Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Auðun Georg Ólafsson skrifar 7. júlí 2025 11:36 Stunguárásin átti sér stað nálægt Fógetagarðinum við Aðalstræti. Vísir/Vilhelm Lögregla leitar enn þriggja manna sem, að því er virðist að tilefnislausu, réðust á mann í miðborginni og stungu í rassinn. Margt var um manninn í miðborg Reykjavikur um helgina. Á milli klukkan fjögur og fimm, síðdegis á laugardag, þurfti 45 ára karlmaður að leita skjóls í stigagangi heimilis síns við Aðalstræti 9. Þrír menn af erlendum uppruna veittu honum eftirför og reyndu að komast að honum í stigaganginum en maðurinn náði að læsa að sér. Þá tók hann eftir því að blóð lak úr síðu eða rassi hans. Árásarmennirnir létu sig hverfa en maðurinn var fluttur á bráðamóttöku. Sauma þurfti nokkur spor en ekki hlutust alvarlegir áverkar af stungusárinu. Lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kölluð út en mennirnir létu sig hverfa í mannfjöldann. Guðmundur Ásgeirsson, rannsóknarlögreglumaður, segir málið allt hið furðulegasta en þolandinn gat litlar upplýsingar veitt um tildrög árásarinnar sem virðist hafa verið gerð algjörlega upp úr þurru um hábjartan dag. Engin tengsl eru á milli þolandans og þeirra sem réðust á hann, að því er næst verður komist. Árásarmennirnir eru líklega á aldrinum 20 til 30 ára en þeir virðast hafa stungið af eftir atvikið annað hvort út á Aðalstræti eða í áttina að Ingólfstorgi. Lögregla lýsir eftir vitnum að atvikinu og myndefni frá verslunareigendum á svæðinu. Verið er að gaumgæfa upptökur úr myndavélum frá Ingólfstorgi ef þær geta varpað nánara ljósi á það sem gerðist. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Margt var um manninn í miðborg Reykjavikur um helgina. Á milli klukkan fjögur og fimm, síðdegis á laugardag, þurfti 45 ára karlmaður að leita skjóls í stigagangi heimilis síns við Aðalstræti 9. Þrír menn af erlendum uppruna veittu honum eftirför og reyndu að komast að honum í stigaganginum en maðurinn náði að læsa að sér. Þá tók hann eftir því að blóð lak úr síðu eða rassi hans. Árásarmennirnir létu sig hverfa en maðurinn var fluttur á bráðamóttöku. Sauma þurfti nokkur spor en ekki hlutust alvarlegir áverkar af stungusárinu. Lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kölluð út en mennirnir létu sig hverfa í mannfjöldann. Guðmundur Ásgeirsson, rannsóknarlögreglumaður, segir málið allt hið furðulegasta en þolandinn gat litlar upplýsingar veitt um tildrög árásarinnar sem virðist hafa verið gerð algjörlega upp úr þurru um hábjartan dag. Engin tengsl eru á milli þolandans og þeirra sem réðust á hann, að því er næst verður komist. Árásarmennirnir eru líklega á aldrinum 20 til 30 ára en þeir virðast hafa stungið af eftir atvikið annað hvort út á Aðalstræti eða í áttina að Ingólfstorgi. Lögregla lýsir eftir vitnum að atvikinu og myndefni frá verslunareigendum á svæðinu. Verið er að gaumgæfa upptökur úr myndavélum frá Ingólfstorgi ef þær geta varpað nánara ljósi á það sem gerðist.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira