Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júlí 2025 22:31 Elvar Freyr Andrason, tíu ára, og Rejhana Bajramoska, átta ára. vísir/bjarni Tilraunaverkefni hjá ÍR býður börnum með skerta hreyfigetu upp á tækifæri til að prófa ýmsa leiki sem þau hafa kannski aldrei tekið þátt í. Verkefnastjóri segir of fá úrræði fyrir börn með hreyfihömlun á sumrin sem sitji of oft á hakanum á meðan önnur börn sækja námskeiði. Um er að ræða leikjanámskeið í samstarfi við Allir með þar sem börn fá afnot af sérstökum hjólastólum fyrir íþróttaiðkun. Er boðið upp á ýmislegt sem börnin hafa mögulega aldrei fengið tækifæri til að prófa áður og fundið íþrótt sem þau hafa gaman af. Eftir mikla hvatningu frá börnunum lét fréttamaður undan og skarst í leikinn við kátínu þeirra. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar börnin tóku hann í gegn í skotbolta. Hvert barn fundið eitthvað við sitt hæfi Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, verkefnastjóri á bak við námskeiðið, segir brýnt að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari úrræði fyrir börn með skerta hreyfigetu og bendir á að íþróttaiðkun meðal þeirra sé aðeins fjögur prósent. „Kemur í ljós að það er bara mjög takmarkað úrval ef þú ert með takmarkaða hreyfigetu. Af lausnum fyrir sumarið. Sem er bara stór vani í okkar íslenska samfélagi að öll börn eru á endalausum námskeiðum fyrir sumarið. Það er bara hvert einasta barn sem hefur verið á námskeiðinu sem hefur fundið einhverja nýja grein sem þau hafa smellpassað í. Við hjá ÍR erum svolítið að hvetja önnur íþróttafélög til að stíga inn í þetta með okkur. Það eru margar greinar sem koma til greina.“ Jóhanna Dýrun Jónsdóttir, verkefnastjóri og varaborgarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/bjarni Hún segir félagslega hlutan einnig skipta sköpum. „Þess vegna er svo mikilvægt að koma með þetta inn í íþróttafélögin svo þau geti líka eins og vinir sínir tilheyrt félagi hverfisins. Já, ég er líka ÍR-ingur.“ Skemmta sér konunglega og eignast nýja vini Elvar Freyr Andrason, tíu ára, er meðal þeirra sem sóttu námskeiðið en hann segist hafa skemmt sér konunglega og eignast nýja vini. Hvað eruð þið búin að gera? „Við erum búin að fara í hjólastólarugbí, hjólastólakörfubolta, badminton og borðtennis og eitthvað. Fullt af einhverju. Ef þið eruð með krakka sem eru með eitthvað í fótunum eða eitthvað. Komið þá bara og prófið.“ Elvar Freyr Andrason, tíu ára.vísir/bjarni Hin átta ára Rejhana Bajramoska tekur undir orð Elvars. Ertu búin að prófa eitthvað í fyrsta skipti hérna á námskeiðinu? „Já bara mjög mikið.“ Hvað var í uppáhaldi? „Ég held að það væri rugbí sko. Er gaman að klessa á aðra? „Já!“ Rejhana Bajramoska, átta ára.vísir/bjarni Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna ÍR Reykjavík Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Um er að ræða leikjanámskeið í samstarfi við Allir með þar sem börn fá afnot af sérstökum hjólastólum fyrir íþróttaiðkun. Er boðið upp á ýmislegt sem börnin hafa mögulega aldrei fengið tækifæri til að prófa áður og fundið íþrótt sem þau hafa gaman af. Eftir mikla hvatningu frá börnunum lét fréttamaður undan og skarst í leikinn við kátínu þeirra. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar börnin tóku hann í gegn í skotbolta. Hvert barn fundið eitthvað við sitt hæfi Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, verkefnastjóri á bak við námskeiðið, segir brýnt að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari úrræði fyrir börn með skerta hreyfigetu og bendir á að íþróttaiðkun meðal þeirra sé aðeins fjögur prósent. „Kemur í ljós að það er bara mjög takmarkað úrval ef þú ert með takmarkaða hreyfigetu. Af lausnum fyrir sumarið. Sem er bara stór vani í okkar íslenska samfélagi að öll börn eru á endalausum námskeiðum fyrir sumarið. Það er bara hvert einasta barn sem hefur verið á námskeiðinu sem hefur fundið einhverja nýja grein sem þau hafa smellpassað í. Við hjá ÍR erum svolítið að hvetja önnur íþróttafélög til að stíga inn í þetta með okkur. Það eru margar greinar sem koma til greina.“ Jóhanna Dýrun Jónsdóttir, verkefnastjóri og varaborgarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/bjarni Hún segir félagslega hlutan einnig skipta sköpum. „Þess vegna er svo mikilvægt að koma með þetta inn í íþróttafélögin svo þau geti líka eins og vinir sínir tilheyrt félagi hverfisins. Já, ég er líka ÍR-ingur.“ Skemmta sér konunglega og eignast nýja vini Elvar Freyr Andrason, tíu ára, er meðal þeirra sem sóttu námskeiðið en hann segist hafa skemmt sér konunglega og eignast nýja vini. Hvað eruð þið búin að gera? „Við erum búin að fara í hjólastólarugbí, hjólastólakörfubolta, badminton og borðtennis og eitthvað. Fullt af einhverju. Ef þið eruð með krakka sem eru með eitthvað í fótunum eða eitthvað. Komið þá bara og prófið.“ Elvar Freyr Andrason, tíu ára.vísir/bjarni Hin átta ára Rejhana Bajramoska tekur undir orð Elvars. Ertu búin að prófa eitthvað í fyrsta skipti hérna á námskeiðinu? „Já bara mjög mikið.“ Hvað var í uppáhaldi? „Ég held að það væri rugbí sko. Er gaman að klessa á aðra? „Já!“ Rejhana Bajramoska, átta ára.vísir/bjarni
Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna ÍR Reykjavík Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent