Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2025 12:00 Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. Greint var frá því í gær að hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafi tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda vegna hælisleitendamála og leigubílamarkaðarins og hefur mynd af mönnunum í miðbæ Reykjavíkur merktum Skildi Íslands og járnkrossi vakið athygli á samfélagsmiðlum. Lögregla segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að um varhugaverða þróun sé að ræða. Það geti endað með ósköpum þegar hópar gangi í störf lögreglu, eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru lögbroti. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir stofnun hópsins sýna að útlendingaandúð hafi aukist. „Og þetta er eitthvað sem við hefðum búist við að myndi gerast. Af því að hér hefur orðið mjög hraður vöxtur innflytjenda á síðustu árum og hraður vöxtur hælisleitenda, þannig íslenskt samfélag hefur breyst mikið á stuttum tíma og þetta er mynstur sem við þekkjum frá öðrum löndum.“ Margrét Valdimarsdóttir er sammála áliti lögreglunnar um að athæfi Skjaldar Íslands geti endað með ósköpum.Vísir Hún segist ekki eiga von á því að hópurinn muni veita mörgum öryggistilfinningu í miðbæ Reykjavíkur. Á sama tíma séu áhyggjur af auknu ofbeldi hér á landi skiljanlegar. „En þá er samt mikilvægt að átta sig á því að í raun og veru er besta leiðin til að draga úr ofbeldi í íslensku samfélagi að til dæmis bara auka fjármagn í menntakerfið, geðheilbrigðismál, í löggæslu. Af því að kynferðisbrot eða annað ofbeldi hafa verið hluti af okkar samfélagi alltaf og löngu áður en hælisleitendum eða múslímum fór að fjölga hér.“ Fólki sé frjálst að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum eða löggæslumálum en athæfi Skjaldar sé ekki til þess fallið að auka öryggi fólks. „En ég held að þetta sé eitthvað dæmi sem sé ekki að fara að enda vel.“ Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Greint var frá því í gær að hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafi tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda vegna hælisleitendamála og leigubílamarkaðarins og hefur mynd af mönnunum í miðbæ Reykjavíkur merktum Skildi Íslands og járnkrossi vakið athygli á samfélagsmiðlum. Lögregla segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að um varhugaverða þróun sé að ræða. Það geti endað með ósköpum þegar hópar gangi í störf lögreglu, eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru lögbroti. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir stofnun hópsins sýna að útlendingaandúð hafi aukist. „Og þetta er eitthvað sem við hefðum búist við að myndi gerast. Af því að hér hefur orðið mjög hraður vöxtur innflytjenda á síðustu árum og hraður vöxtur hælisleitenda, þannig íslenskt samfélag hefur breyst mikið á stuttum tíma og þetta er mynstur sem við þekkjum frá öðrum löndum.“ Margrét Valdimarsdóttir er sammála áliti lögreglunnar um að athæfi Skjaldar Íslands geti endað með ósköpum.Vísir Hún segist ekki eiga von á því að hópurinn muni veita mörgum öryggistilfinningu í miðbæ Reykjavíkur. Á sama tíma séu áhyggjur af auknu ofbeldi hér á landi skiljanlegar. „En þá er samt mikilvægt að átta sig á því að í raun og veru er besta leiðin til að draga úr ofbeldi í íslensku samfélagi að til dæmis bara auka fjármagn í menntakerfið, geðheilbrigðismál, í löggæslu. Af því að kynferðisbrot eða annað ofbeldi hafa verið hluti af okkar samfélagi alltaf og löngu áður en hælisleitendum eða múslímum fór að fjölga hér.“ Fólki sé frjálst að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum eða löggæslumálum en athæfi Skjaldar sé ekki til þess fallið að auka öryggi fólks. „En ég held að þetta sé eitthvað dæmi sem sé ekki að fara að enda vel.“
Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56