„Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2025 19:01 Unnar segir lögreglu fylgjast vel með leigubílamarkaðnum. Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Greint var frá því í gær að hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafi tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda vegna hælisleitendamála og leigubílamarkaðarins og héldu þeir einkennisklæddir í eftirlitsgöngu um miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld. Samnefndur Facebook hópur telur um 1200 meðlimi og er einn stjórnenda hópsins Sveinn Hjörtur Guðfinnsson fyrrum kosningastjóri Lýðræðisflokksins. Meðlimir hópsins hafa hafnað því að veita fréttastofu viðtöl þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lögregla sagði í dag í svörum til fréttastofu að um varhugaverða þróun væri að ræða. s Fylgjast vel með stöðunni Unnar Már Ástþórsson varðstjóri segir lögreglu fylgjast vel með stöðunni á leigubílamarkaðnum. „Og við hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því. Það getur vel verið að fólk finnist það að við þurfum að gera eitthvað betur og þá bara tökum við það til okkar og reynum að gera betur.“ Lögregla geri auk þess ýmislegt sem ekki sé mikið í opinberri umfjöllun. „Í fyrra gerðum við tvær eftirlitsferðir á þessum hópi sem kom alveg í ljós að hlutirnir voru kannski ekki alveg eins og við vildum hafa þá og leigubílstjórar brugðust við því, flestir og lagfærðu sína hluti.“ Þá fullyrti hópurinn að meðlimir hans hefðu heyrt ótal sögur um brot leigubílstjóra sem aldrei hefðu ratað til lögreglu. Unnar hvetur fólk til að leita ávallt til lögreglu. „Af því við þurfum þá að vinna með það með öðrum stofnunum og útgefenda leyfis sem er þá Samgöngustofa.“ Þá lýstu þeir því að þeir hefðu tekið eftir manni með langt sverð á Ingólfstorgi og sögðu þeir lögreglu ekkert hafa aðhafst vegna mannsins, sem er af erlendu bergi brotinn. Unnar segir lögreglu hafa fylgst vel með manninum. „Hann var ekki með sverð, við getum staðfest það. Hann var hinsvegar með áhald sem hann var að leika listir sínar með, sem hann notaði ekki gegn neinum, áreitti ekki neinn og hafði ekki samskipti við neinn á meðan við vorum þarna og höfðum eftirlit með svæðinu sem hann var á.“ Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00 Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafa tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda þegar komi að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Þeir viti vel af fortíð sinni en vilji standa vaktina í að gæta að framtíð Íslands. 21. júlí 2025 15:24 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Greint var frá því í gær að hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafi tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda vegna hælisleitendamála og leigubílamarkaðarins og héldu þeir einkennisklæddir í eftirlitsgöngu um miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld. Samnefndur Facebook hópur telur um 1200 meðlimi og er einn stjórnenda hópsins Sveinn Hjörtur Guðfinnsson fyrrum kosningastjóri Lýðræðisflokksins. Meðlimir hópsins hafa hafnað því að veita fréttastofu viðtöl þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lögregla sagði í dag í svörum til fréttastofu að um varhugaverða þróun væri að ræða. s Fylgjast vel með stöðunni Unnar Már Ástþórsson varðstjóri segir lögreglu fylgjast vel með stöðunni á leigubílamarkaðnum. „Og við hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því. Það getur vel verið að fólk finnist það að við þurfum að gera eitthvað betur og þá bara tökum við það til okkar og reynum að gera betur.“ Lögregla geri auk þess ýmislegt sem ekki sé mikið í opinberri umfjöllun. „Í fyrra gerðum við tvær eftirlitsferðir á þessum hópi sem kom alveg í ljós að hlutirnir voru kannski ekki alveg eins og við vildum hafa þá og leigubílstjórar brugðust við því, flestir og lagfærðu sína hluti.“ Þá fullyrti hópurinn að meðlimir hans hefðu heyrt ótal sögur um brot leigubílstjóra sem aldrei hefðu ratað til lögreglu. Unnar hvetur fólk til að leita ávallt til lögreglu. „Af því við þurfum þá að vinna með það með öðrum stofnunum og útgefenda leyfis sem er þá Samgöngustofa.“ Þá lýstu þeir því að þeir hefðu tekið eftir manni með langt sverð á Ingólfstorgi og sögðu þeir lögreglu ekkert hafa aðhafst vegna mannsins, sem er af erlendu bergi brotinn. Unnar segir lögreglu hafa fylgst vel með manninum. „Hann var ekki með sverð, við getum staðfest það. Hann var hinsvegar með áhald sem hann var að leika listir sínar með, sem hann notaði ekki gegn neinum, áreitti ekki neinn og hafði ekki samskipti við neinn á meðan við vorum þarna og höfðum eftirlit með svæðinu sem hann var á.“
Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00 Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafa tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda þegar komi að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Þeir viti vel af fortíð sinni en vilji standa vaktina í að gæta að framtíð Íslands. 21. júlí 2025 15:24 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56
Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00
Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafa tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda þegar komi að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Þeir viti vel af fortíð sinni en vilji standa vaktina í að gæta að framtíð Íslands. 21. júlí 2025 15:24