Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2025 11:01 Þórarinn og Þórunn áttu erfitt með sig vegna galsa í Ingu á þingi í nótt. Alþingi Þórarinn Ingi Þórarinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gat varla haldið áfram með ræðu sína í þingi rétt um klukkan miðnætti í nótt vegna galsa í Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Í myndbandi sést Inga ræða við Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, sem hlær og vísar henni frá á meðan hann er í pontu. Fyrir það, mátti sjá þau bæði líta stöðugt til hægri. Stuttu síðar kemur Inga inn í mynd til að ræða við Þórunni. Á þeim tíma er Þórarinn Ingi að halda ræðu um arð í sjávarútvegi. Þegar Inga gengur frá pontu og forseta byrjar hann að hlæja og tekur sér hlé frá ræðunni. „Það þarf að gefa þingmönnum frið, í fleiri en einni merkingu, þegar þeir hafa orðið,“ segir Þórunn um leið og hún slær í bjöllu Alþingis og horfir fram í salinn. Á sama tíma byrjar Þórarinn Ingi að skælbrosa og hlæja og segist ekki ætla að minnast á það sem á sér stað í salnum. Þórunn þakkar honum fyrir það. Getur ekki haldið áfram Þórarinn á svo afar erfitt með að halda áfram með ræðuna. „Ja, hérna,“ segir hann og biður forseta afsökunar á töfum. Þórunn segist sýna því skilning. Þórarinn Ingi heldur svo áfram að hlæja. „Þetta var nú alveg merkilegt,“ segir hann næst og hlær og segir svo alltaf gott að geta hlegið aðeins. Eftir það tekst honum, nokkuð áfallalaust, að halda áfram með ræðuna. Sá að Þórarinn var orðinn þreyttur Þórarinn Ingi segir um uppákomuna í textaskilaboðum að Inga hafi tekið nokkur dansspor. „Það var bara smá galsi í Ingu, tók nokkur létt dansspor. Fékk okkur til að hlæja inní nóttina.“ „Ég sá að hann var orðinn þreyttur í pontunni. Ég veit ekki hvort þessi elska var í fimmtugustu ræðunni eða eitthvað svoleiðis. Þegar ég var að labba út brosti ég fallega að honum og tók nokkur létt Ingu-dansspor,“ segir Inga um atvikið í samtali við fréttastofu. Inga ræddi við Þórunni sem vísaði henni frá. Eftir það átti Þórarinn mjög erfitt með að halda áfram með ræðu sína. Alþingi Hún segir það hafa tekið skamma stund og hún hafi ekki búist við því að það myndi vekja svona mikla lukku. Þórarinn hafi ekki vitað hvernig hann hafi átt að vera eftir það og alltaf litið á Þórunni sem sjálf hafi ekki almennilega vitað hvernig hún átti að vera. „Þegar forseti sagðist sýna því skilning þá tapaði hann sér endanlega.“ Inga segir gott að geta haft gaman líka, sérstaklega þegar fólk er búið að vera lengi að. „Við erum alltaf fín, það er þessi ræðustóll og svo erum við altlaf bestu mátar þegar því sleppir.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira
Í myndbandi sést Inga ræða við Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, sem hlær og vísar henni frá á meðan hann er í pontu. Fyrir það, mátti sjá þau bæði líta stöðugt til hægri. Stuttu síðar kemur Inga inn í mynd til að ræða við Þórunni. Á þeim tíma er Þórarinn Ingi að halda ræðu um arð í sjávarútvegi. Þegar Inga gengur frá pontu og forseta byrjar hann að hlæja og tekur sér hlé frá ræðunni. „Það þarf að gefa þingmönnum frið, í fleiri en einni merkingu, þegar þeir hafa orðið,“ segir Þórunn um leið og hún slær í bjöllu Alþingis og horfir fram í salinn. Á sama tíma byrjar Þórarinn Ingi að skælbrosa og hlæja og segist ekki ætla að minnast á það sem á sér stað í salnum. Þórunn þakkar honum fyrir það. Getur ekki haldið áfram Þórarinn á svo afar erfitt með að halda áfram með ræðuna. „Ja, hérna,“ segir hann og biður forseta afsökunar á töfum. Þórunn segist sýna því skilning. Þórarinn Ingi heldur svo áfram að hlæja. „Þetta var nú alveg merkilegt,“ segir hann næst og hlær og segir svo alltaf gott að geta hlegið aðeins. Eftir það tekst honum, nokkuð áfallalaust, að halda áfram með ræðuna. Sá að Þórarinn var orðinn þreyttur Þórarinn Ingi segir um uppákomuna í textaskilaboðum að Inga hafi tekið nokkur dansspor. „Það var bara smá galsi í Ingu, tók nokkur létt dansspor. Fékk okkur til að hlæja inní nóttina.“ „Ég sá að hann var orðinn þreyttur í pontunni. Ég veit ekki hvort þessi elska var í fimmtugustu ræðunni eða eitthvað svoleiðis. Þegar ég var að labba út brosti ég fallega að honum og tók nokkur létt Ingu-dansspor,“ segir Inga um atvikið í samtali við fréttastofu. Inga ræddi við Þórunni sem vísaði henni frá. Eftir það átti Þórarinn mjög erfitt með að halda áfram með ræðu sína. Alþingi Hún segir það hafa tekið skamma stund og hún hafi ekki búist við því að það myndi vekja svona mikla lukku. Þórarinn hafi ekki vitað hvernig hann hafi átt að vera eftir það og alltaf litið á Þórunni sem sjálf hafi ekki almennilega vitað hvernig hún átti að vera. „Þegar forseti sagðist sýna því skilning þá tapaði hann sér endanlega.“ Inga segir gott að geta haft gaman líka, sérstaklega þegar fólk er búið að vera lengi að. „Við erum alltaf fín, það er þessi ræðustóll og svo erum við altlaf bestu mátar þegar því sleppir.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira