„Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar 30. júní 2025 10:31 Undanfarin misseri hafa átt sér stað miklar umræður um skólamál og skólakerfið í heild sinni jafnvel gjaldfellt, sér í lagi grunnskólinn. Umhverfi grunnskólans hefur breyst mikið frá því sem var. Það er fagnaðarefni að fólk hafi áhuga á því gríðarlega mikilvæga starfi sem þar fer fram en um leið er mikilvægt að umræðan sé á uppbyggilegum nótum. Á tímum breytinga má færa rök fyrir því að fagmennska sé mikilvægasta veganestið því hún er rauði þráðurinn í öllu starfi breytinga í skólum. Það er mín reynsla að kennarar þessa lands vinni af heilindum, leggi sig fram um að mæta nemendum þar sem þeir eru og leiti stöðugt leiða til að skapa þær aðstæður að nám geti átt sér stað. Sitt sýnist þó hverjum og ýmsum forsendum er skellt á borðið. Námsmatskvarða ber oft á góma í umræðu um grunnskólann. Sumir nefna að námsmatið sé óraunhæft og skili takmarkaðri vitneskju um stöðu nemenda. Raunin er sú að námsmatskvarðinn A, B, C er mun meira lýsandi fyrir nemendur heldur en tölukvarði. Nemendur fá mun betri lýsingu á hæfni sinni, hvar þeir hafa bætt sig og að hverju er raunhæft að stefna. Hann gefur kennara tækifæri til að kenna út frá markmiðum, nemendur átta sig betur á eigin stöðu og námsmeðvitund þeirra eykst svo um munar. Um leið gefst foreldrum betra tækifæri til að fylgjast með námi barna sinna. Aðalnámskrá grunnskóla sem gefin var út árið 2011 og boðaði þessar róttæku breytingar á námsmatskerfinu var langt í frá innleidd á markvissan hátt. Undirbúningur hefði vissulega mátt vera mun betri. Engu að síður er fjöldi skóla sem nýtir kerfið sem námskráin boðar á markvissan og upplýsandi hátt og uppskeran er ríkuleg. Nemendur vita einfaldlega til hvers ætlast. Einhverjir segja að matið sé huglægt. Námsmat byggt á tölukvarða er hins vegar líka huglægt. Þar semur kennarinn próf, ákvarðar stig fyrir hverja spurningu og allt traust er sett á fagmennsku við að telja stig. Með bókstafakerfinu er hins vegar auðveldara að rýna í fyrir hvað nákvæmlega er gefið, hvað það er sem liggur til grundvallar matinu og þannig gefur það nemendum innsýn í uppskeru, tækifæri til markmiðasetningar og almenns samtals um námið. Og þar komum við að kjarna málsins, því sem helst hefur verið notað til að stjaksetja skólakerfið í heild sinni. PISA. Þegar fyrirlögn PISA prófsins nálgast fer af stað mikil vinna innan skólanna við að hvetja nemendur til að gera sitt besta. Það sé mikilvægt fyrir skólakerfið að vita hvar Ísland stendur og þau séu þar mikilvægur hlekkur. Prófið er hins vegar langt og ramminn er stífur. Nemendur fá einungis stutta pásu, og eflaust hefði verkalýðsforystan eitthvað út á skipulagið að setja. Fyrirlögnin þarf þó að vera eins í öllum löndum og því má engu breyta. Í takti við aukna námsmeðvitund er hins vegar ein fyrsta spurning nemenda þegar prófið er kynnt: ,,Fáum við einkunn fyrir þetta?” Jafnvel þó nemendur sé hvattir til að gera sitt besta, nýta prófið sem æfingu, þá er alltaf ákveðinn hluti nemenda sem gerir það ekki - sá hluti sem er hagnaðardrifinn og veit að hann fær ekki beina endurgjöf. Þeim nemendum finnst þetta ekki skipta neinu máli. Nú í vor spjallaði ég við nemendur sem gengu út úr prófinu. Þrátt fyrir allskonar samræður fyrir prófið og hvatningu um að öll gerðu sitt besta gekk nokkuð stór hluti út hlæjandi. Þeim fannst prófið leiðinlegt, sáu engan tilgang með því að leggja sig fram og ,,settu bara krossinn einhvers staðar. Þetta skiptir hvort eð er engu máli.” Sá hluti var að stærstum hluta drengir. Niðurstöðurnar eru hins vegar blóðmjólkaðar og hrópin enduróma - drengir þessa lands eru upp til hópa ólæsir. Það er eðlilegt að nemendur 10. bekkjar viti hvað gagnast þeim og hvað ekki. Það má teljast eðlilegt að stór hluti taki bara þátt að nafninu til. Það er hins vegar langt í frá eðlilegt að grunnskólar landsins séu stjaksettir vegna útkomunnar. Ég fagna allri umræðu um skólamál, sé hún málefnaleg og fagleg. Því miður eru PISA niðurstöður ekki innlegg í þess háttar umræðu. Það væri gott ef þeim væri tekið með töluverðum fyrirvara. Þá getum við farið að ræða saman af alvöru. Höfundur er deildarstjóri í Sæmundarskóla og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa átt sér stað miklar umræður um skólamál og skólakerfið í heild sinni jafnvel gjaldfellt, sér í lagi grunnskólinn. Umhverfi grunnskólans hefur breyst mikið frá því sem var. Það er fagnaðarefni að fólk hafi áhuga á því gríðarlega mikilvæga starfi sem þar fer fram en um leið er mikilvægt að umræðan sé á uppbyggilegum nótum. Á tímum breytinga má færa rök fyrir því að fagmennska sé mikilvægasta veganestið því hún er rauði þráðurinn í öllu starfi breytinga í skólum. Það er mín reynsla að kennarar þessa lands vinni af heilindum, leggi sig fram um að mæta nemendum þar sem þeir eru og leiti stöðugt leiða til að skapa þær aðstæður að nám geti átt sér stað. Sitt sýnist þó hverjum og ýmsum forsendum er skellt á borðið. Námsmatskvarða ber oft á góma í umræðu um grunnskólann. Sumir nefna að námsmatið sé óraunhæft og skili takmarkaðri vitneskju um stöðu nemenda. Raunin er sú að námsmatskvarðinn A, B, C er mun meira lýsandi fyrir nemendur heldur en tölukvarði. Nemendur fá mun betri lýsingu á hæfni sinni, hvar þeir hafa bætt sig og að hverju er raunhæft að stefna. Hann gefur kennara tækifæri til að kenna út frá markmiðum, nemendur átta sig betur á eigin stöðu og námsmeðvitund þeirra eykst svo um munar. Um leið gefst foreldrum betra tækifæri til að fylgjast með námi barna sinna. Aðalnámskrá grunnskóla sem gefin var út árið 2011 og boðaði þessar róttæku breytingar á námsmatskerfinu var langt í frá innleidd á markvissan hátt. Undirbúningur hefði vissulega mátt vera mun betri. Engu að síður er fjöldi skóla sem nýtir kerfið sem námskráin boðar á markvissan og upplýsandi hátt og uppskeran er ríkuleg. Nemendur vita einfaldlega til hvers ætlast. Einhverjir segja að matið sé huglægt. Námsmat byggt á tölukvarða er hins vegar líka huglægt. Þar semur kennarinn próf, ákvarðar stig fyrir hverja spurningu og allt traust er sett á fagmennsku við að telja stig. Með bókstafakerfinu er hins vegar auðveldara að rýna í fyrir hvað nákvæmlega er gefið, hvað það er sem liggur til grundvallar matinu og þannig gefur það nemendum innsýn í uppskeru, tækifæri til markmiðasetningar og almenns samtals um námið. Og þar komum við að kjarna málsins, því sem helst hefur verið notað til að stjaksetja skólakerfið í heild sinni. PISA. Þegar fyrirlögn PISA prófsins nálgast fer af stað mikil vinna innan skólanna við að hvetja nemendur til að gera sitt besta. Það sé mikilvægt fyrir skólakerfið að vita hvar Ísland stendur og þau séu þar mikilvægur hlekkur. Prófið er hins vegar langt og ramminn er stífur. Nemendur fá einungis stutta pásu, og eflaust hefði verkalýðsforystan eitthvað út á skipulagið að setja. Fyrirlögnin þarf þó að vera eins í öllum löndum og því má engu breyta. Í takti við aukna námsmeðvitund er hins vegar ein fyrsta spurning nemenda þegar prófið er kynnt: ,,Fáum við einkunn fyrir þetta?” Jafnvel þó nemendur sé hvattir til að gera sitt besta, nýta prófið sem æfingu, þá er alltaf ákveðinn hluti nemenda sem gerir það ekki - sá hluti sem er hagnaðardrifinn og veit að hann fær ekki beina endurgjöf. Þeim nemendum finnst þetta ekki skipta neinu máli. Nú í vor spjallaði ég við nemendur sem gengu út úr prófinu. Þrátt fyrir allskonar samræður fyrir prófið og hvatningu um að öll gerðu sitt besta gekk nokkuð stór hluti út hlæjandi. Þeim fannst prófið leiðinlegt, sáu engan tilgang með því að leggja sig fram og ,,settu bara krossinn einhvers staðar. Þetta skiptir hvort eð er engu máli.” Sá hluti var að stærstum hluta drengir. Niðurstöðurnar eru hins vegar blóðmjólkaðar og hrópin enduróma - drengir þessa lands eru upp til hópa ólæsir. Það er eðlilegt að nemendur 10. bekkjar viti hvað gagnast þeim og hvað ekki. Það má teljast eðlilegt að stór hluti taki bara þátt að nafninu til. Það er hins vegar langt í frá eðlilegt að grunnskólar landsins séu stjaksettir vegna útkomunnar. Ég fagna allri umræðu um skólamál, sé hún málefnaleg og fagleg. Því miður eru PISA niðurstöður ekki innlegg í þess háttar umræðu. Það væri gott ef þeim væri tekið með töluverðum fyrirvara. Þá getum við farið að ræða saman af alvöru. Höfundur er deildarstjóri í Sæmundarskóla og aðjúnkt við Háskóla Íslands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar