Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar 9. júlí 2025 08:33 Jesús færði okkur hugmyndina um að hinir síðustu verða fyrstir og hinir fyrstu síðastir. Hvað merkir það fyrir okkur? Að allt sem að samfélag okkar kennir verður skellt á hvolf. Þarna kemur Jesús inn á ákveðna hugmynd um gagnmenningu, eða „counter culture” eins og það kallast á ensku. Gagnmenning kemur fram í þeim sem fara gegn samfélagslegu „normi“, eða því sem búast má við af okkur. Gagnmenningin er sýnileg í hinum ýmsu félagslegu stefnum, líkt og í femínisma, hinsegin fræðum, hippum og pönki. Þrátt fyrir að ýmsar af þessum stefnum eru búnar að ryðja sér til rúms að einhverju leiti í dag, standa þær ennþá á jaðrinum. Þar standa þær og gagnrýna hin ríkjandi kerfi nútímans sem að einkennast oft af því að vera útilokandi og bælandi. Sem dæmi er gagnrýninni beint að efnishyggju, feðraveldinu, forræðishyggjunni, gagnkynhneigðishyggjunni, já og kirkjunni sjálfri. Hugtakið um gagnmenningu hófst í notkun á sjöunda áratugi seinustu aldar. Langt, langt eftir tíma Jesú. Svo það er nú ekki þörf á því að segja að Jesús hafi stuðlað að gagnmenningu, enda talar það hugtak inn í allt aðra menningu en Jesús lifði í. En Jesús snéri þrátt fyrir það upp á samfélagslegu viðmiðin. Hann sat meðal bersyndugra og tollheimtumanna. Við vitum yfir allan vafa að Jesús stuðlaði að auðmýkt og hógværð. Hann stuðlaði að samfélagi þar sem að hinir síðustu voru fyrstir. Hann benti á hræsnina í því að halda því fram að við séum betri en einhverjir aðrir. Hugum að hinum útskúfuðu og kúguðu í samfélaginu í dag. Hver eru þau? Við getum talið upp marga hópa. Til dæmis trans fólk. Fólk sem þarf virkilega að berjast fyrir tilverurétti sínum og eiga í stöðugri hættu á að verða fyrir aðkasti og ofbeldi. Þetta ár byrjaði bókstaflega á því að foresti Bandaríkjanna skrifaði undir lög þar sem aðeins tvö kyn voru samþykkt. Þetta er aðför að tilvist fólks sem hefur verið til frá örófi alda. Ýmsir hafa viljað benda á Biblíuna sem rökstuðning fyrir þessu viðhorfi Bandaríkjaforseta, en við skulum öll gera okkur grein fyrir því að Biblían var aldrei, aldrei skrifuð með það í huga að vera fræðirit um kynvitund fólks á 21. öldinni, á sama hátt og við notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag. Ég myndi allavega forðast eins og heitann eldinn skóla sem að myndi hafa einn af riturum Biblíunnar sem kennara í kynfræðslu eða kynjafræði í dag. En þessi boðskapur um að hinir síðustu verða fyrstir er einmitt boðskapur sem að við þurfum á að halda í dag. Við erum kölluð til þess að þjóna öðrum. Að þjóna af auðmýkt. Að huga að þörfum annarra. Að þjóna þeim sem að virkilega þurfa á því að halda. Jesús minnir okkur á að hvert og eitt okkar er mikilvægt og dýrmætt. Við erum kölluð til auðmýktar í sjálfshælandi samfélagi. Við erum kölluð til þjónustu í eigingjörnu samfélagi. Við erum kölluð til örlætis í gráðugu samfélagi. Og í einstaklingsmiðuðu samfélagi erum við kölluð til samfélags. Þegar við göngumst undir þessi hlutverk þá fáum við einmitt vott af því samfélagi sem við viljum búa í, kærleiksríku og umburðarlyndu samfélagi. Hödundur er prestur í Lindaprestakalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Jesús færði okkur hugmyndina um að hinir síðustu verða fyrstir og hinir fyrstu síðastir. Hvað merkir það fyrir okkur? Að allt sem að samfélag okkar kennir verður skellt á hvolf. Þarna kemur Jesús inn á ákveðna hugmynd um gagnmenningu, eða „counter culture” eins og það kallast á ensku. Gagnmenning kemur fram í þeim sem fara gegn samfélagslegu „normi“, eða því sem búast má við af okkur. Gagnmenningin er sýnileg í hinum ýmsu félagslegu stefnum, líkt og í femínisma, hinsegin fræðum, hippum og pönki. Þrátt fyrir að ýmsar af þessum stefnum eru búnar að ryðja sér til rúms að einhverju leiti í dag, standa þær ennþá á jaðrinum. Þar standa þær og gagnrýna hin ríkjandi kerfi nútímans sem að einkennast oft af því að vera útilokandi og bælandi. Sem dæmi er gagnrýninni beint að efnishyggju, feðraveldinu, forræðishyggjunni, gagnkynhneigðishyggjunni, já og kirkjunni sjálfri. Hugtakið um gagnmenningu hófst í notkun á sjöunda áratugi seinustu aldar. Langt, langt eftir tíma Jesú. Svo það er nú ekki þörf á því að segja að Jesús hafi stuðlað að gagnmenningu, enda talar það hugtak inn í allt aðra menningu en Jesús lifði í. En Jesús snéri þrátt fyrir það upp á samfélagslegu viðmiðin. Hann sat meðal bersyndugra og tollheimtumanna. Við vitum yfir allan vafa að Jesús stuðlaði að auðmýkt og hógværð. Hann stuðlaði að samfélagi þar sem að hinir síðustu voru fyrstir. Hann benti á hræsnina í því að halda því fram að við séum betri en einhverjir aðrir. Hugum að hinum útskúfuðu og kúguðu í samfélaginu í dag. Hver eru þau? Við getum talið upp marga hópa. Til dæmis trans fólk. Fólk sem þarf virkilega að berjast fyrir tilverurétti sínum og eiga í stöðugri hættu á að verða fyrir aðkasti og ofbeldi. Þetta ár byrjaði bókstaflega á því að foresti Bandaríkjanna skrifaði undir lög þar sem aðeins tvö kyn voru samþykkt. Þetta er aðför að tilvist fólks sem hefur verið til frá örófi alda. Ýmsir hafa viljað benda á Biblíuna sem rökstuðning fyrir þessu viðhorfi Bandaríkjaforseta, en við skulum öll gera okkur grein fyrir því að Biblían var aldrei, aldrei skrifuð með það í huga að vera fræðirit um kynvitund fólks á 21. öldinni, á sama hátt og við notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag. Ég myndi allavega forðast eins og heitann eldinn skóla sem að myndi hafa einn af riturum Biblíunnar sem kennara í kynfræðslu eða kynjafræði í dag. En þessi boðskapur um að hinir síðustu verða fyrstir er einmitt boðskapur sem að við þurfum á að halda í dag. Við erum kölluð til þess að þjóna öðrum. Að þjóna af auðmýkt. Að huga að þörfum annarra. Að þjóna þeim sem að virkilega þurfa á því að halda. Jesús minnir okkur á að hvert og eitt okkar er mikilvægt og dýrmætt. Við erum kölluð til auðmýktar í sjálfshælandi samfélagi. Við erum kölluð til þjónustu í eigingjörnu samfélagi. Við erum kölluð til örlætis í gráðugu samfélagi. Og í einstaklingsmiðuðu samfélagi erum við kölluð til samfélags. Þegar við göngumst undir þessi hlutverk þá fáum við einmitt vott af því samfélagi sem við viljum búa í, kærleiksríku og umburðarlyndu samfélagi. Hödundur er prestur í Lindaprestakalli.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun