Erlent

Diddy sak­felldur í tveimur af fimm á­kæru­liðum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sean „Diddy“ Combs í dómssal.
Sean „Diddy“ Combs í dómssal. AP

Kviðdómur í New York í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sean „Diddy“ Combs sé sekur í tveimur af fimm ákæruliðum, og saklaus af þremur.

Combs var ákærður fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fyrir að standa að fólksflutningum vegna vændis. Hann neitaði alfarið sök en gaf ekki skýrslu fyrir dómi.

Brotin sem hann var ákærður fyrir voru meðal annars sögð beinast að Casöndru Ventura, tónlistarkonu og fyrrverandi kærustu Combs.

Réttarhöldin í málinu stóðu yfir í tvo mánuði og báru 34 manns vitni.

Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið sannað að Combs hefði gerst sekur um skipulagða glæpastarfsemi, né fyrir mansal. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir tvo ákæurliði, sem vörðuðu það að standa að fólksflutningum vegna vændis.


Niðurstaða kviðdómsins

Skipulögð glæpastarfsemi: Saklaus

Mansal tengt Casöndru Ventura: Saklaus

Fólksflutningar vegna vændistarfsemi Ventura og annarra: Sekur

Mansal tengt annarri óþekktri konu: Saklaus

Fólksflutningar vegna vændistarfsemi þessarar óþekktu konu og annarra: Sekur


Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×