„Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2025 18:51 Þingflokksformaður repúblikana í öldungadeildinni John Thune fyrir miðju. AP/J. Scott Applewhite „Stóra og fallega frumvarpið“ er skrefi nær því að verða að lögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði með því. Frumvarpið felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dala skattalækkanir sem Bandaríkjaforseti hefur bundið miklar vonir við. Enn er þó ekki ljóst hvort fulltrúadeild þingsins samþykki þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu í meðferð öldungadeildarinnar. Í neðri deildinni voru fyrstu drög að frumvarpinu samþykkt með eins atkvæðis meirihluta. Þó Repúblikanaflokkurinn búi yfir meirihluta í báðum deildum þurfti forysta flokksins að hafa talsvert fyrir því að fá frumvarpið í gegn. Róttækur niðurskurður samhliða umfangsmiklum skattalækkunum Harðlínu- og hófsamari repúblikanar hafa lýst yfir óánægju með liði frumvarpsins. Til eru þeir sem telja frumvarpið ekki ganga nógu langt í yfirlýstum markmiðum sínum um skattalækkanir og niðurskurðarstefnu, það þrátt fyrir að niðurskurður í heilbrigðismálum muni leiða til þess að hátt í tólf milljónir landsmanna til viðbótar verði án sjúkratrygginga en ella árið 2034. Á sama tíma áætlar fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings að frumvarpið auki fjárlagahalla ríkisins um 3,3 billjónir dala á þessum áratug. Það eru íslenskar billjónir, milljón milljónir. Innan flokksins eru jafnframt þingmenn repúblikana úr vígjum Demókrataflokksins sem yrðu ekki vinsælir heima fyrir ef þeir mótmæltu ekki umdeildum skattalækkunum. Bandaríkjaforseti hefur gefið flokksbræðrum sínum frest til þjóðhátíðardagsins 4. júlí að samþykkja frumvarpið. Teflt á tæpasta vaði Niðurstaða öldungadeildarinnar lá fyrir um hádegisbilið að staðartíma en J.D. Vance varaforseti greiddi úrslitaatkvæðið. Þrír öldungadeildarþingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Forseti öldungadeildarinnar og þingflokkur repúblikana gáfu út yfirlýsingu að atkvæðagreiðslunni lokinni. „Repúblikanar voru kjörnir til að gera nákvæmlega það sem frumvarpið felur í sér: tryggja landamæravörslu, gera skattalækkanir varanlegar, stuðla að orkuyfirburðum Bandaríkjanna, endurreisa frið með styrk, draga úr sóun opinbers fjár og færa stjórn landsins aftur til þeirra sem setja Bandaríkjamenn í fyrsta sæti. Þetta frumvarp er stefna Trump forseta og við erum að lögfesta hana,“ er haft eftir Mike Johnson forseta öldungadeildarinnar. Trump hefur lofað því að frumvarpið verði að lögum fyrir þjóðhátíðardaginn fjórða júlí.AP/Mark Schiefelbein Frumvarpið fer nú fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings þar sem það mun eiga erfitt uppdráttar. Málið verður tekið fyrir á miðvikudaginn og búist er við því að það mæti þar harðri mótspyrnu. Demókratar eru einróma í andstöðu sinni og hætt er að hófsamari repúblikanar svíki lit. Repúblikanar hafa aðeins efni á að þrír úr þeirra röðum greiði atkvæði gegn frumvarpinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja ná frumvarpinu í gegnum fulltrúadeildina sem allra fyrst svo hægt verði að lögfesta það á föstudaginn sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Enn er þó ekki ljóst hvort fulltrúadeild þingsins samþykki þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu í meðferð öldungadeildarinnar. Í neðri deildinni voru fyrstu drög að frumvarpinu samþykkt með eins atkvæðis meirihluta. Þó Repúblikanaflokkurinn búi yfir meirihluta í báðum deildum þurfti forysta flokksins að hafa talsvert fyrir því að fá frumvarpið í gegn. Róttækur niðurskurður samhliða umfangsmiklum skattalækkunum Harðlínu- og hófsamari repúblikanar hafa lýst yfir óánægju með liði frumvarpsins. Til eru þeir sem telja frumvarpið ekki ganga nógu langt í yfirlýstum markmiðum sínum um skattalækkanir og niðurskurðarstefnu, það þrátt fyrir að niðurskurður í heilbrigðismálum muni leiða til þess að hátt í tólf milljónir landsmanna til viðbótar verði án sjúkratrygginga en ella árið 2034. Á sama tíma áætlar fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings að frumvarpið auki fjárlagahalla ríkisins um 3,3 billjónir dala á þessum áratug. Það eru íslenskar billjónir, milljón milljónir. Innan flokksins eru jafnframt þingmenn repúblikana úr vígjum Demókrataflokksins sem yrðu ekki vinsælir heima fyrir ef þeir mótmæltu ekki umdeildum skattalækkunum. Bandaríkjaforseti hefur gefið flokksbræðrum sínum frest til þjóðhátíðardagsins 4. júlí að samþykkja frumvarpið. Teflt á tæpasta vaði Niðurstaða öldungadeildarinnar lá fyrir um hádegisbilið að staðartíma en J.D. Vance varaforseti greiddi úrslitaatkvæðið. Þrír öldungadeildarþingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Forseti öldungadeildarinnar og þingflokkur repúblikana gáfu út yfirlýsingu að atkvæðagreiðslunni lokinni. „Repúblikanar voru kjörnir til að gera nákvæmlega það sem frumvarpið felur í sér: tryggja landamæravörslu, gera skattalækkanir varanlegar, stuðla að orkuyfirburðum Bandaríkjanna, endurreisa frið með styrk, draga úr sóun opinbers fjár og færa stjórn landsins aftur til þeirra sem setja Bandaríkjamenn í fyrsta sæti. Þetta frumvarp er stefna Trump forseta og við erum að lögfesta hana,“ er haft eftir Mike Johnson forseta öldungadeildarinnar. Trump hefur lofað því að frumvarpið verði að lögum fyrir þjóðhátíðardaginn fjórða júlí.AP/Mark Schiefelbein Frumvarpið fer nú fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings þar sem það mun eiga erfitt uppdráttar. Málið verður tekið fyrir á miðvikudaginn og búist er við því að það mæti þar harðri mótspyrnu. Demókratar eru einróma í andstöðu sinni og hætt er að hófsamari repúblikanar svíki lit. Repúblikanar hafa aðeins efni á að þrír úr þeirra röðum greiði atkvæði gegn frumvarpinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja ná frumvarpinu í gegnum fulltrúadeildina sem allra fyrst svo hægt verði að lögfesta það á föstudaginn sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50