Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2025 12:15 Almenn andstaða virðist vera meðal þjóðarinnar við sjókvíaeldi. Vísir/Vilhelm Mikill meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er mótfallinn sjókvíaeldi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Um 64 landsmanna eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldinu. Könnunin var gerð af Gallup dagana 3. til 17. júlí og svöruðu 936 en könnunin var framkvæmd fyrir Íslenska náttúruverndarsjóðinn. 13,5 prósent svarenda sögðust vera jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum og um 22 prósent ekki hafa skoðun á málinu. 64,1 prósent svarenda sögðust neikvæð gangvart sjókvíaeldi. „Það er ánægjulegt að sjá hversu fast mótaðar skoðanir þjóðin hefur myndað sér á sjókvíaeldi í opnum netapokum. Þjóðin áttar sig mjög vel á því hversu skaðleg starfsemi þetta er fyrir lífríkið, umhverfið og eldisdýrin sjálf. Það er mjög ánægjulegt. Við erum komin miklu lengra Íslendingar almennt en aðrar þjóðir í vitundarvakningu um hversu skaðlegur þessi iðnaður er,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Kjósendur Norðausturkjördæmis neikvæðastir Lítill munur er á afstöðu fólks eftir kyni, menntunarstigi og aldri - þó fólk yfir sjötugu sé jákvæðast gagnvart eldinu. Nokkurn mun má greina milli kjósenda ákveðinna kjördæma. Jákvæðastir eru kjósendur Norðvesturkjördæmis, en þar er sjókvíaeldi stundað á nokkrum stöðum, sér í lagi á Vestfjörðum. Í kjördæminu segjast 33 prósent jákvæð en 49 prósent eru neikvæð. Tíu prósent kjósenda Norðausturkjördæmis líta jákvæðum augum á sjókvíaeldi en 67 prósent eru mótfallin því. „Það er ákaflega afgerandi þar og væntanlega vegna hugmynda sem hafa verið kynntar í vor um að koma sjókvíaeldi niður í Eyjafjörð, sem fólk er mjög ósammála.“ Breiður stuðningur við að koma skikk á iðnaðinn Þá eru kjósendur ríkisstjórnarflokkanna mjög mótfallnir eldinu, andstaðan mælsti milli 70 og 80 prósenta. Jákvæðastir eru kjósendur Sjálfstæðisflokks, en 35 prósent eru jákvæðir gagnvart eldinu, kjósendur Miðflokks, þar sem 29 prósent eru jákvæð, og kjósendur Framsóknarflokks, þar sem 28 prósent styðja eldið. Sextíu prósent svarenda segjast vilja banna laxeldi í opnum sjókvíum en 20,7 prósent vilja leyfa eldið. „Þetta er mjög sterkt ákall frá kjósendum allra flokka myndi ég segja því það er meira en sextíu prósent andstaða í öllum flokkum nema í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Samt eru fleiri neikvæðir í Framsóknarflokknum en jákvæðir gagnvart þessum iðnaði,“ segir Jón. „Ríkisstjórnin hefur greinilega mjög breiðan og djúpan stuðning við það að koma skikki á þennan iðnað.“ Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Skoðanakannanir Fiskeldi Tengdar fréttir Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdum laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. 7. júlí 2025 11:32 Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi segir að ákveðið hafi verið að hægja á áformum um sjókvíaeldi í Eyjafirði á meðan beðið er eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Atvinnuvegaráðherra hafi gefið jákvæð fyrirheit um að burðarþolsmat fari fram á svæðinu en íbúar lýsa áhyggjum vegna lífríkisins. 24. júní 2025 12:10 Stöðvum áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði! Það eru blikur á lofti. Í farvatninu eru áform Kleifa ehf. á Ólafsfirði um stórfellt laxeldi í Eyjafirði og á Tröllaskaga. Á ráðstefnu Hringborðs hafs og eldis og Arion banka í byrjun júní á þessu ári lét atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, í veðri vaka að Hafrannsóknarstofnun skyldi hefja vinnu við burðarþolsmat fyrir fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. 24. júní 2025 09:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Könnunin var gerð af Gallup dagana 3. til 17. júlí og svöruðu 936 en könnunin var framkvæmd fyrir Íslenska náttúruverndarsjóðinn. 13,5 prósent svarenda sögðust vera jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum og um 22 prósent ekki hafa skoðun á málinu. 64,1 prósent svarenda sögðust neikvæð gangvart sjókvíaeldi. „Það er ánægjulegt að sjá hversu fast mótaðar skoðanir þjóðin hefur myndað sér á sjókvíaeldi í opnum netapokum. Þjóðin áttar sig mjög vel á því hversu skaðleg starfsemi þetta er fyrir lífríkið, umhverfið og eldisdýrin sjálf. Það er mjög ánægjulegt. Við erum komin miklu lengra Íslendingar almennt en aðrar þjóðir í vitundarvakningu um hversu skaðlegur þessi iðnaður er,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Kjósendur Norðausturkjördæmis neikvæðastir Lítill munur er á afstöðu fólks eftir kyni, menntunarstigi og aldri - þó fólk yfir sjötugu sé jákvæðast gagnvart eldinu. Nokkurn mun má greina milli kjósenda ákveðinna kjördæma. Jákvæðastir eru kjósendur Norðvesturkjördæmis, en þar er sjókvíaeldi stundað á nokkrum stöðum, sér í lagi á Vestfjörðum. Í kjördæminu segjast 33 prósent jákvæð en 49 prósent eru neikvæð. Tíu prósent kjósenda Norðausturkjördæmis líta jákvæðum augum á sjókvíaeldi en 67 prósent eru mótfallin því. „Það er ákaflega afgerandi þar og væntanlega vegna hugmynda sem hafa verið kynntar í vor um að koma sjókvíaeldi niður í Eyjafjörð, sem fólk er mjög ósammála.“ Breiður stuðningur við að koma skikk á iðnaðinn Þá eru kjósendur ríkisstjórnarflokkanna mjög mótfallnir eldinu, andstaðan mælsti milli 70 og 80 prósenta. Jákvæðastir eru kjósendur Sjálfstæðisflokks, en 35 prósent eru jákvæðir gagnvart eldinu, kjósendur Miðflokks, þar sem 29 prósent eru jákvæð, og kjósendur Framsóknarflokks, þar sem 28 prósent styðja eldið. Sextíu prósent svarenda segjast vilja banna laxeldi í opnum sjókvíum en 20,7 prósent vilja leyfa eldið. „Þetta er mjög sterkt ákall frá kjósendum allra flokka myndi ég segja því það er meira en sextíu prósent andstaða í öllum flokkum nema í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Samt eru fleiri neikvæðir í Framsóknarflokknum en jákvæðir gagnvart þessum iðnaði,“ segir Jón. „Ríkisstjórnin hefur greinilega mjög breiðan og djúpan stuðning við það að koma skikki á þennan iðnað.“
Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Skoðanakannanir Fiskeldi Tengdar fréttir Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdum laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. 7. júlí 2025 11:32 Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi segir að ákveðið hafi verið að hægja á áformum um sjókvíaeldi í Eyjafirði á meðan beðið er eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Atvinnuvegaráðherra hafi gefið jákvæð fyrirheit um að burðarþolsmat fari fram á svæðinu en íbúar lýsa áhyggjum vegna lífríkisins. 24. júní 2025 12:10 Stöðvum áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði! Það eru blikur á lofti. Í farvatninu eru áform Kleifa ehf. á Ólafsfirði um stórfellt laxeldi í Eyjafirði og á Tröllaskaga. Á ráðstefnu Hringborðs hafs og eldis og Arion banka í byrjun júní á þessu ári lét atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, í veðri vaka að Hafrannsóknarstofnun skyldi hefja vinnu við burðarþolsmat fyrir fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. 24. júní 2025 09:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdum laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. 7. júlí 2025 11:32
Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi segir að ákveðið hafi verið að hægja á áformum um sjókvíaeldi í Eyjafirði á meðan beðið er eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Atvinnuvegaráðherra hafi gefið jákvæð fyrirheit um að burðarþolsmat fari fram á svæðinu en íbúar lýsa áhyggjum vegna lífríkisins. 24. júní 2025 12:10
Stöðvum áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði! Það eru blikur á lofti. Í farvatninu eru áform Kleifa ehf. á Ólafsfirði um stórfellt laxeldi í Eyjafirði og á Tröllaskaga. Á ráðstefnu Hringborðs hafs og eldis og Arion banka í byrjun júní á þessu ári lét atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, í veðri vaka að Hafrannsóknarstofnun skyldi hefja vinnu við burðarþolsmat fyrir fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. 24. júní 2025 09:30