Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júlí 2025 08:45 Ný skýrsla frá Fjölmiðlanefnd varpar ljósi á breytingar í fréttaneyslu landans. Getty Flestir á aldrinum 18 til 29 ára nota samfélagsmiðla frekar en hefðbundna fréttamiðla, netmiðla og sjónvarp, til að nálgast fréttir. Þrátt fyrir þetta segjast aðeins um sjö prósent þátttakenda í nýrri könnun á vegum Fjölmiðlanefndar bera mikið traust til samfélagsmiðla. Í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar sem ber yfirskriftina Fjölmiðlar og traust kemur fram að aðeins um þriðjungur þjóðarinnar beri mikið traust til fjölmiðla. alls urðu 71 prósent vör við falsfréttir á netinu á síðustu tólf mánuðum og jókst hlutfallið um 12,3 samanborið við 2022. Á smaa tíma hækkaði hlutfall þeirra sem brugðust við falsfréttum eða röngum upplýsingum á netinu með því að kanna aðrar heimildir, slá upp efni þeirra í leitarvél og fleira. Fjölmiðlanefnd Yngsti hópur svarenda sagðist nota fréttamiðla á netinu til að nálgast fréttir minnst allra aldurshópa. Aðeins 74,5 prósent þeirra kváðust hafa notað slíkan miðil síðast deginum fyrir könnun. Hlutfall hinna aldurshópanna sem nálguðust fréttir á slíkum miðlum deginum fyrir könnun var hins vegar að meðaltali 91,8 prósent. Líkt og fyrr segir sögðust rúmlega tveir þriðju þátttakenda, 75,8 prósent, hafa rekist á upplýsingar á netinu síðastliðna tólf mánuði sem þeir voru ekki vissir um að væru sannar. Fjórðungur sagðist jafnframt hafa myndað sér ranga skoðun á opinberri persónu, stjórnmálamanni eða frægri manneskju, vegna villandi upplýsinga um hana á ýmsum miðlun sem er hækkun frá árinu 2022. Hlutfall þeirra sem bera saman heimildir hækkar Aftur á móti hækkar hlutfall þeirra sem bregðast við falsfréttum og röngum upplýsingum með því að kanna efni fréttanna á öðrum miðlum. Tæpur helmingur kannaði aðrar heimildir sem hann treysti og tæpur þriðjungur sló efni fréttarinnar inn í leitarvél til að kanna hvort hún væri sönn. Fjölmiðlanefnd Rúmur fjórðungur skoðaði aðrar fréttir sem birtar höfðu verið á vefmiðlinum en 16,7 prósent lokuðu á vefsíðuna eða þann sem sendi fréttina og deildi henni. Alls könnuðu 11,8% vefslóð/URL, https eða IP-tölu viðkomandi vefmiðils, 9,5% könnuðu upplýsingar um eigendur/ritstjórn vefmiðilsins, 9,2% leituðu ráða hjá öðrum og 7,9% könnuðu hvort fréttin væri sönn með aðstoð staðreyndarvaktar. Þá var fjórðungur (25,6%) sem gerði ekkert en það er töluverð fækkun frá árinu 2022 þegar 43,2% kváðust ekki hafa gert neitt. „Aukinn fjöldi falsfrétta er vissulega áhyggjuefni en jákvætt er að fleiri bregðast nú við þegar þeir verða varir við slíkt en áður,“ segir í tilkynningu Fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlanefnd Yfir helmingur þátttakenda sagðist vera annað hvort nokkuð eða mjög sammála því að miðlar Ríkisútvarpsins og miðlar Sýnar, þar undir Vísir, sjónvarpsfréttir Sýnar og Bylgjan, væru óháðir pólitískum, efnhagslegum eða öðrum sérhagsmunum þegar þeir fjalla um samfélagið og umheiminn. Töluverður munur er á milli hægri- og vinstrisinnaðra þátttakenda. Vinstrisinnaðir eru líklegri til að telja miðla Ríkisútvarpsins og Heimildarinnar óháða í sinni umfjöllun en hægrisinnaðir miðla Árvakurs, Morgunblaðið og mbl.is, og Viðskiptablaðsins óháða í sinni umfjöllun. Rúm 70 prósent ánægð með lýðræðið Þátttakendur voru spurðir hversu sammála þeir væru fullyrðingunni „verið er að grafa undan norrænum og kristnum gildum með því að beina hingað vísvitandi straumi flóttamanna frá Miðausturlöndum“. Alls voru 39,7% þátttakenda annað hvort að hluta til eða mjög sammála fullyrðingunni en hlutfallið hefur hækkað um 16,3% frá árinu 2022 þegar aðeins 23,4% tóku sömu afstöðu. Fjölmiðlanefnd Skýr munur er á afstöðu hægri- og vinstrisinnaðra til fullyrðingarinnar en 69,2% hægrisinnaðra sögðust vera annað hvort að hluta til eða mjög sammála fullyrðingunni en tæplega sjöfalt færri, eða 10%, vinstrisinnaðra tóku sömu afstöðu. Þá voru þrír af hverjum fjórum (75,3%) vinstrimönnum alls ekki sammála fullyrðingunni en aðeins 14,9% hægrimanna. Alls sögðust 71,2% fremur ánægð eða mjög ánægð með hvernig lýðræðið virkar á Íslandi. Mikil fjölgun var á milli ára á meðal þeirra sem sögðust mjög ánægð en hlutfallið var 42% samanborið við einungis 11,4% árið 2022. Skoðanakannanir Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
Í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar sem ber yfirskriftina Fjölmiðlar og traust kemur fram að aðeins um þriðjungur þjóðarinnar beri mikið traust til fjölmiðla. alls urðu 71 prósent vör við falsfréttir á netinu á síðustu tólf mánuðum og jókst hlutfallið um 12,3 samanborið við 2022. Á smaa tíma hækkaði hlutfall þeirra sem brugðust við falsfréttum eða röngum upplýsingum á netinu með því að kanna aðrar heimildir, slá upp efni þeirra í leitarvél og fleira. Fjölmiðlanefnd Yngsti hópur svarenda sagðist nota fréttamiðla á netinu til að nálgast fréttir minnst allra aldurshópa. Aðeins 74,5 prósent þeirra kváðust hafa notað slíkan miðil síðast deginum fyrir könnun. Hlutfall hinna aldurshópanna sem nálguðust fréttir á slíkum miðlum deginum fyrir könnun var hins vegar að meðaltali 91,8 prósent. Líkt og fyrr segir sögðust rúmlega tveir þriðju þátttakenda, 75,8 prósent, hafa rekist á upplýsingar á netinu síðastliðna tólf mánuði sem þeir voru ekki vissir um að væru sannar. Fjórðungur sagðist jafnframt hafa myndað sér ranga skoðun á opinberri persónu, stjórnmálamanni eða frægri manneskju, vegna villandi upplýsinga um hana á ýmsum miðlun sem er hækkun frá árinu 2022. Hlutfall þeirra sem bera saman heimildir hækkar Aftur á móti hækkar hlutfall þeirra sem bregðast við falsfréttum og röngum upplýsingum með því að kanna efni fréttanna á öðrum miðlum. Tæpur helmingur kannaði aðrar heimildir sem hann treysti og tæpur þriðjungur sló efni fréttarinnar inn í leitarvél til að kanna hvort hún væri sönn. Fjölmiðlanefnd Rúmur fjórðungur skoðaði aðrar fréttir sem birtar höfðu verið á vefmiðlinum en 16,7 prósent lokuðu á vefsíðuna eða þann sem sendi fréttina og deildi henni. Alls könnuðu 11,8% vefslóð/URL, https eða IP-tölu viðkomandi vefmiðils, 9,5% könnuðu upplýsingar um eigendur/ritstjórn vefmiðilsins, 9,2% leituðu ráða hjá öðrum og 7,9% könnuðu hvort fréttin væri sönn með aðstoð staðreyndarvaktar. Þá var fjórðungur (25,6%) sem gerði ekkert en það er töluverð fækkun frá árinu 2022 þegar 43,2% kváðust ekki hafa gert neitt. „Aukinn fjöldi falsfrétta er vissulega áhyggjuefni en jákvætt er að fleiri bregðast nú við þegar þeir verða varir við slíkt en áður,“ segir í tilkynningu Fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlanefnd Yfir helmingur þátttakenda sagðist vera annað hvort nokkuð eða mjög sammála því að miðlar Ríkisútvarpsins og miðlar Sýnar, þar undir Vísir, sjónvarpsfréttir Sýnar og Bylgjan, væru óháðir pólitískum, efnhagslegum eða öðrum sérhagsmunum þegar þeir fjalla um samfélagið og umheiminn. Töluverður munur er á milli hægri- og vinstrisinnaðra þátttakenda. Vinstrisinnaðir eru líklegri til að telja miðla Ríkisútvarpsins og Heimildarinnar óháða í sinni umfjöllun en hægrisinnaðir miðla Árvakurs, Morgunblaðið og mbl.is, og Viðskiptablaðsins óháða í sinni umfjöllun. Rúm 70 prósent ánægð með lýðræðið Þátttakendur voru spurðir hversu sammála þeir væru fullyrðingunni „verið er að grafa undan norrænum og kristnum gildum með því að beina hingað vísvitandi straumi flóttamanna frá Miðausturlöndum“. Alls voru 39,7% þátttakenda annað hvort að hluta til eða mjög sammála fullyrðingunni en hlutfallið hefur hækkað um 16,3% frá árinu 2022 þegar aðeins 23,4% tóku sömu afstöðu. Fjölmiðlanefnd Skýr munur er á afstöðu hægri- og vinstrisinnaðra til fullyrðingarinnar en 69,2% hægrisinnaðra sögðust vera annað hvort að hluta til eða mjög sammála fullyrðingunni en tæplega sjöfalt færri, eða 10%, vinstrisinnaðra tóku sömu afstöðu. Þá voru þrír af hverjum fjórum (75,3%) vinstrimönnum alls ekki sammála fullyrðingunni en aðeins 14,9% hægrimanna. Alls sögðust 71,2% fremur ánægð eða mjög ánægð með hvernig lýðræðið virkar á Íslandi. Mikil fjölgun var á milli ára á meðal þeirra sem sögðust mjög ánægð en hlutfallið var 42% samanborið við einungis 11,4% árið 2022.
Skoðanakannanir Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira