Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar 9. júlí 2025 13:31 Félag atvinnurekenda hefur skrifað Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir því að vegabætur á Þrengsla- og Þorlákshafnarvegi verði settar á samgönguáætlun. Tvö skipafélög, sem veita gömlu risunum Eimskipi og Samskipum samkeppni, reka nú áætlunarsiglingar til og frá Þorlákshöfn. Við bendum ráðherranum á að betri vegur til Þorlákshafnar væri mikilvæg samkeppnisaðgerð í framhaldi af tilmælum Samkeppniseftirlitsins til innviðaráðuneytisins og fleiri aðila um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningum. Engin viðbrögð við áliti Samkeppniseftirlitsins tæpum tveimur árum síðar Samkeppniseftirlitið birti álit sitt um samkeppni í flutningum í september 2023, í framhaldi af ákvörðun sinni vegna samkeppnisbrota Eimskips og Samskipa. Þar var tilmælum m.a. beint til innviðaráðherra um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningaþjónustu. Í erindi FA er kallað eftir svörum innviðaráðuneytisins við spurningum FA, sem settar voru fram í erindi haustið 2023, um það hvernig ráðuneytið hygðist bregðast við tilmælum samkeppnisyfirvalda. Þeim spurningum hefur enn ekki verið svarað, tæpum tveimur árum síðar. Í byrjun apríl 2024 kom fram í svari frá ráðuneytinu að lagt væri upp með að „klára greiningu og stefnumótun vegna málsins fljótlega.“ Síðan hefur ekki heyrzt bofs. Samkeppnin kemur frá Þorlákshöfn Íslenzk fyrirtæki, þar á meðal félagsmenn í FA, bíða því enn eftir að stjórnvöld móti sér einhverja stefnu í málinu. Í FA er fjöldi inn- og útflutningsfyrirtækja, sem árum saman hafa kvartað undan ónógri samkeppni í flutningaþjónustu, hárri verðlagningu stóru skipafélaganna tveggja og ógegnsæjum gjaldskrám. Það er mikið hagsmunamál félagsmanna FA að það takist að efla samkeppni í skipaflutningum til frambúðar og ekki síður hagsmunir neytenda, enda vegur flutningskostnaður þungt í vöruverði á Íslandi. FA vekur athygli ráðherra á þeirri stöðu, sem nú er uppi í skipaflutningum, þar sem tveir helztu keppinautar stóru skipafélaganna hafa komið sér upp starfsstöðvum í Þorlákshöfn. Smyril Line Cargo hefur starfað þar um nokkurt árabil og heldur uppi áætlunarsiglingum milli Þorlákshafnar og Þórshafnar, Hirtshals og Rotterdam. Torcargo hefur nýhafið áætlunarsiglingar milli Rotterdam og Þorlákshafnar. Margir kostir eru við staðsetninguna í Þorlákshöfn, m.a. að siglingaleiðin er styttri og sótsporið minna. Hins vegar þurfa skipafélögin, sem þar starfa, að flytja vörur um lengri veg á landi til stærsta markaðarins á höfuðborgarsvæðinu en stóru skipafélögin, sem hafa aðstöðu í Sundahöfn. Það skiptir því máli í samkeppnislegu tilliti að landleiðin sé sem greiðust. Mjór vegur, ekki í fullri þjónustu og með skert burðarþol FA hefur aflað upplýsinga hjá Vegagerðinni um Þrengslaveginn, sem ásamt Þorlákshafnarvegi tengir Þorlákshöfn við Þjóðveg 1, Hringveg. Í svörum stofnunarinnar kemur m.a. fram að Þorlákshafnarvegur er ekki í efsta flokki vetrarþjónustu, þurft hefur að loka honum oftar en veginum um Hellisheiði, hann er ekki eins breiður og Vegagerðin telur æskilegt og hluti Þrengslavegar og hluti Þorlákshafnarvegar eru með skert burðarþol. Á undanförnum fjórum árum hafa 10 tonna ásþungatakmarkanir verið settar á Þrengslaveg í samtals 106 daga. Engar slíkar takmarkanir hafa verið settar á aðrar aðalleiðir á suðvesturhorninu á sama tíma. Mikilvæg samkeppnisaðgerð Það gefur auga leið að eftir því sem keppinautar stóru skipafélaganna í Þorlákshöfn eflast, mun umferð vöruflutningabíla um Þrengslaveg og Þorlákshafnarveg aukast. Í svörum Vegagerðarinnar kemur fram að einsskiptismæling á Þrengslavegi í janúar síðastliðnum gefi til kynna að þungaumferð um veginn sé nú þegar 10-17%. Umbætur eru nauðsynlegar til að anna þessari umferð. Vegtenging við Þorlákshöfn, sem er síðri að gæðum en aðrar aðalleiðir á suðvesturhorninu, er samkeppnishindrun í vegi skipafélaganna sem starfa í Þorlákshöfn. FA beinir því til ráðherra að beita sér fyrir því að uppbygging Þrengslavegar – og eftir atvikum Þorlákshafnarvegar – þannig að vegurinn verði að fullu sambærilegur við aðrar aðalleiðir á svæðinu, verði sett á samgönguáætlun hið fyrsta. Til lengri tíma litið hlýtur að verða horft til 2+1-vegar líkt og á Hellisheiði. Slíkt væri ekki eingöngu samgöngubót og öryggismál, heldur ekki síður mikilvæg samkeppnisaðgerð í framhaldi af áliti Samkeppniseftirlitsins. Innviðaráðuneytið hefur haft tæp tvö ár til að móta stefnu um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningum. Það er tímabært að hún fari að líta dagsins ljós. Áætlun um betri veg til Þorlákshafnar væri mikilvægur þáttur í slíkri stefnu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Atvinnurekendur Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur skrifað Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir því að vegabætur á Þrengsla- og Þorlákshafnarvegi verði settar á samgönguáætlun. Tvö skipafélög, sem veita gömlu risunum Eimskipi og Samskipum samkeppni, reka nú áætlunarsiglingar til og frá Þorlákshöfn. Við bendum ráðherranum á að betri vegur til Þorlákshafnar væri mikilvæg samkeppnisaðgerð í framhaldi af tilmælum Samkeppniseftirlitsins til innviðaráðuneytisins og fleiri aðila um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningum. Engin viðbrögð við áliti Samkeppniseftirlitsins tæpum tveimur árum síðar Samkeppniseftirlitið birti álit sitt um samkeppni í flutningum í september 2023, í framhaldi af ákvörðun sinni vegna samkeppnisbrota Eimskips og Samskipa. Þar var tilmælum m.a. beint til innviðaráðherra um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningaþjónustu. Í erindi FA er kallað eftir svörum innviðaráðuneytisins við spurningum FA, sem settar voru fram í erindi haustið 2023, um það hvernig ráðuneytið hygðist bregðast við tilmælum samkeppnisyfirvalda. Þeim spurningum hefur enn ekki verið svarað, tæpum tveimur árum síðar. Í byrjun apríl 2024 kom fram í svari frá ráðuneytinu að lagt væri upp með að „klára greiningu og stefnumótun vegna málsins fljótlega.“ Síðan hefur ekki heyrzt bofs. Samkeppnin kemur frá Þorlákshöfn Íslenzk fyrirtæki, þar á meðal félagsmenn í FA, bíða því enn eftir að stjórnvöld móti sér einhverja stefnu í málinu. Í FA er fjöldi inn- og útflutningsfyrirtækja, sem árum saman hafa kvartað undan ónógri samkeppni í flutningaþjónustu, hárri verðlagningu stóru skipafélaganna tveggja og ógegnsæjum gjaldskrám. Það er mikið hagsmunamál félagsmanna FA að það takist að efla samkeppni í skipaflutningum til frambúðar og ekki síður hagsmunir neytenda, enda vegur flutningskostnaður þungt í vöruverði á Íslandi. FA vekur athygli ráðherra á þeirri stöðu, sem nú er uppi í skipaflutningum, þar sem tveir helztu keppinautar stóru skipafélaganna hafa komið sér upp starfsstöðvum í Þorlákshöfn. Smyril Line Cargo hefur starfað þar um nokkurt árabil og heldur uppi áætlunarsiglingum milli Þorlákshafnar og Þórshafnar, Hirtshals og Rotterdam. Torcargo hefur nýhafið áætlunarsiglingar milli Rotterdam og Þorlákshafnar. Margir kostir eru við staðsetninguna í Þorlákshöfn, m.a. að siglingaleiðin er styttri og sótsporið minna. Hins vegar þurfa skipafélögin, sem þar starfa, að flytja vörur um lengri veg á landi til stærsta markaðarins á höfuðborgarsvæðinu en stóru skipafélögin, sem hafa aðstöðu í Sundahöfn. Það skiptir því máli í samkeppnislegu tilliti að landleiðin sé sem greiðust. Mjór vegur, ekki í fullri þjónustu og með skert burðarþol FA hefur aflað upplýsinga hjá Vegagerðinni um Þrengslaveginn, sem ásamt Þorlákshafnarvegi tengir Þorlákshöfn við Þjóðveg 1, Hringveg. Í svörum stofnunarinnar kemur m.a. fram að Þorlákshafnarvegur er ekki í efsta flokki vetrarþjónustu, þurft hefur að loka honum oftar en veginum um Hellisheiði, hann er ekki eins breiður og Vegagerðin telur æskilegt og hluti Þrengslavegar og hluti Þorlákshafnarvegar eru með skert burðarþol. Á undanförnum fjórum árum hafa 10 tonna ásþungatakmarkanir verið settar á Þrengslaveg í samtals 106 daga. Engar slíkar takmarkanir hafa verið settar á aðrar aðalleiðir á suðvesturhorninu á sama tíma. Mikilvæg samkeppnisaðgerð Það gefur auga leið að eftir því sem keppinautar stóru skipafélaganna í Þorlákshöfn eflast, mun umferð vöruflutningabíla um Þrengslaveg og Þorlákshafnarveg aukast. Í svörum Vegagerðarinnar kemur fram að einsskiptismæling á Þrengslavegi í janúar síðastliðnum gefi til kynna að þungaumferð um veginn sé nú þegar 10-17%. Umbætur eru nauðsynlegar til að anna þessari umferð. Vegtenging við Þorlákshöfn, sem er síðri að gæðum en aðrar aðalleiðir á suðvesturhorninu, er samkeppnishindrun í vegi skipafélaganna sem starfa í Þorlákshöfn. FA beinir því til ráðherra að beita sér fyrir því að uppbygging Þrengslavegar – og eftir atvikum Þorlákshafnarvegar – þannig að vegurinn verði að fullu sambærilegur við aðrar aðalleiðir á svæðinu, verði sett á samgönguáætlun hið fyrsta. Til lengri tíma litið hlýtur að verða horft til 2+1-vegar líkt og á Hellisheiði. Slíkt væri ekki eingöngu samgöngubót og öryggismál, heldur ekki síður mikilvæg samkeppnisaðgerð í framhaldi af áliti Samkeppniseftirlitsins. Innviðaráðuneytið hefur haft tæp tvö ár til að móta stefnu um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningum. Það er tímabært að hún fari að líta dagsins ljós. Áætlun um betri veg til Þorlákshafnar væri mikilvægur þáttur í slíkri stefnu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar