Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar 16. júlí 2025 08:32 Stríðsglæpir, landrán og þjóðarmorð Ísraels skipa landinu á bekk með verstu níðingum samtímans í samfélagi þjóðanna. Stríðsglæpir eru framdir fyrir opnum tjöldum. Hermönnum Ísraelshers, IDF, er fyrirskipað að drepa óbreytta borgara sem koma á hjálparstöðvar til að leita sér matar eða lyfja. Læknar og bráðaliðar eru myrtir með köldu blóði. Yfir tvær milljónir íbúa Gaza eru sveltir, og þeir hraktir eins og dýr til slátrunar undir sprengjuregni og skothríð. Sjúkrahús, skólar, bókasöfn, háskólar, vatnsveitur, orkuver – engu er eirt, allt er sprengt í tætlur. Um 20 þúsund börn hafa verið myrt af Ísraelsher á Gaza, og tugir þúsunda eru særð og örkumla til líkama og sálar. Sprengjumagnið sem ausið hefur verið yfir Gaza samsvarar eyðileggingarkrafti þriggja Hiróshima sprengja. Gaza er í rúst, verr farið en Dresden eftir verstu sprengiárásir Seinni Heimsstyrjaldarinnar. Þúsundir Palestínumanna eru fangelsaðir án dóms og laga – þar á meðal hundruðir barna og unglinga – og sæta þar margvíslegu ofbeldi og pyntingum. Nú fyrirhuga stjórnvöld í Ísrael að safna íbúum Gaza í fangabúðir þar sem svelta á íbúana til að fallast á að flýja til nágrannalandanna. Samtímis er hert á aðgerðum á herteknu svæðunum, þorp og ólífulundir Palestínumanna eru brennd og þeir myrtir – allt í nafni þess að skapa aukið lífsrými fyrir „landnema“ gyðinga. Ísrael fetar hér í fótspor nasistanna: þeir frömdu þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir í nafni „lebensraum“ – til að skapa meira rými fyrir hinn aríska kynstofn. Lokalausn nasistanna voru útrýmingarbúðir. Lokalausn síonistanna er að drepa og hrekja Palestínumenn á brott. Það er sorglegra en tárum taki að yfirgnæfandi meirihluti íbúa Ísraels styður þessa villimennsku stjórnar Netanyahus. Stríðsglæpir Ísraels hafa verið fordæmdir af jafnt Sameinuðu Þjóðunum sem alþjóðlegum mannúðarsamtökum eins og Rauða Krossinum, Amnesty International og Lækna án landamæra. Til hvers að eiga í stjórnmálasambandi við ríki eins og Ísrael, sem hundsar alla gangrýni og lætur samþykktir Sameinuðu Þjóðanna sem vind um eyru þjóta? Til hvers að eiga samtal við ofbeldisseggi sem kæra sig kollótta um mannréttindi, mannúð og mannvirðingu, og gera allt sem þeir geta til að brjóta niður alþjóðalög og alþjóðastofnanir? Við getum ekki fallist á að það sé allt í lagi að hrekja Palestínumenn af landi sínu, fangelsa, pynta og myrða. Við höfum ekkert að gera með að eiga í stjórnmálasambandi við ríki sem stundar þessa villimennsku, og við eigum að taka afgerandi afstöðu gegn þessu ofbeldisríki. Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael! Stöðva öll viðskipti við landið, jafnt efnahagsleg sem menningarleg og vísindaleg. Ísland ætti skipa sér í hóp þjóða eins og Suður Afríku, Brasilíu, Spánar og Írlands sem krefjast þess að Ísrael verði látið svara til saka fyrir glæpi sína! Höfundur er prófessor á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Stríðsglæpir, landrán og þjóðarmorð Ísraels skipa landinu á bekk með verstu níðingum samtímans í samfélagi þjóðanna. Stríðsglæpir eru framdir fyrir opnum tjöldum. Hermönnum Ísraelshers, IDF, er fyrirskipað að drepa óbreytta borgara sem koma á hjálparstöðvar til að leita sér matar eða lyfja. Læknar og bráðaliðar eru myrtir með köldu blóði. Yfir tvær milljónir íbúa Gaza eru sveltir, og þeir hraktir eins og dýr til slátrunar undir sprengjuregni og skothríð. Sjúkrahús, skólar, bókasöfn, háskólar, vatnsveitur, orkuver – engu er eirt, allt er sprengt í tætlur. Um 20 þúsund börn hafa verið myrt af Ísraelsher á Gaza, og tugir þúsunda eru særð og örkumla til líkama og sálar. Sprengjumagnið sem ausið hefur verið yfir Gaza samsvarar eyðileggingarkrafti þriggja Hiróshima sprengja. Gaza er í rúst, verr farið en Dresden eftir verstu sprengiárásir Seinni Heimsstyrjaldarinnar. Þúsundir Palestínumanna eru fangelsaðir án dóms og laga – þar á meðal hundruðir barna og unglinga – og sæta þar margvíslegu ofbeldi og pyntingum. Nú fyrirhuga stjórnvöld í Ísrael að safna íbúum Gaza í fangabúðir þar sem svelta á íbúana til að fallast á að flýja til nágrannalandanna. Samtímis er hert á aðgerðum á herteknu svæðunum, þorp og ólífulundir Palestínumanna eru brennd og þeir myrtir – allt í nafni þess að skapa aukið lífsrými fyrir „landnema“ gyðinga. Ísrael fetar hér í fótspor nasistanna: þeir frömdu þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir í nafni „lebensraum“ – til að skapa meira rými fyrir hinn aríska kynstofn. Lokalausn nasistanna voru útrýmingarbúðir. Lokalausn síonistanna er að drepa og hrekja Palestínumenn á brott. Það er sorglegra en tárum taki að yfirgnæfandi meirihluti íbúa Ísraels styður þessa villimennsku stjórnar Netanyahus. Stríðsglæpir Ísraels hafa verið fordæmdir af jafnt Sameinuðu Þjóðunum sem alþjóðlegum mannúðarsamtökum eins og Rauða Krossinum, Amnesty International og Lækna án landamæra. Til hvers að eiga í stjórnmálasambandi við ríki eins og Ísrael, sem hundsar alla gangrýni og lætur samþykktir Sameinuðu Þjóðanna sem vind um eyru þjóta? Til hvers að eiga samtal við ofbeldisseggi sem kæra sig kollótta um mannréttindi, mannúð og mannvirðingu, og gera allt sem þeir geta til að brjóta niður alþjóðalög og alþjóðastofnanir? Við getum ekki fallist á að það sé allt í lagi að hrekja Palestínumenn af landi sínu, fangelsa, pynta og myrða. Við höfum ekkert að gera með að eiga í stjórnmálasambandi við ríki sem stundar þessa villimennsku, og við eigum að taka afgerandi afstöðu gegn þessu ofbeldisríki. Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael! Stöðva öll viðskipti við landið, jafnt efnahagsleg sem menningarleg og vísindaleg. Ísland ætti skipa sér í hóp þjóða eins og Suður Afríku, Brasilíu, Spánar og Írlands sem krefjast þess að Ísrael verði látið svara til saka fyrir glæpi sína! Höfundur er prófessor á eftirlaunum.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun