„Eftir höfðinu dansa limirnir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2025 13:48 Guðmundur Björgvin Helgason ríkiendurskoðandi. vísir/Lýður Valberg Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. Ríkisendurskoðandi kynnti ítarlega skýrslu undir nafninu, Landspítali - mönnun og flæði sjúklinga, fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Þar eru helstu vandamálin sem steðja að Landspítalanum og heilbrigðisþjónustu sundurliðuð og má þar helst nefna mönnunarvanda, skort á hjúkrunarheimilum og fráflæðisvanda. Mikilvægt að bretta upp ermar Skýrslunni var vel tekið af nefndarmönnum meirihlutans en nefndarmenn stjórnarandstöðunnar sóttu ekki fundinn. „Fyrir það fyrsta þá er þetta afar vönduð skýrsla. Og það er hægt að byggja á henni inn í framtíðina. Fráflæðisvandinn er dálítið sígildur í okkar viðfangsefni hvað heilbrigðisþjónustuna varðar og sömuleiðis þörfin á hjúkrunarheimilum. Það er hægt að leysa þetta og það er til peningur til að leysa þetta. Við þurfum bara að bretta upp ermar,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, nefndarmaður Samfylkingarinnar að fundi loknum. Fyrst og síðast að tala um ráðuneytið Guðmundur Björgvin Helgason ríkiendurskoðandi segir skorta að nálgast heilbrigðismálin með skipulögðum hætti og heildarstefnu. „Fyrst og síðast finnst mér skýrslan vera að fjalla um veikleika varðandi yfirstjórn heilbrigðismála. Þá er ég kannski fyrst og síðast að tala um ráðuneytið. Þar þarf að vera styrkari sýn og styrkari hönd. Eftir höfðinu dansa limirnir er sagt.“ Að mati Guðmundar er skýrslan gömul saga og ný. Um sé að ræða þekkt vandamál sem hafi verið uppi í fjölmörg ár. Mikilvægt sé að setja skýrari markmið og aðgerðaráætlanir. „Það þarf mun meira afl í stjórnsýsluna okkar. Það vantar meiri dýpt og sérfræðiþekkingu. Fólk fær hérna á Íslandi er með alveg gríðarlega víðtæka reynslu en við sköpum ekki sama sérfræðigrunn fyrir fólkið okkar og aðrir. Vandamálin sem blasa við okkur í dag eru svo mikið á dýptina.“ Komið gott af starfshópum, verkefnastjónum og spretthópum Í skýrslunni er tekið fram að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála við áskorunum tengd mönnun og afkastagetu Landspítalans og heilbrigðisþjónustunnar í heild. „Þetta er gamall vandi og stjórnsýslan í kringum hann á það til að einkennast af krísustjórnun. Það eru settir á laggirnar, starfshópar, verkefnastjórnir og spretthópar. En það gerist kannski ekkert voðalega mikið við grunn vandamálsins.“ Svandís Svavarsdóttir úr Vinstri grænum (t.v.) og Willum Þór Þórsson úr Framsóknarflokknum (t.h.) voru heilbrigðisráðherrar á þeim árum sem úttekt Ríkisendurskoðunar nær til.vísir Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Ríkisendurskoðandi kynnti ítarlega skýrslu undir nafninu, Landspítali - mönnun og flæði sjúklinga, fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Þar eru helstu vandamálin sem steðja að Landspítalanum og heilbrigðisþjónustu sundurliðuð og má þar helst nefna mönnunarvanda, skort á hjúkrunarheimilum og fráflæðisvanda. Mikilvægt að bretta upp ermar Skýrslunni var vel tekið af nefndarmönnum meirihlutans en nefndarmenn stjórnarandstöðunnar sóttu ekki fundinn. „Fyrir það fyrsta þá er þetta afar vönduð skýrsla. Og það er hægt að byggja á henni inn í framtíðina. Fráflæðisvandinn er dálítið sígildur í okkar viðfangsefni hvað heilbrigðisþjónustuna varðar og sömuleiðis þörfin á hjúkrunarheimilum. Það er hægt að leysa þetta og það er til peningur til að leysa þetta. Við þurfum bara að bretta upp ermar,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, nefndarmaður Samfylkingarinnar að fundi loknum. Fyrst og síðast að tala um ráðuneytið Guðmundur Björgvin Helgason ríkiendurskoðandi segir skorta að nálgast heilbrigðismálin með skipulögðum hætti og heildarstefnu. „Fyrst og síðast finnst mér skýrslan vera að fjalla um veikleika varðandi yfirstjórn heilbrigðismála. Þá er ég kannski fyrst og síðast að tala um ráðuneytið. Þar þarf að vera styrkari sýn og styrkari hönd. Eftir höfðinu dansa limirnir er sagt.“ Að mati Guðmundar er skýrslan gömul saga og ný. Um sé að ræða þekkt vandamál sem hafi verið uppi í fjölmörg ár. Mikilvægt sé að setja skýrari markmið og aðgerðaráætlanir. „Það þarf mun meira afl í stjórnsýsluna okkar. Það vantar meiri dýpt og sérfræðiþekkingu. Fólk fær hérna á Íslandi er með alveg gríðarlega víðtæka reynslu en við sköpum ekki sama sérfræðigrunn fyrir fólkið okkar og aðrir. Vandamálin sem blasa við okkur í dag eru svo mikið á dýptina.“ Komið gott af starfshópum, verkefnastjónum og spretthópum Í skýrslunni er tekið fram að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála við áskorunum tengd mönnun og afkastagetu Landspítalans og heilbrigðisþjónustunnar í heild. „Þetta er gamall vandi og stjórnsýslan í kringum hann á það til að einkennast af krísustjórnun. Það eru settir á laggirnar, starfshópar, verkefnastjórnir og spretthópar. En það gerist kannski ekkert voðalega mikið við grunn vandamálsins.“ Svandís Svavarsdóttir úr Vinstri grænum (t.v.) og Willum Þór Þórsson úr Framsóknarflokknum (t.h.) voru heilbrigðisráðherrar á þeim árum sem úttekt Ríkisendurskoðunar nær til.vísir
Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira