Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Lovísa Arnardóttir skrifar 29. júní 2025 23:59 Pétur segir vanta um 1.200 milljónir í markaðssetningu fyrir Ísland til að ná til skilgreindra markhópa. Eins og staðan sé núna sé ekki verið að tala við þá. Vísir/Einar Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stjórn SAF ósátta við forsætisráðherrann og segir neikvæðni hennar í garð vaxtar í ferðaþjónustu valda miklum áhyggjum. Hann kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda og segir það einföldun hjá forsætisráðherra að kalla greinina láglaunagrein. Kristrún sagði í viðtali við mbl.is fyrir tveimur vikum að skoða þurfi hversu mikill vöxtur í ferðaþjónustunni sé eðlilegur og fjöldi láglaunastarfa. Pétur gagnrýndi þessi orð í aðsendri grein á Vísi fyrr í vikunni og sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þessi ummæli og viðbrögð ráðherra hafa komið á óvart. Samtökin hafi átt í góðu samstarfi við stjórnvöld um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun um ferðaþjónustu og þar liggi atvinnustefna greinarinnar. Pétur segir ferðaþjónustuaðilum hafa brugðið við þessi orð Kristrúnar. Samkvæmt þeirra tölum og gögnum hafi greinin nær ekkert vaxið frá 2018. Ferðaþjónustan sé að einhverju leyti búin að ná sér eftir heimsfaraldur Covid en þau sjái samt ekki sömu tölur og 2018. Nú sé ferðaþjónustan að berjast við sterkt raungengi og ferðaþjónustan í basli. Það sé því óvænt að heyra forsætisráðherra tala um að vöxtur innan greinarinnar sé orðið vandamál. Hann segir þetta hafa verið orðræðu sem ferðaþjónustan hafi brugðist við í til dæmis aðdraganda síðustu þingkosninga. Því hafi ferðaþjónustan útbúið upplýsingabækling þar sem til dæmis er fjallað um notkun innviða og hvernig gestir greiði fyrir notkun þeirra. Gestir greiðir fyrir notkun á vegum og flugvöllum en heilbrigðiskerfið gæti verið duglegra í innheimtu. Gestirnir séu tilbúnir að greiða fyrir þjónustuna. Þá er í bæklingnum einnig fjallað um innflutning á vinnuafli og að á tímabilinu 2017 til 2020, þegar fjölgun þeirra var sem mest, hafi um 75 prósent þeirra ekki starfað í ferðaþjónustu. Láglaunastörfin sjáanlegri en hálaunastörfin Hvað varðar láglaunastefnu segir Pétur að þegar fólk ferðast þá sjái það láglaunastörfin í greininni. „Þegar þú ferðast sérðu fólkið sem er að þrífa og þjónanna. Þú sérð ekki verkfræðingana, lögfræðingana, markaðsdeildina, söludeildina, alla þá sem eru í kringum greinina, og tala nú ekki um hugbúnaðarfyrirtækin hér á Íslandi. Það er mjög mikil einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein. Við erum með allan skalann inni í greininni,“ segir hann og að þau eigi auk þess viðskipti við hálaunagreinar allt í kring. Þá gerir Pétur einnig athugasemdir við það að Kristrún hafi talað um að hagvöxtur á mann hafi lækkað. Hann segir fjallað um það í ferðamálastefnunni að þau vilji auka tekjur á hvern gest og arðsemi greinarinnar. „Til þess að gera það þurfum við að markaðssetja Ísland,“ segir hann og að hún hafi setið á hakanum frá 2022 og það sé aðeins við stjórnvöld að sakast þar. Hann segir Íslandsstofu hafa fengið litla fjárveitingu fyrir herferð sem fari af stað í haust. Vegna þess hve lítið fjármagnið er verði Íslandsstofa að velja á hvaða lykilmörkuðum þau muni auglýsa. Meiri markaðssetningi, meiri arður Hann segir þetta benda til þess að stjórnvöld átti sig ekki á því að það séu bein tengsl á milli arðsemi greinarinnar og markaðssetningunni sem sé stunduð. Það séu til skilgreindir markhópar en það sé ekki verið að tala við þá. Hann segir greinina með meira en 600 milljarða í gjaldeyristekjur á ári og 200 milljarða skattspor. Það sé því til mikils að vinna en það verði líklega samdráttur á þessu ári. Ef litið sé til haustsins megi sjá samdrátt en þau voni að það sé að gerast, sem gerist oft þegar óvissa er í alþjóðamálum, að bókunarfyrirvari styttist. Það geti því enn ræst úr stöðunni. Það hafi til dæmis verið samdráttur meðal Breta og Ísland hafi að einhverju leyti „tapað“ fyrir Finnum og Norðmönnum í markaðssetningu til ferðamanna. Pétur telur að íslensk ferðaþjónusta verji sjálf um fimm milljörðum árlega í markaðssetningu. Sérfræðingar telji að ofan á það þurfi um 1,2 milljarða frá stjórnvöldum til að halda athygli erlendra ferðamanna. „Það er svo erfitt að selja vöruna þína ef enginn er að leita að Íslandi,“ segir hann og að almennur áhugi á Íslandi sé skilyrði fyrir því að fólk leiti að landinu og komi hingað. Hann segir þetta ekki endilega snúast um fjöldann heldur að tala við rétta markhópa. Nauðsynlegt sé að auka við markaðssetningu til að auka arðsemi greinarinnar. Það séu áskoranir í greininni en það sé tekið á því í atvinnustefnunni. Viðtalið er hægt að hlusta á að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð. Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Auglýsinga- og markaðsmál Sprengisandur Kjaramál Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Kristrún sagði í viðtali við mbl.is fyrir tveimur vikum að skoða þurfi hversu mikill vöxtur í ferðaþjónustunni sé eðlilegur og fjöldi láglaunastarfa. Pétur gagnrýndi þessi orð í aðsendri grein á Vísi fyrr í vikunni og sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þessi ummæli og viðbrögð ráðherra hafa komið á óvart. Samtökin hafi átt í góðu samstarfi við stjórnvöld um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun um ferðaþjónustu og þar liggi atvinnustefna greinarinnar. Pétur segir ferðaþjónustuaðilum hafa brugðið við þessi orð Kristrúnar. Samkvæmt þeirra tölum og gögnum hafi greinin nær ekkert vaxið frá 2018. Ferðaþjónustan sé að einhverju leyti búin að ná sér eftir heimsfaraldur Covid en þau sjái samt ekki sömu tölur og 2018. Nú sé ferðaþjónustan að berjast við sterkt raungengi og ferðaþjónustan í basli. Það sé því óvænt að heyra forsætisráðherra tala um að vöxtur innan greinarinnar sé orðið vandamál. Hann segir þetta hafa verið orðræðu sem ferðaþjónustan hafi brugðist við í til dæmis aðdraganda síðustu þingkosninga. Því hafi ferðaþjónustan útbúið upplýsingabækling þar sem til dæmis er fjallað um notkun innviða og hvernig gestir greiði fyrir notkun þeirra. Gestir greiðir fyrir notkun á vegum og flugvöllum en heilbrigðiskerfið gæti verið duglegra í innheimtu. Gestirnir séu tilbúnir að greiða fyrir þjónustuna. Þá er í bæklingnum einnig fjallað um innflutning á vinnuafli og að á tímabilinu 2017 til 2020, þegar fjölgun þeirra var sem mest, hafi um 75 prósent þeirra ekki starfað í ferðaþjónustu. Láglaunastörfin sjáanlegri en hálaunastörfin Hvað varðar láglaunastefnu segir Pétur að þegar fólk ferðast þá sjái það láglaunastörfin í greininni. „Þegar þú ferðast sérðu fólkið sem er að þrífa og þjónanna. Þú sérð ekki verkfræðingana, lögfræðingana, markaðsdeildina, söludeildina, alla þá sem eru í kringum greinina, og tala nú ekki um hugbúnaðarfyrirtækin hér á Íslandi. Það er mjög mikil einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein. Við erum með allan skalann inni í greininni,“ segir hann og að þau eigi auk þess viðskipti við hálaunagreinar allt í kring. Þá gerir Pétur einnig athugasemdir við það að Kristrún hafi talað um að hagvöxtur á mann hafi lækkað. Hann segir fjallað um það í ferðamálastefnunni að þau vilji auka tekjur á hvern gest og arðsemi greinarinnar. „Til þess að gera það þurfum við að markaðssetja Ísland,“ segir hann og að hún hafi setið á hakanum frá 2022 og það sé aðeins við stjórnvöld að sakast þar. Hann segir Íslandsstofu hafa fengið litla fjárveitingu fyrir herferð sem fari af stað í haust. Vegna þess hve lítið fjármagnið er verði Íslandsstofa að velja á hvaða lykilmörkuðum þau muni auglýsa. Meiri markaðssetningi, meiri arður Hann segir þetta benda til þess að stjórnvöld átti sig ekki á því að það séu bein tengsl á milli arðsemi greinarinnar og markaðssetningunni sem sé stunduð. Það séu til skilgreindir markhópar en það sé ekki verið að tala við þá. Hann segir greinina með meira en 600 milljarða í gjaldeyristekjur á ári og 200 milljarða skattspor. Það sé því til mikils að vinna en það verði líklega samdráttur á þessu ári. Ef litið sé til haustsins megi sjá samdrátt en þau voni að það sé að gerast, sem gerist oft þegar óvissa er í alþjóðamálum, að bókunarfyrirvari styttist. Það geti því enn ræst úr stöðunni. Það hafi til dæmis verið samdráttur meðal Breta og Ísland hafi að einhverju leyti „tapað“ fyrir Finnum og Norðmönnum í markaðssetningu til ferðamanna. Pétur telur að íslensk ferðaþjónusta verji sjálf um fimm milljörðum árlega í markaðssetningu. Sérfræðingar telji að ofan á það þurfi um 1,2 milljarða frá stjórnvöldum til að halda athygli erlendra ferðamanna. „Það er svo erfitt að selja vöruna þína ef enginn er að leita að Íslandi,“ segir hann og að almennur áhugi á Íslandi sé skilyrði fyrir því að fólk leiti að landinu og komi hingað. Hann segir þetta ekki endilega snúast um fjöldann heldur að tala við rétta markhópa. Nauðsynlegt sé að auka við markaðssetningu til að auka arðsemi greinarinnar. Það séu áskoranir í greininni en það sé tekið á því í atvinnustefnunni. Viðtalið er hægt að hlusta á að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Auglýsinga- og markaðsmál Sprengisandur Kjaramál Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent