Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2025 12:00 Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. Greint var frá því í gær að hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafi tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda vegna hælisleitendamála og leigubílamarkaðarins og hefur mynd af mönnunum í miðbæ Reykjavíkur merktum Skildi Íslands og járnkrossi vakið athygli á samfélagsmiðlum. Lögregla segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að um varhugaverða þróun sé að ræða. Það geti endað með ósköpum þegar hópar gangi í störf lögreglu, eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru lögbroti. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir stofnun hópsins sýna að útlendingaandúð hafi aukist. „Og þetta er eitthvað sem við hefðum búist við að myndi gerast. Af því að hér hefur orðið mjög hraður vöxtur innflytjenda á síðustu árum og hraður vöxtur hælisleitenda, þannig íslenskt samfélag hefur breyst mikið á stuttum tíma og þetta er mynstur sem við þekkjum frá öðrum löndum.“ Margrét Valdimarsdóttir er sammála áliti lögreglunnar um að athæfi Skjaldar Íslands geti endað með ósköpum.Vísir Hún segist ekki eiga von á því að hópurinn muni veita mörgum öryggistilfinningu í miðbæ Reykjavíkur. Á sama tíma séu áhyggjur af auknu ofbeldi hér á landi skiljanlegar. „En þá er samt mikilvægt að átta sig á því að í raun og veru er besta leiðin til að draga úr ofbeldi í íslensku samfélagi að til dæmis bara auka fjármagn í menntakerfið, geðheilbrigðismál, í löggæslu. Af því að kynferðisbrot eða annað ofbeldi hafa verið hluti af okkar samfélagi alltaf og löngu áður en hælisleitendum eða múslímum fór að fjölga hér.“ Fólki sé frjálst að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum eða löggæslumálum en athæfi Skjaldar sé ekki til þess fallið að auka öryggi fólks. „En ég held að þetta sé eitthvað dæmi sem sé ekki að fara að enda vel.“ Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Greint var frá því í gær að hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafi tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda vegna hælisleitendamála og leigubílamarkaðarins og hefur mynd af mönnunum í miðbæ Reykjavíkur merktum Skildi Íslands og járnkrossi vakið athygli á samfélagsmiðlum. Lögregla segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að um varhugaverða þróun sé að ræða. Það geti endað með ósköpum þegar hópar gangi í störf lögreglu, eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru lögbroti. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir stofnun hópsins sýna að útlendingaandúð hafi aukist. „Og þetta er eitthvað sem við hefðum búist við að myndi gerast. Af því að hér hefur orðið mjög hraður vöxtur innflytjenda á síðustu árum og hraður vöxtur hælisleitenda, þannig íslenskt samfélag hefur breyst mikið á stuttum tíma og þetta er mynstur sem við þekkjum frá öðrum löndum.“ Margrét Valdimarsdóttir er sammála áliti lögreglunnar um að athæfi Skjaldar Íslands geti endað með ósköpum.Vísir Hún segist ekki eiga von á því að hópurinn muni veita mörgum öryggistilfinningu í miðbæ Reykjavíkur. Á sama tíma séu áhyggjur af auknu ofbeldi hér á landi skiljanlegar. „En þá er samt mikilvægt að átta sig á því að í raun og veru er besta leiðin til að draga úr ofbeldi í íslensku samfélagi að til dæmis bara auka fjármagn í menntakerfið, geðheilbrigðismál, í löggæslu. Af því að kynferðisbrot eða annað ofbeldi hafa verið hluti af okkar samfélagi alltaf og löngu áður en hælisleitendum eða múslímum fór að fjölga hér.“ Fólki sé frjálst að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum eða löggæslumálum en athæfi Skjaldar sé ekki til þess fallið að auka öryggi fólks. „En ég held að þetta sé eitthvað dæmi sem sé ekki að fara að enda vel.“
Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56