur fram að upprunalegt deiliskipulag svæðisins gerði ráð fyrir mögulegri uppbyggingu tímabundins leikskólaúrræðis á umræddu svæði, en nú er stefnt að breytingu á aðalskipulagi samhliða deiliskipulagsbreytingu, sem gefur til kynna að verið sé að skipuleggja umrætt svæði til framtíðar, þó fram komi í gögnum borgarinnar að um tímabundna framkvæmd sé að ræða - til allt að 15 ára (!). KSÍ er vel meðvitað um og hefur fullan skilning á þeim vanda sem stendur Reykjavík fyrir höndum í skólamálum. KSÍ hefur í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum við það að leysa ýmis konar vanda í þessum efnum – m.a. tekið til sín heilu árgangana í aðstöðu KSÍ. Kennsla hefur farið fram í húsnæði KSÍ allt frá árinu 2019 vegna vandamála í Fossvogsskóla, Laugarnesskóla og einnig vegna eldhræringa í Grindavík. Í tilefni uppbyggingar sem er fyrirhuguð á þjóðarleikvanginum Laugardalsvelli hefur KSÍ bent á að það væri hægt að haga uppbyggingu Laugardalsvallar með þeim hætti að mannvirkið nýtist undir kennslu og aðra starfsemi skóla í hverfinu á meðan framkvæmdir fara fram á skólahúsnæðum. Tillögur KSÍ hafa ekki hlotið hljómgrunn til þessa en sambandið telur að sátt myndi ríkja um slíka uppbyggingu, enda kæmi hún til með að nýtast til framtíðar og fela í sér minna rask á núverandi skipulagi svæðisins og nærumhverfi. KSÍ lýsir yfir vonbrigðum og áhyggjum yfir vinnubrögðum Reykjavíkurborgar til þessa við vinnslu málsins. Líkt og að framan greinir virðist umsagnar- og hagaðilum ekki hafa verið tilkynnt með nægjanlegum hætti um tillögur að breyttri landnotkun á sínum tíma og þurfti KSÍ að hafa frumkvæði að því að spyrja spurninga þegar vinnuvélar mættu í Laugardalinn og hófu framkvæmdir skömmu fyrir landsleik kvennalandsliðsins gegn Frakklandi sem fór fram 3. júní sl. Enn hafa ekki fengist skýr svör við því á hvaða grundvelli framkvæmdir eru hafnar en til þessa hefur verið vísað til þess að núgildandi deiliskipulag veiti heimild fyrir þeirri vinnu sem er hafin. Þessar skýringar telur KSÍ verulega vafasamar, enda er ljóst að ekki er lengur stefnt að því að byggja leikskólaúrræði á svæðinu líkt og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Þá er ótækt að engin svör fáist frá byggingar- og skipulagsfulltrúa um leyfi fyrir framkvæmdum eða stöðu mála. Hagaðilar verða að geta átt samskipti við þau embætti innan Reykjavíkurborgar sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdum og sjá til þess að farið sé að lögum og reglum við skipulag og byggingu mannvirkja. Höfundur er formaður KSÍ og skrifar fyrir hönd stjórnar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun