„Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júlí 2025 12:16 Strandarkirkja í Selvogi var reist árið 1888. Vísir/Magnús Hlynur Tónlistarhátíðin Englar og menn hefst í Strandarkirkju í Selvogi í dag. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar segir hátíðina einstaka, og engan sem mætir verða svikinn. Þetta er fjórtánda starfsár hátíðarinnar og verða tónleikar alla sunnudaga júlímánaðar klukkan tvö. Tónleikar dagsins heita Vorgyðjan kemur og það eru engir aukvisar sem þenja þar raddböndin, að sögn Bjargar Þórhallsdóttur, listræns stjórnanda hátíðarinnar. „Við byrjum með miklum stæl því hér verða Kristinn Sigmundsson og sonur hans Jóhann Kristinsson. Með þeim verður Helga Bryndís Magnúsdóttir, þau ætla að ríða á vaðið. Það er yfirnáttúrulegur heiður að fá stórsöngvarann, það er bara Strandarkirkjan og Metropolitan,“ segir Björg, og á þar við að Kristinn hefur meðal annars stigið á svið í Metropolitan-óperunni í New York. Jóhann Kristinsson, Helga Bryndís Magnúsdóttir og Kristinn Sigmundsson verða með fyrstu tónleika hátíðarinnar.Englar og menn Falleg tónlist í fallegri kirkju Hún segir það einstakt að syngja í Strandarkirkju. „Fólki þykir svo gott að koma á þennan stað. Þykir vænt að hlýða á fallega tónlist og fá tilefni til að koma og heimsækja kirkjuna. Vera hér og upplifa þá sérstöku stemningu sem hér er. Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið,“ segir Björg. Einstakt að koma Margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins hafa tekið þátt í hátíðinni í gegnum árin. Það verði enginn svikinn af því að mæta á tónleikana. „Ég get alveg lofað því. Þó ég segi sjálf frá. Það er einstakt að koma, og einstakt tækifæri að fá að hlusta á þá feðga syngja saman,“ segir Björg. Ölfus Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Þetta er fjórtánda starfsár hátíðarinnar og verða tónleikar alla sunnudaga júlímánaðar klukkan tvö. Tónleikar dagsins heita Vorgyðjan kemur og það eru engir aukvisar sem þenja þar raddböndin, að sögn Bjargar Þórhallsdóttur, listræns stjórnanda hátíðarinnar. „Við byrjum með miklum stæl því hér verða Kristinn Sigmundsson og sonur hans Jóhann Kristinsson. Með þeim verður Helga Bryndís Magnúsdóttir, þau ætla að ríða á vaðið. Það er yfirnáttúrulegur heiður að fá stórsöngvarann, það er bara Strandarkirkjan og Metropolitan,“ segir Björg, og á þar við að Kristinn hefur meðal annars stigið á svið í Metropolitan-óperunni í New York. Jóhann Kristinsson, Helga Bryndís Magnúsdóttir og Kristinn Sigmundsson verða með fyrstu tónleika hátíðarinnar.Englar og menn Falleg tónlist í fallegri kirkju Hún segir það einstakt að syngja í Strandarkirkju. „Fólki þykir svo gott að koma á þennan stað. Þykir vænt að hlýða á fallega tónlist og fá tilefni til að koma og heimsækja kirkjuna. Vera hér og upplifa þá sérstöku stemningu sem hér er. Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið,“ segir Björg. Einstakt að koma Margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins hafa tekið þátt í hátíðinni í gegnum árin. Það verði enginn svikinn af því að mæta á tónleikana. „Ég get alveg lofað því. Þó ég segi sjálf frá. Það er einstakt að koma, og einstakt tækifæri að fá að hlusta á þá feðga syngja saman,“ segir Björg.
Ölfus Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira