Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. júlí 2025 07:01 Formaður Strandveiðifélags Íslands, Kjartan Páll Sveinsson, sagði í grein á Vísi í gær að eina sök ríkisstjórnarflokkanna á því að ekki tókst að afgreiða frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um 48 daga strandveiðar fyrir þinglok hefði verið klaufaskapur og reynsluleysi sem þó væri engin dauðasynd eins og hann orðaði það. Hins vegar kaus hann að saka stjórnarandstöðuna um einbeittan brotavilja og svik í þeim efnum. Hvernig hægt er að saka stjórnarandstöðuna um svik vegna stjórnarfrumvarps sem snerist um það að efna kosningaloforð eins af stjórnarflokkunum er auðvitað illskiljanlegt svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Vitanlega er það ekki á ábyrgð annarra en þeirra sem standa að frumvarpinu að koma því í gegn, stjórnarmeirihlutans. Þessum sem að sögn formannsins eru aðeins sekir um klaufaskap og reynsluleysi. Hins vegar var augljóslega alls engin áherzla á það af hálfu þeirra. Frumvarpið var fyrir það fyrsta ekki lagt fram af Hönnu Katrínu fyrr en 28. maí, tæpum mánuði eftir að strandveiðitímabilið hófst, tveimur mánuðum eftir að skilafrestur þingmála rann út, tæpum fjórum mánuðum eftir að þing kom saman og tveimur vikum fyrir áætluð þinglok. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu 3. júní og lauk henni strax daginn eftir. Önnur umræða um málið fór hins vegar ekki fram fyrr en 4. júlí, rúmum mánuði síðar. Klaufaskapur og reynsluleysi? Málið hafði einungis verið rætt í um fimm klukkustundir á einum þingfundi í annarri umræðu þegar það var tekið af dagskrá af stjórnarmeirihlutanum eftir að Hanna Katrín hafði sakað stjórnarandstöðuflokkana um málþóf sem þeir gerðu athugsemd við undir liðnum fundarstjórn forseta. Eftir það fór málið ekki aftur á dagskrá en vert er að árétta að stjórnarmeirihlutinn hefur dagskrárvaldið og ræður hvaða mál eru tekin til umræðu og hvenær. Ekki stjórnarandstaðan. Deginum ljósara er þannig að frumvarpið var í engum forgangi hjá stjórnarmeirihlutanum. Það verður ekki skrifað á klaufaskap og reynsluleysi. Það er ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar að málið hafi sáralítið verið rætt í þinginu. Hún fer enda ekki með dagskrárvaldið. Það er heldur ekki stjórnarandstöðunnar að uppfylla kosningaloforð stjórnarflokkanna og ansi vel í lagt að saka hana um að svíkja loforð sem hún aldrei gaf. Á því ber stjórnarmeirihlutinn auðvitað einn ábyrgð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Strandveiðar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Formaður Strandveiðifélags Íslands, Kjartan Páll Sveinsson, sagði í grein á Vísi í gær að eina sök ríkisstjórnarflokkanna á því að ekki tókst að afgreiða frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um 48 daga strandveiðar fyrir þinglok hefði verið klaufaskapur og reynsluleysi sem þó væri engin dauðasynd eins og hann orðaði það. Hins vegar kaus hann að saka stjórnarandstöðuna um einbeittan brotavilja og svik í þeim efnum. Hvernig hægt er að saka stjórnarandstöðuna um svik vegna stjórnarfrumvarps sem snerist um það að efna kosningaloforð eins af stjórnarflokkunum er auðvitað illskiljanlegt svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Vitanlega er það ekki á ábyrgð annarra en þeirra sem standa að frumvarpinu að koma því í gegn, stjórnarmeirihlutans. Þessum sem að sögn formannsins eru aðeins sekir um klaufaskap og reynsluleysi. Hins vegar var augljóslega alls engin áherzla á það af hálfu þeirra. Frumvarpið var fyrir það fyrsta ekki lagt fram af Hönnu Katrínu fyrr en 28. maí, tæpum mánuði eftir að strandveiðitímabilið hófst, tveimur mánuðum eftir að skilafrestur þingmála rann út, tæpum fjórum mánuðum eftir að þing kom saman og tveimur vikum fyrir áætluð þinglok. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu 3. júní og lauk henni strax daginn eftir. Önnur umræða um málið fór hins vegar ekki fram fyrr en 4. júlí, rúmum mánuði síðar. Klaufaskapur og reynsluleysi? Málið hafði einungis verið rætt í um fimm klukkustundir á einum þingfundi í annarri umræðu þegar það var tekið af dagskrá af stjórnarmeirihlutanum eftir að Hanna Katrín hafði sakað stjórnarandstöðuflokkana um málþóf sem þeir gerðu athugsemd við undir liðnum fundarstjórn forseta. Eftir það fór málið ekki aftur á dagskrá en vert er að árétta að stjórnarmeirihlutinn hefur dagskrárvaldið og ræður hvaða mál eru tekin til umræðu og hvenær. Ekki stjórnarandstaðan. Deginum ljósara er þannig að frumvarpið var í engum forgangi hjá stjórnarmeirihlutanum. Það verður ekki skrifað á klaufaskap og reynsluleysi. Það er ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar að málið hafi sáralítið verið rætt í þinginu. Hún fer enda ekki með dagskrárvaldið. Það er heldur ekki stjórnarandstöðunnar að uppfylla kosningaloforð stjórnarflokkanna og ansi vel í lagt að saka hana um að svíkja loforð sem hún aldrei gaf. Á því ber stjórnarmeirihlutinn auðvitað einn ábyrgð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun