„Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júlí 2025 13:01 Logi Einarsson segir langtímaverkefni að snúa við fjármögnun háskólakerfisins. Vísir/Vilhelm Háskólaráðherra segir ósk opinberra háskóla um hækkun skrásetningagjalda nemenda ekki koma á óvart. Hann segir íslenskt háskólakerfi vera fjármagnað undir meðaltali OECD og hafi verið lengi. Í maí sendu rektorar allra opinberu háskólanna erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra og óskuðu eftir heimild til að hækka skrásetningagjöld nemenda. Gjaldið er nú 75 þúsund krónur en háskólaráð segir raunkostnað vera 180 þúsund krónur. Logi Einarsson háskólaráðherra segir málið vera í skoðun í ráðuneytinu. „Það kemur mér ekki á óvart að þessi ósk komi fram. Ég veit ekki nákvæmlega hvort 180 þúsund sé rétt tala. Hins vegar hafa skrásetningagjöld Háskólans ekki hækkað síðan 2014 en verðlag hefur hækkað síðan þannig að þetta er bara mál sem við þurfum að skoða,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu Sýnar. Hann segir að ráðuneytinu hafi borist bréf fyrir helgi og að málið verði rætt á þinginu í vetur. Engin ákvörðun um hækkun gjalda verði tekin nema með lögum. Óábyrgt sé að gefa sér niðurstöðu áður en málið sé skoðað. Í viðtali við Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands í gær sagði hún háskólakerfið vera vanfjármagnað og að æskilegt væri að hið opinbera kæmi til móts við skólana. „Það er alveg rétt að við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað talsvert undir OECD meðaltali og það hefur þannig í mjög mörg ár. Það er langtímaverkefni að snúa því við,“ segir Logi. „Það sem við erum að gera núna það er að skoða með hvaða hætti við getum styrkt fjármögnunina, með hvaða hætti við getum búið til háskólasamfélag hér sem er skilvirkt og gott. Það eru sjö háskólar hér í landinu og við erum að leita allra leiða til að nýta fjármögnunina sem best.“ „Nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála“ Stúdentar hafa mótmælt fyrirhugaðri hækkun harðlega og þar að auki mótmælt útreikningum háskólaráðs á gjaldinu. Það eigi aðeins að mæta kostnaði af skráningu nemenda í skólann en stúdentar vilja meina að útreikningar hafi sýnt að peningurinn væri einnig nýttur til að mæta kostnaði af skipulagi prófa og kennslu. „Mér skilst að í gegnum tíðina þá hafi verið ágreiningur á milli stúdenta og skólanna um hver kostnaðurinn raunverulega er. Það er mjög mikilvægt að ráðuneytið fái öll gögn frá háskólanum þannig að við getum lagt mat á þetta. Það er nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála hvað í þessu felst.“ Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Í maí sendu rektorar allra opinberu háskólanna erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra og óskuðu eftir heimild til að hækka skrásetningagjöld nemenda. Gjaldið er nú 75 þúsund krónur en háskólaráð segir raunkostnað vera 180 þúsund krónur. Logi Einarsson háskólaráðherra segir málið vera í skoðun í ráðuneytinu. „Það kemur mér ekki á óvart að þessi ósk komi fram. Ég veit ekki nákvæmlega hvort 180 þúsund sé rétt tala. Hins vegar hafa skrásetningagjöld Háskólans ekki hækkað síðan 2014 en verðlag hefur hækkað síðan þannig að þetta er bara mál sem við þurfum að skoða,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu Sýnar. Hann segir að ráðuneytinu hafi borist bréf fyrir helgi og að málið verði rætt á þinginu í vetur. Engin ákvörðun um hækkun gjalda verði tekin nema með lögum. Óábyrgt sé að gefa sér niðurstöðu áður en málið sé skoðað. Í viðtali við Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands í gær sagði hún háskólakerfið vera vanfjármagnað og að æskilegt væri að hið opinbera kæmi til móts við skólana. „Það er alveg rétt að við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað talsvert undir OECD meðaltali og það hefur þannig í mjög mörg ár. Það er langtímaverkefni að snúa því við,“ segir Logi. „Það sem við erum að gera núna það er að skoða með hvaða hætti við getum styrkt fjármögnunina, með hvaða hætti við getum búið til háskólasamfélag hér sem er skilvirkt og gott. Það eru sjö háskólar hér í landinu og við erum að leita allra leiða til að nýta fjármögnunina sem best.“ „Nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála“ Stúdentar hafa mótmælt fyrirhugaðri hækkun harðlega og þar að auki mótmælt útreikningum háskólaráðs á gjaldinu. Það eigi aðeins að mæta kostnaði af skráningu nemenda í skólann en stúdentar vilja meina að útreikningar hafi sýnt að peningurinn væri einnig nýttur til að mæta kostnaði af skipulagi prófa og kennslu. „Mér skilst að í gegnum tíðina þá hafi verið ágreiningur á milli stúdenta og skólanna um hver kostnaðurinn raunverulega er. Það er mjög mikilvægt að ráðuneytið fái öll gögn frá háskólanum þannig að við getum lagt mat á þetta. Það er nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála hvað í þessu felst.“
Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira