Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar 9. júlí 2025 16:01 Niðurstöður skýrslna og rannsókna á borð við PISA sýna að námsárangur íslenskra grunnskólabarna fer versnandi og að þau dragast æ meira aftur úr jafnöldrum sínum í öðrum OECD-ríkjum. Þetta er þróun sem samfélagið verður að taka alvarlega – og bregðast við af ábyrgð. Foreldrar vilja börnum sínum allt það besta – það er eðlilegt og nauðsynlegt. Í sömu andrá og heimilin fá fregnir af versnandi stöðu íslensks menntakerfis eru foreldrar gagnrýndir fyrir að vera krefjandi í samskiptum við kennara; að gera óraunhæfar kröfur, krefjast of mikils og vera jafnvel ókurteisir. Á sama tíma er einnig kvartað yfir skorti á eftirfylgni, þátttöku og skilningi foreldra á mælikvörðum menntakerfisins. Hér er ákveðin mótsögn sem þarf að leysa í gegnum opið samtal og gagnkvæma virðingu. Á undanförnum árum hefur umræðan um menntamál grunnskólanna verið að miklu leyti á forræði sérfræðinga og stjórnvalda. Foreldrum hefur verið vísað til hliðar með þeim rökum að þeir hafi lítið til málanna að leggja. En foreldrar og forráðamenn gegna lykilhlutverki í lífi barna sinna – og þar með í menntun þeirra. Kennarar, skólastjórnendur og annað fagfólk innan skólanna gegna einnig mikilvægu hlutverki. Það er samvinna þessara hópa – byggð á trausti og virðingu – sem getur skapað besta námsumhverfið fyrir börnin. Foreldrar eru vel meðvitaðir um mikilvægi hæfra kennara sem skapa jákvætt námsumhverfi og tryggja að hver nemandi nái viðeigandi árangri. Foreldrar skilja einnig að til þess þurfa skólarnir stuðning – bæði innan skólans og heima fyrir. Þetta samstarf verður að byggjast á traustri samvinnu en ekki tortryggni. Foreldrar, líkt og dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD), sjá að þau mælitæki sem eru nýtt í dag virka ekki og við því verði bregðast. Sjá nánar hér: Segir íslenska nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats - Vísir SAMKÓP, félag foreldra grunnskólabarna í Kópavogi, ætlar að leggja sitt af mörkum við að efla foreldra enn frekar í jákvæðri og uppbyggilegri þátttöku í skólastarfi grunnskóla Kópavogs og lýsir yfir stuðningi við nauðsynlegar breytingar á mælikvörðum námsárangurs og hæfni nemenda. Félagið leggur áherslu á að skýr og skiljanleg viðmið verði sett svo koma megi í veg fyrir það sem dr. Schleicher kallar „blindflug“ skólakerfisins – þar sem bæði nemendur og kennarar stefna að óljósum markmiðum án skýrra mælistika. Höfundur er formaður SAMKÓP. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Sjá meira
Niðurstöður skýrslna og rannsókna á borð við PISA sýna að námsárangur íslenskra grunnskólabarna fer versnandi og að þau dragast æ meira aftur úr jafnöldrum sínum í öðrum OECD-ríkjum. Þetta er þróun sem samfélagið verður að taka alvarlega – og bregðast við af ábyrgð. Foreldrar vilja börnum sínum allt það besta – það er eðlilegt og nauðsynlegt. Í sömu andrá og heimilin fá fregnir af versnandi stöðu íslensks menntakerfis eru foreldrar gagnrýndir fyrir að vera krefjandi í samskiptum við kennara; að gera óraunhæfar kröfur, krefjast of mikils og vera jafnvel ókurteisir. Á sama tíma er einnig kvartað yfir skorti á eftirfylgni, þátttöku og skilningi foreldra á mælikvörðum menntakerfisins. Hér er ákveðin mótsögn sem þarf að leysa í gegnum opið samtal og gagnkvæma virðingu. Á undanförnum árum hefur umræðan um menntamál grunnskólanna verið að miklu leyti á forræði sérfræðinga og stjórnvalda. Foreldrum hefur verið vísað til hliðar með þeim rökum að þeir hafi lítið til málanna að leggja. En foreldrar og forráðamenn gegna lykilhlutverki í lífi barna sinna – og þar með í menntun þeirra. Kennarar, skólastjórnendur og annað fagfólk innan skólanna gegna einnig mikilvægu hlutverki. Það er samvinna þessara hópa – byggð á trausti og virðingu – sem getur skapað besta námsumhverfið fyrir börnin. Foreldrar eru vel meðvitaðir um mikilvægi hæfra kennara sem skapa jákvætt námsumhverfi og tryggja að hver nemandi nái viðeigandi árangri. Foreldrar skilja einnig að til þess þurfa skólarnir stuðning – bæði innan skólans og heima fyrir. Þetta samstarf verður að byggjast á traustri samvinnu en ekki tortryggni. Foreldrar, líkt og dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD), sjá að þau mælitæki sem eru nýtt í dag virka ekki og við því verði bregðast. Sjá nánar hér: Segir íslenska nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats - Vísir SAMKÓP, félag foreldra grunnskólabarna í Kópavogi, ætlar að leggja sitt af mörkum við að efla foreldra enn frekar í jákvæðri og uppbyggilegri þátttöku í skólastarfi grunnskóla Kópavogs og lýsir yfir stuðningi við nauðsynlegar breytingar á mælikvörðum námsárangurs og hæfni nemenda. Félagið leggur áherslu á að skýr og skiljanleg viðmið verði sett svo koma megi í veg fyrir það sem dr. Schleicher kallar „blindflug“ skólakerfisins – þar sem bæði nemendur og kennarar stefna að óljósum markmiðum án skýrra mælistika. Höfundur er formaður SAMKÓP.
Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun