Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 23:02 Halla spurði fylgjendur sína á Instagram hvað þeim þætti um hjartalaga umferðarljósin á Akureyri. Vísir Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur blandað sér með óformlegum hætti í umræðuna um hjartalaga umferðarljósin á Akureyri. Halla birti hringrásarfærslu á Instagram þar sem fylgjendur gátu greitt atkvæði með tjákni um það hversu hrifnir þeir væru af hjartanu. Í vikunni var greint frá því að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin sagði hjörtun ógna umferðaröryggi. „Rauðu hjörtun í umferðarljósum á Akureyri eru vinsælt myndefni ferðamanna. Oft má sjá ferðamenn á miðeyjum fjölfarinna vegamóta taka myndir og sjálfur. Við aðstæður sem þessar geta skapast hættur ef til dæmis fólki skrikar fótur og lendir fyrir bíl. Einnig er hætta á því að hjartalaga umferðarljós dragi athygli ökumanna frá akstri, en það er sérstaklega varhugavert á fjölförnum vegamótum,“ segir í bréfi sem Vegagerðin sendi Akureyrabæ. Bæjarstjóri Akureyrar greindi svo frá því að hann gæti ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórnin legðist gegn tillögu Vegagerðarinnar. Akureyringar réðust svo hver á eftir öðrum fram á ritvöllin og lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við hjörtun og sögðu ómögulegt að verða við beiðni Vegagerðarinnar. Halla Tómasdóttir er stödd á Akureyri og blandaði sér í umræðuna í færslu á samfélagsmiðlum í dag. Hún birti mynd af umferðarljósunum frægu og hafði með því skoðanakönnun með tjákni, þar sem fylgjendur geta svarað því hversu hrifnir þeir eru af ljósunum. Niðurstöðurnar eru þegar þetta er skrifað nokkuð afgerandi, þar sem mikill meirihluti hefur dregið aðdáunartjáknið alla leið til hægri, til marks um eins mikla hrifningu og hægt er. Hjörtu?Instagram Akureyri Menning Umferðaröryggi Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Tengdar fréttir Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. 27. júní 2025 14:20 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin sagði hjörtun ógna umferðaröryggi. „Rauðu hjörtun í umferðarljósum á Akureyri eru vinsælt myndefni ferðamanna. Oft má sjá ferðamenn á miðeyjum fjölfarinna vegamóta taka myndir og sjálfur. Við aðstæður sem þessar geta skapast hættur ef til dæmis fólki skrikar fótur og lendir fyrir bíl. Einnig er hætta á því að hjartalaga umferðarljós dragi athygli ökumanna frá akstri, en það er sérstaklega varhugavert á fjölförnum vegamótum,“ segir í bréfi sem Vegagerðin sendi Akureyrabæ. Bæjarstjóri Akureyrar greindi svo frá því að hann gæti ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórnin legðist gegn tillögu Vegagerðarinnar. Akureyringar réðust svo hver á eftir öðrum fram á ritvöllin og lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við hjörtun og sögðu ómögulegt að verða við beiðni Vegagerðarinnar. Halla Tómasdóttir er stödd á Akureyri og blandaði sér í umræðuna í færslu á samfélagsmiðlum í dag. Hún birti mynd af umferðarljósunum frægu og hafði með því skoðanakönnun með tjákni, þar sem fylgjendur geta svarað því hversu hrifnir þeir eru af ljósunum. Niðurstöðurnar eru þegar þetta er skrifað nokkuð afgerandi, þar sem mikill meirihluti hefur dregið aðdáunartjáknið alla leið til hægri, til marks um eins mikla hrifningu og hægt er. Hjörtu?Instagram
Akureyri Menning Umferðaröryggi Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Tengdar fréttir Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. 27. júní 2025 14:20 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. 27. júní 2025 14:20