Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. júní 2025 22:18 Ármann Leifsson, forseti Röskvu og Arent Orri J Claessen, forseti SHÍ. Samsett Tuttugu þúsund króna munur er á niðurgreiddu árskorti í Strætó fyrir starfsfólk Háskóla Íslands og árskorti nemenda, starfsfólkinu í hag. Forsvarsmenn hagsmunasamtaka nemenda HÍ eru afar óánægðir með ákvörðunina. Gjaldtaka við bílastæði HÍ hefst nú í haust eftir að henni var frestað fyrir um ári síðan. Nemendur og starfsfólk skólans þarf nú að greiða 230 króna tímagjald eða 1500 króna mánaðargjald fyrir bílastæði við skólabygginguna. „Samhliða þessum breytingum hefur Háskóli Íslands gert samning við Strætó um sérkjör á tímabilskortum í Strætó fyrir starfsfólk,“ segir í tilkynningu skólans. Þar kemur fram að skrifi starfsfólk undir samgöngusamning, sem felur í sér að nota vistvænan ferðamáta á leið í vinnuna tvisvar í viku, fái þau árskort í Strætó á 36 þúsund krónur auk aðgangskorts í íþróttahúsið á vegum skólans. Í tilkynningunni segir einnig að nemendur fái sem fyrr fimmtíu prósent afslátt í Strætó. Með nemendaafslættinum borga nemendur 56 þúsund krónur fyrir árskort. Þá geta nemendur fengið aðgang að íþróttahúsinu gegn tólf þúsund króna ársgjaldi. Það munar því 32 þúsund krónum á samningi við starfsfólkið og kjör nemenda. Forsvarsmenn hagsmunasamtaka nemenda óánægðir Arent Orri J. Claessen, forseti stúdentaráðs HÍ og meðlimur í stúdentahreyfingunni Vöku, kom af fjöllum er blaðamaður heyrði í honum hljóðið. „Ef að þetta er rétt þá er það algjörlega galið,“ segir hann. „Það er frekar galið að ætla taka svona ákvörðun og niðurgreiða svona mikið hjá starfsmönnum sem fá nú þegar laun fyrir að mæta. Að stúdentar, sem eru nú ekki með mikið á milli handanna, þeir þurfi að borga brúsann.“ Ármann Leifsson, forseti Röskvu, segir það dapurlegt að svo mikill munur sé á kjörum starfsfólks og nemenda. „Það er 32 þúsund krónum auðveldara fyrir starfsfólk í fullu starfi að vera í skólanum heldur en það er fyrir stúdenta sem eru oftast með lágar tekjur.“ Ármann segir að tilkoma bílastæðagjalda við skólann hafi lengi legið fyrir en Röskva hafi barist fyrir samgöngukorti nemenda samhliða gjöldunum. Háskólinn hafi verið af öllum vilja gerður til að komast til móts við nemendur en sú staða hafi breyst í ársbyrjun 2024 þegar forsvarsmenn HÍ slitu samskiptum við forsvarsmenn Strætó. Ástæðan hafi verið að það væri of dýrt að niðurgreiða samgöngukort fyrir nemendur skólans. „Þetta er til hjá Landspítalanum sem er einn stærsti vinnustaður landsins,“ segir Ármann. „Rökin hjá HÍ voru að þetta samgöngukort væri of dýrt, það eru yfir þrjú þúsund starfsmenn hjá Háskóla Íslands.“ Beiti sér fyrir sérúrræðum og öðrum lausnum Bæði Arent og Ármann segjast ekki ætla að halda að sér höndum heldur beita sér áfram fyrir hagsmunum nemenda. „Þau segja 1500 krónur núna en það hefur verið talað um á fundum að þetta sé fyrsta skrefið svo að fólk venjist þessu,“ segir Ármann en hann telur það mikilvægt baráttumál að gjöldin verði ekki hækkuð. Arent segir að stúdentaráð muni boða mótspyrnu, en ekki liggi fyrir í hvaða mynd hún verði. Forsvarsmennirnir tveir tala minntust þá báðir á að mikilvægt baráttumál væri að veiti nemendum sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og fjölskyldufólki undanþágu frá gjöldunum. „Maður hefur ekki séð neitt um sérúrræði fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðið, fjölskyldufólk eða vinnandi fólk,“ segir Arent. „Það eru engar undanþágur sem að Röskva var meðal annars að berjast fyrir, undanþágu fyrir fólk sem kemur ekki af höfuðborgarsvæðinu eða fjölskyldufólk,“ segir Ármann. Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Bílastæði Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Gjaldtaka við bílastæði HÍ hefst nú í haust eftir að henni var frestað fyrir um ári síðan. Nemendur og starfsfólk skólans þarf nú að greiða 230 króna tímagjald eða 1500 króna mánaðargjald fyrir bílastæði við skólabygginguna. „Samhliða þessum breytingum hefur Háskóli Íslands gert samning við Strætó um sérkjör á tímabilskortum í Strætó fyrir starfsfólk,“ segir í tilkynningu skólans. Þar kemur fram að skrifi starfsfólk undir samgöngusamning, sem felur í sér að nota vistvænan ferðamáta á leið í vinnuna tvisvar í viku, fái þau árskort í Strætó á 36 þúsund krónur auk aðgangskorts í íþróttahúsið á vegum skólans. Í tilkynningunni segir einnig að nemendur fái sem fyrr fimmtíu prósent afslátt í Strætó. Með nemendaafslættinum borga nemendur 56 þúsund krónur fyrir árskort. Þá geta nemendur fengið aðgang að íþróttahúsinu gegn tólf þúsund króna ársgjaldi. Það munar því 32 þúsund krónum á samningi við starfsfólkið og kjör nemenda. Forsvarsmenn hagsmunasamtaka nemenda óánægðir Arent Orri J. Claessen, forseti stúdentaráðs HÍ og meðlimur í stúdentahreyfingunni Vöku, kom af fjöllum er blaðamaður heyrði í honum hljóðið. „Ef að þetta er rétt þá er það algjörlega galið,“ segir hann. „Það er frekar galið að ætla taka svona ákvörðun og niðurgreiða svona mikið hjá starfsmönnum sem fá nú þegar laun fyrir að mæta. Að stúdentar, sem eru nú ekki með mikið á milli handanna, þeir þurfi að borga brúsann.“ Ármann Leifsson, forseti Röskvu, segir það dapurlegt að svo mikill munur sé á kjörum starfsfólks og nemenda. „Það er 32 þúsund krónum auðveldara fyrir starfsfólk í fullu starfi að vera í skólanum heldur en það er fyrir stúdenta sem eru oftast með lágar tekjur.“ Ármann segir að tilkoma bílastæðagjalda við skólann hafi lengi legið fyrir en Röskva hafi barist fyrir samgöngukorti nemenda samhliða gjöldunum. Háskólinn hafi verið af öllum vilja gerður til að komast til móts við nemendur en sú staða hafi breyst í ársbyrjun 2024 þegar forsvarsmenn HÍ slitu samskiptum við forsvarsmenn Strætó. Ástæðan hafi verið að það væri of dýrt að niðurgreiða samgöngukort fyrir nemendur skólans. „Þetta er til hjá Landspítalanum sem er einn stærsti vinnustaður landsins,“ segir Ármann. „Rökin hjá HÍ voru að þetta samgöngukort væri of dýrt, það eru yfir þrjú þúsund starfsmenn hjá Háskóla Íslands.“ Beiti sér fyrir sérúrræðum og öðrum lausnum Bæði Arent og Ármann segjast ekki ætla að halda að sér höndum heldur beita sér áfram fyrir hagsmunum nemenda. „Þau segja 1500 krónur núna en það hefur verið talað um á fundum að þetta sé fyrsta skrefið svo að fólk venjist þessu,“ segir Ármann en hann telur það mikilvægt baráttumál að gjöldin verði ekki hækkuð. Arent segir að stúdentaráð muni boða mótspyrnu, en ekki liggi fyrir í hvaða mynd hún verði. Forsvarsmennirnir tveir tala minntust þá báðir á að mikilvægt baráttumál væri að veiti nemendum sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og fjölskyldufólki undanþágu frá gjöldunum. „Maður hefur ekki séð neitt um sérúrræði fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðið, fjölskyldufólk eða vinnandi fólk,“ segir Arent. „Það eru engar undanþágur sem að Röskva var meðal annars að berjast fyrir, undanþágu fyrir fólk sem kemur ekki af höfuðborgarsvæðinu eða fjölskyldufólk,“ segir Ármann.
Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Bílastæði Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira