Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar 30. júní 2025 15:01 Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar sem er forsenda þess að taka upp nýtt örorkulífeyriskerfi í haust sem hvetur til atvinnuþátttöku öryrkja og bætir kjör þeirra. Nýtt kerfi mun leiða af sér að auknar tekjur öryrkja en leiðir ekki af sér minni greiðslur úr lífeyrissjóðum til eldri borgara. Stjórnarandstaðan leggst gegn frumvarpinu en ef það nær ekki framgangi mun hækkun á greiðslum frá Tryggingastofnun leiða til skertra greiðslna frá lífeyrissjóðum til öryrkja. Ávinningurinn af nýju örorkulífeyriskerfi myndi þannig að óbreyttu verða enginn fyrir öryrkja. Þeir færu enn á ný á byrjunarreit þar sem greiðslur sem þeir hafa notið frá lífeyrissjóðum munu skerðast vegna þeirrar kjarabótar sem nýtt örorkulífeyriskerfi á að tryggja þeim. Stjórnarandstaðan hefur lagst alfarið gegn málinu þrátt fyrir að það muni að öllum líkindum leiða af sér aukna atvinnuþátttöku og bætt kjör öryrkja. Í stað þess að taka undir málið og gera það að einhverju leyti að sínu tekur Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins upp á því að útmála það á versta mögulega veg í grein á Vísi. Gerir hún því skóna að með frumvarpinu „sé verið er að etja saman eldri borgurum og öryrkjum,“ og segir það skammarlegt. Þetta segir hún þrátt fyrir að ríkið eigi í samningaviðræðum við lífeyrissjóði um hvernig megi leysa vandann sem felst í mismunandi örorkubyrði þeirra. Ef markmið frumvarpsins ná fram að ganga munu öryrkjar að auki augljóslega greiða meira til lífeyrissjóðanna en þeir gera nú. Núverandi forysta Framsóknarflokksins þarf að skýra það nánar hvernig aukin virkni og atvinnuþátttaka örorkulífeyrisþega og bætt kjör þeirra er sérstök ógn við eldri borgara. Þetta er allt hinn undarlegasti málatilbúnaður. Staðreyndin er að ellilífeyrisþegar drógust aftur úr kjörum annarra í valdatíð síðustu ríkisstjórnar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Það er þess vegna ómerkilegt að stilla öryrkjum upp sem einhverjum afætum. Þingflokksformanni Framsóknar væri nær að horfa til ábyrgrar forystu Framsóknarflokksins í þessum efnum því nýtt örorkulífeyriskerfi sem tekur gildi í haust er samkvæmt lögum frá ríkisstjórn sem Framsóknarflokkurinn átti aðild að. Hún er að saka aðra um það sem hún gerði sjálf. Nýja kerfið á að auðvelda þátttöku og endurkomu einstaklinga á vinnumarkað eftir áföll þannig að fólk hafi fjárhagslegan hag af atvinnuþátttöku og njóti stuðnings við atvinnuleit. Hlutaörorkulífeyrir er til að mynda nýmæli og hluti af nýja kerfinu. Það veitir einstaklingum með 25–50 prósent getu til virkni á vinnumarkaði mun hærra frítekjumark vegna atvinnutekna, 250.000 kr. á mánuði, og almennt frítekjumark að fjárhæð 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins sjáum það í hendi okkar að málið muni auka virkni og líðan öryrkja. Gera þeim kleift að taka virkari þátt í samfélaginu öllu samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar sem er forsenda þess að taka upp nýtt örorkulífeyriskerfi í haust sem hvetur til atvinnuþátttöku öryrkja og bætir kjör þeirra. Nýtt kerfi mun leiða af sér að auknar tekjur öryrkja en leiðir ekki af sér minni greiðslur úr lífeyrissjóðum til eldri borgara. Stjórnarandstaðan leggst gegn frumvarpinu en ef það nær ekki framgangi mun hækkun á greiðslum frá Tryggingastofnun leiða til skertra greiðslna frá lífeyrissjóðum til öryrkja. Ávinningurinn af nýju örorkulífeyriskerfi myndi þannig að óbreyttu verða enginn fyrir öryrkja. Þeir færu enn á ný á byrjunarreit þar sem greiðslur sem þeir hafa notið frá lífeyrissjóðum munu skerðast vegna þeirrar kjarabótar sem nýtt örorkulífeyriskerfi á að tryggja þeim. Stjórnarandstaðan hefur lagst alfarið gegn málinu þrátt fyrir að það muni að öllum líkindum leiða af sér aukna atvinnuþátttöku og bætt kjör öryrkja. Í stað þess að taka undir málið og gera það að einhverju leyti að sínu tekur Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins upp á því að útmála það á versta mögulega veg í grein á Vísi. Gerir hún því skóna að með frumvarpinu „sé verið er að etja saman eldri borgurum og öryrkjum,“ og segir það skammarlegt. Þetta segir hún þrátt fyrir að ríkið eigi í samningaviðræðum við lífeyrissjóði um hvernig megi leysa vandann sem felst í mismunandi örorkubyrði þeirra. Ef markmið frumvarpsins ná fram að ganga munu öryrkjar að auki augljóslega greiða meira til lífeyrissjóðanna en þeir gera nú. Núverandi forysta Framsóknarflokksins þarf að skýra það nánar hvernig aukin virkni og atvinnuþátttaka örorkulífeyrisþega og bætt kjör þeirra er sérstök ógn við eldri borgara. Þetta er allt hinn undarlegasti málatilbúnaður. Staðreyndin er að ellilífeyrisþegar drógust aftur úr kjörum annarra í valdatíð síðustu ríkisstjórnar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Það er þess vegna ómerkilegt að stilla öryrkjum upp sem einhverjum afætum. Þingflokksformanni Framsóknar væri nær að horfa til ábyrgrar forystu Framsóknarflokksins í þessum efnum því nýtt örorkulífeyriskerfi sem tekur gildi í haust er samkvæmt lögum frá ríkisstjórn sem Framsóknarflokkurinn átti aðild að. Hún er að saka aðra um það sem hún gerði sjálf. Nýja kerfið á að auðvelda þátttöku og endurkomu einstaklinga á vinnumarkað eftir áföll þannig að fólk hafi fjárhagslegan hag af atvinnuþátttöku og njóti stuðnings við atvinnuleit. Hlutaörorkulífeyrir er til að mynda nýmæli og hluti af nýja kerfinu. Það veitir einstaklingum með 25–50 prósent getu til virkni á vinnumarkaði mun hærra frítekjumark vegna atvinnutekna, 250.000 kr. á mánuði, og almennt frítekjumark að fjárhæð 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins sjáum það í hendi okkar að málið muni auka virkni og líðan öryrkja. Gera þeim kleift að taka virkari þátt í samfélaginu öllu samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun