Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. júlí 2025 07:44 Færsla strandveiða frá atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson til innviðaráðuneytis Eyjólfs Ármannssonar getur ekki talizt annað en vantraustyfirlýsing Flokks fólksins á Viðreisn og atvinnuvegaráðherra flokksins. Hanna Katrín hefur viljað meina í fjölmiðlum að um eðlilega tilfærslu sé að ræða sem alltaf hafi staðið til en vitanlega vaknar þá spurningin hvers vegna það var ekki gert í tíma áður en núverandi strandveiðitímabil hófst? Sú spurning svarar sér sjálf. Veruleikinn er sá að ríkisstjórnin með Hönnu Katrínu í broddi fylkingar lagði enga áherzlu á frumvarp hennar um 48 daga strandveiðar. Frumvarpið kom ekki fram fyrr en 28. maí og var síðan látið mæta algerum afgangi af stjórnarflokkunum á Alþingi í sumar. Var þannig sáralítið rætt eins og sést á vef þingsins. Stjórnarflokkarnir höfðu dagskrárvaldið eins og oft hefur verið bent á og hefðu fyrir vikið getað forgangsraðað málinu en kusu hins vegar að gera það ekki. Tilkynningin um að strandveiðar yrðu fluttar til innviðaráðuneytisins kom á sama tíma og Hanna Katrín greindi frá því að hún hefði ekki fundið leið til þess að tryggja strandveiðisjómönnum auknar aflaheimildir í kjölfar þess að frumvarp hennar dagaði uppi enda ekki fyrir hendi. Það er auðvitað engin tilviljun. Bæri Flokkur fólksins traust til ráðherrans og Viðreisnar í þessum efnum hefði engin þörf verið á því að krefjast þess að hún færi ekki lengur með málaflokkinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Færsla strandveiða frá atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson til innviðaráðuneytis Eyjólfs Ármannssonar getur ekki talizt annað en vantraustyfirlýsing Flokks fólksins á Viðreisn og atvinnuvegaráðherra flokksins. Hanna Katrín hefur viljað meina í fjölmiðlum að um eðlilega tilfærslu sé að ræða sem alltaf hafi staðið til en vitanlega vaknar þá spurningin hvers vegna það var ekki gert í tíma áður en núverandi strandveiðitímabil hófst? Sú spurning svarar sér sjálf. Veruleikinn er sá að ríkisstjórnin með Hönnu Katrínu í broddi fylkingar lagði enga áherzlu á frumvarp hennar um 48 daga strandveiðar. Frumvarpið kom ekki fram fyrr en 28. maí og var síðan látið mæta algerum afgangi af stjórnarflokkunum á Alþingi í sumar. Var þannig sáralítið rætt eins og sést á vef þingsins. Stjórnarflokkarnir höfðu dagskrárvaldið eins og oft hefur verið bent á og hefðu fyrir vikið getað forgangsraðað málinu en kusu hins vegar að gera það ekki. Tilkynningin um að strandveiðar yrðu fluttar til innviðaráðuneytisins kom á sama tíma og Hanna Katrín greindi frá því að hún hefði ekki fundið leið til þess að tryggja strandveiðisjómönnum auknar aflaheimildir í kjölfar þess að frumvarp hennar dagaði uppi enda ekki fyrir hendi. Það er auðvitað engin tilviljun. Bæri Flokkur fólksins traust til ráðherrans og Viðreisnar í þessum efnum hefði engin þörf verið á því að krefjast þess að hún færi ekki lengur með málaflokkinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar