Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar 30. júní 2025 07:33 Pólitískt raunsæi varðar skilgreiningu ríkisvalds. – Í hverju felst vald ríkisins? Samkvæmt raunsæiskenningu Carl Schmitt liggur ríkisvald í getu ríkisins til að tilgreina óvin ríkis og þjóðar. Gengið er að hernaðarmætti ríkisins í þessu tilliti sem vísum; óvinur verður ekki tilgreindur nema fyrir liggi hernaðarstyrkur til mótvægis honum. Hið pólitíska svið afhjúpar óvin ríkis og þjóðar í krafti valds síns til að takast á við hann. Í skilningi Schmitt má afmarka hið pólitíska innan valds þess sem ákvarðar hver óvinurinn skyldi vera. Þetta er vald ríkisins. Óvinurinn er opinber, þar sem ríkisvaldið auðkennir hann. Hér er hið pólitíska skilið í ljósi greinarmunar á vini og óvini. Í siðfræði er greint á milli réttrar og rangrar breytni; í fagurfræði á milli hins fagra og ljóta. Hvað snertir hið pólitíska er greint á milli vinar og óvinar. Sá greinarmunur einkennir hið pólitíska. Óvinurinn þarf ekki að vera illur eða ljótur. Hann er þó fráhverfur þjóðinni og stendur gegn henni. Eins og Schmitt (1932) ræðir í kveri sínu Merkinghins pólitíska (Der Begriff des Politischen) er stríði ætlað að grafa undan óvini þjóðarinnar. Hann ógnar tilvist hennar. Stríð, sem háð er gegn óvini þjóðarinnar, miðar að því að tortíma honum. Þjóðin er í slíkum aðstæðum varin á þeim forsendum að óvinur hennar fái ekki þrifist. Óvinur kann að þrífast utan þjóðar eða innan. Í borgarastyrjöld er staðið frammi fyrir óvini hið innra, þar sem ríkið skortir vald til að bera kennsl á óvin að utan, sökum innri átaka. Í þessu samhengi liggur valdið ekki hjá ríkinu heldur pólitískum flokki eða hreyfingu. Þá er pólitískur andstæðingur álitinn óvinur og er hann meðal þjóðarinnar. Íslenska ríkið rekur ekki sjálfstæðan her. Það hefur því í sjálfu sér ekki burði til að skilgreina óvin að utan. Ríkið er í þessu tilliti háð hernaðarbandalagi. Á kalda stríðs árunum voru Sovétríkin skilgreind sem óvinur aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, Íslands þar á meðal. Eitt helsta dæmi þess að íslenska ríkið hafi tekið þátt í að tilgreina óvin, – Írak undir stjórn Saddam Hussein, – er sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að skrá Ísland á lista hinna viljugu þjóða í Persaflóastríðinu hinu síðara, þar sem samkomulag lá raunar ekki fyrir innan Atlantshafsbandalagsins þar að lútandi. Aftur á móti er saga Íslands einkar nærtæk þar sem óvinur birtist í samhengi borgarastyrjaldar eða átaka höfðingjaætta í millum. Á Sturlungaöld liggur tilvist ættarinnar undir og er óvinur af öðru goðorði. Á fundi leiðtoga í Haag (24.-25. júní, 2025) staðfesti Atlantshafsbandalagið Rússland sem langtíma ógn gegn aðildarríkjum bandalagsins. Utanríkisstefna Íslands nægir ekki ein og sér til að móta slíka stefnu fyrir landið. Óvinurinn er tilgreindur í skjóli þess hernaðarstyrks, sem bandalagið er reist á. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningur íslenska ríkisins við Bandaríkin er sú stoð, sem gerir ríkinu kleift að bera kennsl á óvin að utan. Tilvist þjóðarinnar er með þessum hætti bundin pólitísku valdi yfir þjóðinni sjálfri. Í þessu ljósi má segja að utanríkisstefna Íslands sé í grunninn mótuð af einskæru raunsæi. Ríkið eða þjóðin sem slík segir ekki til um hver ógnar tilvist hennar, heldur yfirþjóðleg öfl, sem hafa burði til að vernda landið gegn tiltekinni ógn. Íslenska ríkið er vanmáttugt, þegar kemur að því að vernda sjálfa þjóðina. Vald þess skyldi helst felast í því að varðveita þau bandalög sem fyrir liggja og stuðla að styrkari stoðum til framtíðar. Höfundur er heimspekingur. Heimild: Schmitt, C. (1932). Der Begriff des Politischen (2. útg.). Duncker & Humblot. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Pólitískt raunsæi varðar skilgreiningu ríkisvalds. – Í hverju felst vald ríkisins? Samkvæmt raunsæiskenningu Carl Schmitt liggur ríkisvald í getu ríkisins til að tilgreina óvin ríkis og þjóðar. Gengið er að hernaðarmætti ríkisins í þessu tilliti sem vísum; óvinur verður ekki tilgreindur nema fyrir liggi hernaðarstyrkur til mótvægis honum. Hið pólitíska svið afhjúpar óvin ríkis og þjóðar í krafti valds síns til að takast á við hann. Í skilningi Schmitt má afmarka hið pólitíska innan valds þess sem ákvarðar hver óvinurinn skyldi vera. Þetta er vald ríkisins. Óvinurinn er opinber, þar sem ríkisvaldið auðkennir hann. Hér er hið pólitíska skilið í ljósi greinarmunar á vini og óvini. Í siðfræði er greint á milli réttrar og rangrar breytni; í fagurfræði á milli hins fagra og ljóta. Hvað snertir hið pólitíska er greint á milli vinar og óvinar. Sá greinarmunur einkennir hið pólitíska. Óvinurinn þarf ekki að vera illur eða ljótur. Hann er þó fráhverfur þjóðinni og stendur gegn henni. Eins og Schmitt (1932) ræðir í kveri sínu Merkinghins pólitíska (Der Begriff des Politischen) er stríði ætlað að grafa undan óvini þjóðarinnar. Hann ógnar tilvist hennar. Stríð, sem háð er gegn óvini þjóðarinnar, miðar að því að tortíma honum. Þjóðin er í slíkum aðstæðum varin á þeim forsendum að óvinur hennar fái ekki þrifist. Óvinur kann að þrífast utan þjóðar eða innan. Í borgarastyrjöld er staðið frammi fyrir óvini hið innra, þar sem ríkið skortir vald til að bera kennsl á óvin að utan, sökum innri átaka. Í þessu samhengi liggur valdið ekki hjá ríkinu heldur pólitískum flokki eða hreyfingu. Þá er pólitískur andstæðingur álitinn óvinur og er hann meðal þjóðarinnar. Íslenska ríkið rekur ekki sjálfstæðan her. Það hefur því í sjálfu sér ekki burði til að skilgreina óvin að utan. Ríkið er í þessu tilliti háð hernaðarbandalagi. Á kalda stríðs árunum voru Sovétríkin skilgreind sem óvinur aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, Íslands þar á meðal. Eitt helsta dæmi þess að íslenska ríkið hafi tekið þátt í að tilgreina óvin, – Írak undir stjórn Saddam Hussein, – er sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að skrá Ísland á lista hinna viljugu þjóða í Persaflóastríðinu hinu síðara, þar sem samkomulag lá raunar ekki fyrir innan Atlantshafsbandalagsins þar að lútandi. Aftur á móti er saga Íslands einkar nærtæk þar sem óvinur birtist í samhengi borgarastyrjaldar eða átaka höfðingjaætta í millum. Á Sturlungaöld liggur tilvist ættarinnar undir og er óvinur af öðru goðorði. Á fundi leiðtoga í Haag (24.-25. júní, 2025) staðfesti Atlantshafsbandalagið Rússland sem langtíma ógn gegn aðildarríkjum bandalagsins. Utanríkisstefna Íslands nægir ekki ein og sér til að móta slíka stefnu fyrir landið. Óvinurinn er tilgreindur í skjóli þess hernaðarstyrks, sem bandalagið er reist á. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningur íslenska ríkisins við Bandaríkin er sú stoð, sem gerir ríkinu kleift að bera kennsl á óvin að utan. Tilvist þjóðarinnar er með þessum hætti bundin pólitísku valdi yfir þjóðinni sjálfri. Í þessu ljósi má segja að utanríkisstefna Íslands sé í grunninn mótuð af einskæru raunsæi. Ríkið eða þjóðin sem slík segir ekki til um hver ógnar tilvist hennar, heldur yfirþjóðleg öfl, sem hafa burði til að vernda landið gegn tiltekinni ógn. Íslenska ríkið er vanmáttugt, þegar kemur að því að vernda sjálfa þjóðina. Vald þess skyldi helst felast í því að varðveita þau bandalög sem fyrir liggja og stuðla að styrkari stoðum til framtíðar. Höfundur er heimspekingur. Heimild: Schmitt, C. (1932). Der Begriff des Politischen (2. útg.). Duncker & Humblot.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun