Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. júlí 2025 07:44 Færsla strandveiða frá atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson til innviðaráðuneytis Eyjólfs Ármannssonar getur ekki talizt annað en vantraustyfirlýsing Flokks fólksins á Viðreisn og atvinnuvegaráðherra flokksins. Hanna Katrín hefur viljað meina í fjölmiðlum að um eðlilega tilfærslu sé að ræða sem alltaf hafi staðið til en vitanlega vaknar þá spurningin hvers vegna það var ekki gert í tíma áður en núverandi strandveiðitímabil hófst? Sú spurning svarar sér sjálf. Veruleikinn er sá að ríkisstjórnin með Hönnu Katrínu í broddi fylkingar lagði enga áherzlu á frumvarp hennar um 48 daga strandveiðar. Frumvarpið kom ekki fram fyrr en 28. maí og var síðan látið mæta algerum afgangi af stjórnarflokkunum á Alþingi í sumar. Var þannig sáralítið rætt eins og sést á vef þingsins. Stjórnarflokkarnir höfðu dagskrárvaldið eins og oft hefur verið bent á og hefðu fyrir vikið getað forgangsraðað málinu en kusu hins vegar að gera það ekki. Tilkynningin um að strandveiðar yrðu fluttar til innviðaráðuneytisins kom á sama tíma og Hanna Katrín greindi frá því að hún hefði ekki fundið leið til þess að tryggja strandveiðisjómönnum auknar aflaheimildir í kjölfar þess að frumvarp hennar dagaði uppi enda ekki fyrir hendi. Það er auðvitað engin tilviljun. Bæri Flokkur fólksins traust til ráðherrans og Viðreisnar í þessum efnum hefði engin þörf verið á því að krefjast þess að hún færi ekki lengur með málaflokkinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Færsla strandveiða frá atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson til innviðaráðuneytis Eyjólfs Ármannssonar getur ekki talizt annað en vantraustyfirlýsing Flokks fólksins á Viðreisn og atvinnuvegaráðherra flokksins. Hanna Katrín hefur viljað meina í fjölmiðlum að um eðlilega tilfærslu sé að ræða sem alltaf hafi staðið til en vitanlega vaknar þá spurningin hvers vegna það var ekki gert í tíma áður en núverandi strandveiðitímabil hófst? Sú spurning svarar sér sjálf. Veruleikinn er sá að ríkisstjórnin með Hönnu Katrínu í broddi fylkingar lagði enga áherzlu á frumvarp hennar um 48 daga strandveiðar. Frumvarpið kom ekki fram fyrr en 28. maí og var síðan látið mæta algerum afgangi af stjórnarflokkunum á Alþingi í sumar. Var þannig sáralítið rætt eins og sést á vef þingsins. Stjórnarflokkarnir höfðu dagskrárvaldið eins og oft hefur verið bent á og hefðu fyrir vikið getað forgangsraðað málinu en kusu hins vegar að gera það ekki. Tilkynningin um að strandveiðar yrðu fluttar til innviðaráðuneytisins kom á sama tíma og Hanna Katrín greindi frá því að hún hefði ekki fundið leið til þess að tryggja strandveiðisjómönnum auknar aflaheimildir í kjölfar þess að frumvarp hennar dagaði uppi enda ekki fyrir hendi. Það er auðvitað engin tilviljun. Bæri Flokkur fólksins traust til ráðherrans og Viðreisnar í þessum efnum hefði engin þörf verið á því að krefjast þess að hún færi ekki lengur með málaflokkinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun