Tekjur jukust um helming milli ára Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2025 11:41 Sveinn Friðrik Sveinsson er rekstrarstjóri Arctic Trucks International. Aðsend Tekjur Arctic Truck International námu 1,47 milljarði króna árið 2024 og jukust um 46 prósent frá fyrra ári. Hagnaður ársins nam 105,7 milljónum króna, samanborið við 82,9 milljónir árið áður. Eigið fé samstæðunnar í árslok var 444,6 milljónir króna, þar af 89,3 milljónir í hlutafé. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að ársreikningur samstæðunnar hafi verið samþykktur á aðalfundi í júní. Undanfarin tvö ár hafi rekstur Arctic Trucks International tekið jákvæðum breytingum eftir að áherslur móðurfélagsins og dótturfélaga þess voru skerptar. Tekjustoðum hafi meðal annars verið fjölgað með nýjum vörum og fjölgun sérleyfishafa. „Síðasta ár gekk afar vel hjá Arctic Trucks International. Þá bar hæst þróun á Toyota Landcruiser 250 AT37 (Arctic Trucks 37“) og að Arctic Trucks hófu framleiðslu í Svíþjóð. Okkar sýn er alltaf sú sama, að þróa breytingalausnir fyrir jeppa sem gera torsótt og afskekkt svæði heimsins aðgengilegri fyrir fólk og það er búið að vera frábært að sjá hvað við getum gert það á fjölbreyttan hátt um allan heim,“ er haft eftir Sveini Friðriki Sveinssyni, rekstrarstjóra Arctic Trucks International. Hér má sjá nýjan Landcruiser breyttan að hætti Arctic Trucks.Arctic Trucks International Þá segir að starfsemi félagsins byggi á þremur megineiningum: Sérhæfðar breytingar á jeppum, sem séu seldar í gegnum alþjóðlegt sérleyfiskerfi í löndum á borð við Noreg, Ísland, Bretland, Norður-Ameríku, Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, Suður-Afríku og nýverið Svíþjóð. Arctic Trucks UK, sem reki sjálfstæða starfsemi í Bretlandi á sviði bílabreytinga sem sérleyfishafi. Arctic Trucks Polar, sem sérhæfi sig í leiðöngrum á Suðurskautinu. Þar reki fyrirtækið eigin bílaflota og annist ferðir fyrir vísindastofnanir auk einkaleiðangra, meðal annars fyrir bílaframleiðendur. Stærsti eigandi félagsins er sjóðurinn Frumtak 2 slhf., sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða, með 44 prósenta hlut. Emil Grímsson, stofnandi félagsins og stjórnarformaður, á 31 prósenta hlut og Birkir Kristinsson á 12 prósenta hlut. Bílar Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að ársreikningur samstæðunnar hafi verið samþykktur á aðalfundi í júní. Undanfarin tvö ár hafi rekstur Arctic Trucks International tekið jákvæðum breytingum eftir að áherslur móðurfélagsins og dótturfélaga þess voru skerptar. Tekjustoðum hafi meðal annars verið fjölgað með nýjum vörum og fjölgun sérleyfishafa. „Síðasta ár gekk afar vel hjá Arctic Trucks International. Þá bar hæst þróun á Toyota Landcruiser 250 AT37 (Arctic Trucks 37“) og að Arctic Trucks hófu framleiðslu í Svíþjóð. Okkar sýn er alltaf sú sama, að þróa breytingalausnir fyrir jeppa sem gera torsótt og afskekkt svæði heimsins aðgengilegri fyrir fólk og það er búið að vera frábært að sjá hvað við getum gert það á fjölbreyttan hátt um allan heim,“ er haft eftir Sveini Friðriki Sveinssyni, rekstrarstjóra Arctic Trucks International. Hér má sjá nýjan Landcruiser breyttan að hætti Arctic Trucks.Arctic Trucks International Þá segir að starfsemi félagsins byggi á þremur megineiningum: Sérhæfðar breytingar á jeppum, sem séu seldar í gegnum alþjóðlegt sérleyfiskerfi í löndum á borð við Noreg, Ísland, Bretland, Norður-Ameríku, Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, Suður-Afríku og nýverið Svíþjóð. Arctic Trucks UK, sem reki sjálfstæða starfsemi í Bretlandi á sviði bílabreytinga sem sérleyfishafi. Arctic Trucks Polar, sem sérhæfi sig í leiðöngrum á Suðurskautinu. Þar reki fyrirtækið eigin bílaflota og annist ferðir fyrir vísindastofnanir auk einkaleiðangra, meðal annars fyrir bílaframleiðendur. Stærsti eigandi félagsins er sjóðurinn Frumtak 2 slhf., sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða, með 44 prósenta hlut. Emil Grímsson, stofnandi félagsins og stjórnarformaður, á 31 prósenta hlut og Birkir Kristinsson á 12 prósenta hlut.
Bílar Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira