Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar 2. júlí 2025 09:00 Í fyrradag gerðist sá fáheyrði atburður að „sósíalísk“ stjórnmálakona tók þátt í yfirtöku á Vorstjörnunni, dótturfélagi eigin flokks. Úthýsti svo „flokki sínum“ og henti á götuna. Þessi stjórnmálakona heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Hefur hún með þessu tekið afgerandi afstöðu gegn Sósíalistaflokki Íslands og ætti með réttu að segja sig frá öllum trúnaðarstörfum flokksins og skrá sig úr flokknum. Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur ákveðið að taka enn eitt fjölmiðla ævintýri Gunnars Smára Egilssonar fram yfir hagsmuni Sósíalistaflokksins. Vorstjarnan hefur árlega fengið rúman helming af árlegum ríkisstyrk SÍ eða um 13.000.000 kr. sem eyrnamerktur er til stjórnmálastarfs og ráðstafað þeim fjármunum meðal annars til að niðurgreiða húsnæðisleigu einkahlutafélags sem rekur sjónvarpsstöðina Samstöðina. Aðalhvatamaður þessa fyrirkomulags er fyrrverandi formaður framkvæmdarstjórnar SÍ Gunnar Smári Egilsson. Gunnar hefur sagt í vitna viðurvist að nauðsynlegt hefði verið að stofna Vorstjörnuna svo borgarfulltrúar flokksins gætu borgað meira en lög gera ráð fyrir að einstaklingar geti borgað til stjórnmálaflokka. Þess má einnig geta að Gunnar Smári þessi þiggur svo laun af fyrrgreindri sjónvarpsstöð. Einnig borgar Vorstjarnan Internet, hita, rafmagn og þrif Samstöðvarinnar sem er í eigu Alþýðufélagsins ehf. Allt hefur þetta verið mögulegt vegna ríkisstyrks Sósíalistaflokks Íslands. Aðalfundur Vorstjörnunnar sem haldinn var í gær var annar fundur félagsins frá stofnun fyrir fjórum árum. Bar hann allt handbragð þeirrar stjórnar sem Gunnars Smári fór fyrir áður en núverandi stjórn tók við á síðasta aðalfundi SÍ. Til fundarins var ólöglega boðað. Sigrún E. Unnsteinsdóttir stjórnarmaður Vorstjörnunnar var ekki boðuð á fundinn og var algerlega sniðgengin í undirbúningi hans. Spurningar voru bannaðar, fundarmönnum ýmist sagt að þegja eða halda sér saman. Í stjórn voru síðan kosnir 17 stjórnarliðar nákvæmlega eins og hjá Alþýðufélaginu ehf sem á Samstöðina. Tilviljun? Fundi var snarlega slitið þegar fyrrum borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins Trausti Breiðafjörð Magnússon spurði úr sal hvað hefði orðið um þá peninga sem hann lagði inn í Vorstjörnuna á meðan hann var borgarfulltrúi. Hann fékk engin svör. Á fundinum voru ýmsir þjóðþekktir einstaklingar eins og Ólína Þorvarðardóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Vigdís Grímsdóttir og Arnar Jónsson sem Gunnar Smári virðist hafa narrað til fylgilags við sig. Ég er ekki alveg viss um að þau hafi vitað að nota ætti þau til að gera Sósíalistaflokkinn heimilislausan og taka yfir peninga sem upprunnir eru sem ríkisstyrkur til Sósíalistaflokksins. Ég hef áður minnst á flokkseigendafélag Gunnars Smára, að hann hafi persónulega átt Rauða þráðinn, opinberan Facebook þráð flokksins sem hann tók með sér eftir að hafa tapað kosningum á síðasta aðalfundi SÍ. Það nægði honum ekki alveg. Nú hefur hann með ehf væðingu sinni á Sósíalistaflokknum tekist að ná til sín Samstöðinni sem byggð var upp fyrir ríkisstyrki flokksins og sjálfboðaliðum úr Sósíalistaflokknum. Einnig hefur hann náð Vorstjörnunni sem geymir nú á bankabók sinni þó nokkrar milljónir af ríkisstyrk Sósíalistaflokksins og ekki nóg með það, hann hefur ásamt Sönnu Magdalenu og þeirra fylgdarliði úr gömlu stjórninni yfirtekið húsnæði flokksins og varpað honum á dyr. Staðan er því þessi hjá Sósíalistaflokknum: Er án húsnæðis en með á bankabók sinni nokkrar milljónir því Hallfríður Þórarinsdóttir gjaldkeri fyrrum framkvæmdarstjórnar og þeirrar nýju, neitaði Gunnari Smára að millifæra helming ríkisstyrk Sósíalistaflokksins yfir á Vorstjörnuna nema hún fengi að sjá einhverja samninga eða samþykktir þar um. Varð Gunnar Smári algerlega brjálaður við þessa beiðni hennar og rak hana sem gjaldkera flokksins froðufellandi af reiði fyrir það eitt að vilja sjá lögleg skjöl um skuldbindingar flokksins. Staða flokkseigendafélags Gunnars Smára og Sönnu Magdalenu: Eru með fyrrum opinberan spjallþráð Sósíalistaflokksins því Gunnar Smári átti hann persónulega.Hafa yfirtekið Vorstjörnuna, dótturfélag Sósíalistaflokksins, og þar með þó nokkrar milljónir af ríkisstyrk flokksins.Hafa tekið Samstöðina sem var byggð upp fyrir ríkisstyrki Sósíalistaflokksins og sjálfboðastarf félaga Sósíalistaflokksins. Sósíalistaflokkurinn hefur greitt til Samstöðvarinnar rúmar 11 milljónir kr. á þessu ári. Hafa yfirtekið húsnæði Sósíalistaflokksins til fimm ára. Húsnæði sem sjálfboðaliðar flokksins byggðu upp frá grunni. Þetta er í raun kostuleg staða því að í nýrri ólöglegri stjórn Vorstjörnunnar sitja nú nokkrir fyrrum stjórnarliðar Sósíalistaflokksins sem fengu ekki brautargengi á síðasta aðalfundi. Þau neita hreinlega að láta af völdum og hafa nú rænt flokknum með klækjabrögðum sem eingöngu var hægt að framkvæma vegna ehf væðingar Gunnars Smára á flokknum. Í Vorstjörnunni voru bara 23 félagar þangað til fyrir um mánuði síðan. Vorstjarnan var ekki yfirtekin af sósíalistum heldur allra flokka fylgjendum, einna helst krötum og sjálfstæðismönnum sem fyrrum stjórn Sósíalistaflokksins smalaði í félagið. Þetta fólk er nú með Vorstjörnuna í höndunum og þar með fjármuni sem upprunnir eru sem ríkisstyrkur Sósíalistaflokks Íslands. Styrkur sem eyrnamerktur er stjórnmálastarfi. Það má þó segja að þau hafi verið asskoti snjöll í uppsetningu á þessu batteríi öllu saman nema að einn hængur er þar á. Virðing fyrir lögum og rétti hefur ekki verið virtur og mun nýkjörin stjórn Sósíalistaflokksins leita réttar síns fyrir hönd flokksins. Þótt þetta sé ekki sá slagur sem nýkjörin stjórn hefur kosið að eyða kröftum sínum og tíma í, þá ber okkur skylda til að koma reiður á fjármál og innra skipulag flokksins. Þegar það er frá, förum við að einbeita okkur að því sem hjarta okkur stendur næst. Baráttunni fyrir betra samfélagi. Höfundur er stjórnarmaður í framkvæmdarstjórn Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í fyrradag gerðist sá fáheyrði atburður að „sósíalísk“ stjórnmálakona tók þátt í yfirtöku á Vorstjörnunni, dótturfélagi eigin flokks. Úthýsti svo „flokki sínum“ og henti á götuna. Þessi stjórnmálakona heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Hefur hún með þessu tekið afgerandi afstöðu gegn Sósíalistaflokki Íslands og ætti með réttu að segja sig frá öllum trúnaðarstörfum flokksins og skrá sig úr flokknum. Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur ákveðið að taka enn eitt fjölmiðla ævintýri Gunnars Smára Egilssonar fram yfir hagsmuni Sósíalistaflokksins. Vorstjarnan hefur árlega fengið rúman helming af árlegum ríkisstyrk SÍ eða um 13.000.000 kr. sem eyrnamerktur er til stjórnmálastarfs og ráðstafað þeim fjármunum meðal annars til að niðurgreiða húsnæðisleigu einkahlutafélags sem rekur sjónvarpsstöðina Samstöðina. Aðalhvatamaður þessa fyrirkomulags er fyrrverandi formaður framkvæmdarstjórnar SÍ Gunnar Smári Egilsson. Gunnar hefur sagt í vitna viðurvist að nauðsynlegt hefði verið að stofna Vorstjörnuna svo borgarfulltrúar flokksins gætu borgað meira en lög gera ráð fyrir að einstaklingar geti borgað til stjórnmálaflokka. Þess má einnig geta að Gunnar Smári þessi þiggur svo laun af fyrrgreindri sjónvarpsstöð. Einnig borgar Vorstjarnan Internet, hita, rafmagn og þrif Samstöðvarinnar sem er í eigu Alþýðufélagsins ehf. Allt hefur þetta verið mögulegt vegna ríkisstyrks Sósíalistaflokks Íslands. Aðalfundur Vorstjörnunnar sem haldinn var í gær var annar fundur félagsins frá stofnun fyrir fjórum árum. Bar hann allt handbragð þeirrar stjórnar sem Gunnars Smári fór fyrir áður en núverandi stjórn tók við á síðasta aðalfundi SÍ. Til fundarins var ólöglega boðað. Sigrún E. Unnsteinsdóttir stjórnarmaður Vorstjörnunnar var ekki boðuð á fundinn og var algerlega sniðgengin í undirbúningi hans. Spurningar voru bannaðar, fundarmönnum ýmist sagt að þegja eða halda sér saman. Í stjórn voru síðan kosnir 17 stjórnarliðar nákvæmlega eins og hjá Alþýðufélaginu ehf sem á Samstöðina. Tilviljun? Fundi var snarlega slitið þegar fyrrum borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins Trausti Breiðafjörð Magnússon spurði úr sal hvað hefði orðið um þá peninga sem hann lagði inn í Vorstjörnuna á meðan hann var borgarfulltrúi. Hann fékk engin svör. Á fundinum voru ýmsir þjóðþekktir einstaklingar eins og Ólína Þorvarðardóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Vigdís Grímsdóttir og Arnar Jónsson sem Gunnar Smári virðist hafa narrað til fylgilags við sig. Ég er ekki alveg viss um að þau hafi vitað að nota ætti þau til að gera Sósíalistaflokkinn heimilislausan og taka yfir peninga sem upprunnir eru sem ríkisstyrkur til Sósíalistaflokksins. Ég hef áður minnst á flokkseigendafélag Gunnars Smára, að hann hafi persónulega átt Rauða þráðinn, opinberan Facebook þráð flokksins sem hann tók með sér eftir að hafa tapað kosningum á síðasta aðalfundi SÍ. Það nægði honum ekki alveg. Nú hefur hann með ehf væðingu sinni á Sósíalistaflokknum tekist að ná til sín Samstöðinni sem byggð var upp fyrir ríkisstyrki flokksins og sjálfboðaliðum úr Sósíalistaflokknum. Einnig hefur hann náð Vorstjörnunni sem geymir nú á bankabók sinni þó nokkrar milljónir af ríkisstyrk Sósíalistaflokksins og ekki nóg með það, hann hefur ásamt Sönnu Magdalenu og þeirra fylgdarliði úr gömlu stjórninni yfirtekið húsnæði flokksins og varpað honum á dyr. Staðan er því þessi hjá Sósíalistaflokknum: Er án húsnæðis en með á bankabók sinni nokkrar milljónir því Hallfríður Þórarinsdóttir gjaldkeri fyrrum framkvæmdarstjórnar og þeirrar nýju, neitaði Gunnari Smára að millifæra helming ríkisstyrk Sósíalistaflokksins yfir á Vorstjörnuna nema hún fengi að sjá einhverja samninga eða samþykktir þar um. Varð Gunnar Smári algerlega brjálaður við þessa beiðni hennar og rak hana sem gjaldkera flokksins froðufellandi af reiði fyrir það eitt að vilja sjá lögleg skjöl um skuldbindingar flokksins. Staða flokkseigendafélags Gunnars Smára og Sönnu Magdalenu: Eru með fyrrum opinberan spjallþráð Sósíalistaflokksins því Gunnar Smári átti hann persónulega.Hafa yfirtekið Vorstjörnuna, dótturfélag Sósíalistaflokksins, og þar með þó nokkrar milljónir af ríkisstyrk flokksins.Hafa tekið Samstöðina sem var byggð upp fyrir ríkisstyrki Sósíalistaflokksins og sjálfboðastarf félaga Sósíalistaflokksins. Sósíalistaflokkurinn hefur greitt til Samstöðvarinnar rúmar 11 milljónir kr. á þessu ári. Hafa yfirtekið húsnæði Sósíalistaflokksins til fimm ára. Húsnæði sem sjálfboðaliðar flokksins byggðu upp frá grunni. Þetta er í raun kostuleg staða því að í nýrri ólöglegri stjórn Vorstjörnunnar sitja nú nokkrir fyrrum stjórnarliðar Sósíalistaflokksins sem fengu ekki brautargengi á síðasta aðalfundi. Þau neita hreinlega að láta af völdum og hafa nú rænt flokknum með klækjabrögðum sem eingöngu var hægt að framkvæma vegna ehf væðingar Gunnars Smára á flokknum. Í Vorstjörnunni voru bara 23 félagar þangað til fyrir um mánuði síðan. Vorstjarnan var ekki yfirtekin af sósíalistum heldur allra flokka fylgjendum, einna helst krötum og sjálfstæðismönnum sem fyrrum stjórn Sósíalistaflokksins smalaði í félagið. Þetta fólk er nú með Vorstjörnuna í höndunum og þar með fjármuni sem upprunnir eru sem ríkisstyrkur Sósíalistaflokks Íslands. Styrkur sem eyrnamerktur er stjórnmálastarfi. Það má þó segja að þau hafi verið asskoti snjöll í uppsetningu á þessu batteríi öllu saman nema að einn hængur er þar á. Virðing fyrir lögum og rétti hefur ekki verið virtur og mun nýkjörin stjórn Sósíalistaflokksins leita réttar síns fyrir hönd flokksins. Þótt þetta sé ekki sá slagur sem nýkjörin stjórn hefur kosið að eyða kröftum sínum og tíma í, þá ber okkur skylda til að koma reiður á fjármál og innra skipulag flokksins. Þegar það er frá, förum við að einbeita okkur að því sem hjarta okkur stendur næst. Baráttunni fyrir betra samfélagi. Höfundur er stjórnarmaður í framkvæmdarstjórn Sósíalistaflokks Íslands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar