Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2025 12:00 Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. Greint var frá því í gær að hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafi tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda vegna hælisleitendamála og leigubílamarkaðarins og hefur mynd af mönnunum í miðbæ Reykjavíkur merktum Skildi Íslands og járnkrossi vakið athygli á samfélagsmiðlum. Lögregla segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að um varhugaverða þróun sé að ræða. Það geti endað með ósköpum þegar hópar gangi í störf lögreglu, eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru lögbroti. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir stofnun hópsins sýna að útlendingaandúð hafi aukist. „Og þetta er eitthvað sem við hefðum búist við að myndi gerast. Af því að hér hefur orðið mjög hraður vöxtur innflytjenda á síðustu árum og hraður vöxtur hælisleitenda, þannig íslenskt samfélag hefur breyst mikið á stuttum tíma og þetta er mynstur sem við þekkjum frá öðrum löndum.“ Margrét Valdimarsdóttir er sammála áliti lögreglunnar um að athæfi Skjaldar Íslands geti endað með ósköpum.Vísir Hún segist ekki eiga von á því að hópurinn muni veita mörgum öryggistilfinningu í miðbæ Reykjavíkur. Á sama tíma séu áhyggjur af auknu ofbeldi hér á landi skiljanlegar. „En þá er samt mikilvægt að átta sig á því að í raun og veru er besta leiðin til að draga úr ofbeldi í íslensku samfélagi að til dæmis bara auka fjármagn í menntakerfið, geðheilbrigðismál, í löggæslu. Af því að kynferðisbrot eða annað ofbeldi hafa verið hluti af okkar samfélagi alltaf og löngu áður en hælisleitendum eða múslímum fór að fjölga hér.“ Fólki sé frjálst að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum eða löggæslumálum en athæfi Skjaldar sé ekki til þess fallið að auka öryggi fólks. „En ég held að þetta sé eitthvað dæmi sem sé ekki að fara að enda vel.“ Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Það sé beinlýnis villandi að benda á olíufélögin Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Greint var frá því í gær að hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafi tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda vegna hælisleitendamála og leigubílamarkaðarins og hefur mynd af mönnunum í miðbæ Reykjavíkur merktum Skildi Íslands og járnkrossi vakið athygli á samfélagsmiðlum. Lögregla segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að um varhugaverða þróun sé að ræða. Það geti endað með ósköpum þegar hópar gangi í störf lögreglu, eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru lögbroti. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir stofnun hópsins sýna að útlendingaandúð hafi aukist. „Og þetta er eitthvað sem við hefðum búist við að myndi gerast. Af því að hér hefur orðið mjög hraður vöxtur innflytjenda á síðustu árum og hraður vöxtur hælisleitenda, þannig íslenskt samfélag hefur breyst mikið á stuttum tíma og þetta er mynstur sem við þekkjum frá öðrum löndum.“ Margrét Valdimarsdóttir er sammála áliti lögreglunnar um að athæfi Skjaldar Íslands geti endað með ósköpum.Vísir Hún segist ekki eiga von á því að hópurinn muni veita mörgum öryggistilfinningu í miðbæ Reykjavíkur. Á sama tíma séu áhyggjur af auknu ofbeldi hér á landi skiljanlegar. „En þá er samt mikilvægt að átta sig á því að í raun og veru er besta leiðin til að draga úr ofbeldi í íslensku samfélagi að til dæmis bara auka fjármagn í menntakerfið, geðheilbrigðismál, í löggæslu. Af því að kynferðisbrot eða annað ofbeldi hafa verið hluti af okkar samfélagi alltaf og löngu áður en hælisleitendum eða múslímum fór að fjölga hér.“ Fólki sé frjálst að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum eða löggæslumálum en athæfi Skjaldar sé ekki til þess fallið að auka öryggi fólks. „En ég held að þetta sé eitthvað dæmi sem sé ekki að fara að enda vel.“
Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Það sé beinlýnis villandi að benda á olíufélögin Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56