Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 28. júní 2025 07:01 Stjórnarliðar, með forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra í fararbroddi, vísa ítrekað til svonefndrar auðlindarentu í sjávarútvegi. Á mannamáli er auðlindarenta skilgreind sem sá umframhagnaður sem myndast við nýtingu takmarkaðra auðlinda. Í þessum pistli ætlum við að reyna að finna auðlindarentu í sjávarútvegi. Atvinnuvegaráðherra fullyrti á Alþingi í síðustu viku: „Auðlindarenta, innan skynsamlegra marka, sirka 50 prósent talar hagfræðin um, skaðar ekki samkeppnishæfni.” Hún sagði rentuna vera samkvæmt lögum í 30 prósentum. Erfitt er að átta sig á hvað atvinnuvegaráðherra meinar með þessum ummælum en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var spurð út í þessi ummæli ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á mánudag. Þar var spurt hvaða greiningar lægju að baki staðhæfingu atvinnuvegaráðherra og hver upphæð auðlindarentunnar væri. Þá var jafnframt bent á orð fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar sem áður starfaði sem prófessor í hagfræði, um að auðlindarenta byggði á huglægu mati. Kristrún svaraði: „Auðlindarentan, já að einhverju leyti er hún huglægt mat. En það þarf ekki annað en að skoða umframarðsemi í sjávarútvegi.“ Þetta kallar á nánari skoðun. Samkvæmt greiningu Deloitte um áhrif hækkunar á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi á afkomu 26 fyrirtækja í sjávarútvegi var arðsemi eiginfjár hjá þessum fyrirtækjum 11% árið 2023 en það var verulega gott ár í íslenskum sjávarútvegi. Til samanburðar var arðsemi í smásölu 15%, ferðaþjónustu 17% og byggingariðnaði 20%. Ef veruleg umframarðsemi væri í sjávarútvegi má eðlilega spyrja hvers vegna arðsemi þar mælist ekki hærri – sérstaklega þar sem árið 2023 var mjög gott ár í sjávarútvegi. Þegar litið er til ársins 2024, sem var ekki eins gott ár í íslenskum sjávarútvegi, var arðsemi eiginfjár komin niður í 5,2%. Það er ekki umframarðsemi – slíkt hlutfall er lægra en það sem fæst á áhættulitlum sparnaðarreikningum. Ef áform ríkisstjórnarinnar um hækkun á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi ná fram að ganga hrynur arðsemin niður í um 4%. Það er undir verðbólgu ársins 2024 sem þýðir að raunávöxtun í greininni hefði verið neikvæð. Hér fer vel á því að minnast orða Daða Más fjármálaráðherra frá árinu 2017: „Mér finnast hugmyndir manna um umfang rentu í sjávarútvegi á Íslandi oft vera skringilega bjartsýnar“. Íslenskur sjávarútvegur er í stöðugri samkeppni, ekki aðeins á alþjóðlegum mörkuðum við um að keppast um hylli neytenda, heldur einnig í samkeppni við aðra fjárfestingakosti um fjármagn. Ef arðsemi í sjávarútvegi – þrátt fyrir meinta auðlindarentu – verður stöðugt lægri en í öðrum geirum leitar fjármagnið einfaldlega annað. Það er hægt að deila um huglæg málefni út í hið óendanlega. En um það verður ekki deilt að óarðbær rekstur fælir burt fjárfesta og hefur fjölmargar aðrar neikvæðar afleiðingar. Betur færi á því að ráðherra héldi sig við tölur og staðreyndir sem allir geta kynnt sér frekar en huglægt mat á auðlindarentu þar sem útreikningur getur reynst „torveldur“ líkt og forsætisráðherra komst réttilega að orði árið 2011. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Stjórnarliðar, með forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra í fararbroddi, vísa ítrekað til svonefndrar auðlindarentu í sjávarútvegi. Á mannamáli er auðlindarenta skilgreind sem sá umframhagnaður sem myndast við nýtingu takmarkaðra auðlinda. Í þessum pistli ætlum við að reyna að finna auðlindarentu í sjávarútvegi. Atvinnuvegaráðherra fullyrti á Alþingi í síðustu viku: „Auðlindarenta, innan skynsamlegra marka, sirka 50 prósent talar hagfræðin um, skaðar ekki samkeppnishæfni.” Hún sagði rentuna vera samkvæmt lögum í 30 prósentum. Erfitt er að átta sig á hvað atvinnuvegaráðherra meinar með þessum ummælum en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var spurð út í þessi ummæli ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á mánudag. Þar var spurt hvaða greiningar lægju að baki staðhæfingu atvinnuvegaráðherra og hver upphæð auðlindarentunnar væri. Þá var jafnframt bent á orð fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar sem áður starfaði sem prófessor í hagfræði, um að auðlindarenta byggði á huglægu mati. Kristrún svaraði: „Auðlindarentan, já að einhverju leyti er hún huglægt mat. En það þarf ekki annað en að skoða umframarðsemi í sjávarútvegi.“ Þetta kallar á nánari skoðun. Samkvæmt greiningu Deloitte um áhrif hækkunar á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi á afkomu 26 fyrirtækja í sjávarútvegi var arðsemi eiginfjár hjá þessum fyrirtækjum 11% árið 2023 en það var verulega gott ár í íslenskum sjávarútvegi. Til samanburðar var arðsemi í smásölu 15%, ferðaþjónustu 17% og byggingariðnaði 20%. Ef veruleg umframarðsemi væri í sjávarútvegi má eðlilega spyrja hvers vegna arðsemi þar mælist ekki hærri – sérstaklega þar sem árið 2023 var mjög gott ár í sjávarútvegi. Þegar litið er til ársins 2024, sem var ekki eins gott ár í íslenskum sjávarútvegi, var arðsemi eiginfjár komin niður í 5,2%. Það er ekki umframarðsemi – slíkt hlutfall er lægra en það sem fæst á áhættulitlum sparnaðarreikningum. Ef áform ríkisstjórnarinnar um hækkun á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi ná fram að ganga hrynur arðsemin niður í um 4%. Það er undir verðbólgu ársins 2024 sem þýðir að raunávöxtun í greininni hefði verið neikvæð. Hér fer vel á því að minnast orða Daða Más fjármálaráðherra frá árinu 2017: „Mér finnast hugmyndir manna um umfang rentu í sjávarútvegi á Íslandi oft vera skringilega bjartsýnar“. Íslenskur sjávarútvegur er í stöðugri samkeppni, ekki aðeins á alþjóðlegum mörkuðum við um að keppast um hylli neytenda, heldur einnig í samkeppni við aðra fjárfestingakosti um fjármagn. Ef arðsemi í sjávarútvegi – þrátt fyrir meinta auðlindarentu – verður stöðugt lægri en í öðrum geirum leitar fjármagnið einfaldlega annað. Það er hægt að deila um huglæg málefni út í hið óendanlega. En um það verður ekki deilt að óarðbær rekstur fælir burt fjárfesta og hefur fjölmargar aðrar neikvæðar afleiðingar. Betur færi á því að ráðherra héldi sig við tölur og staðreyndir sem allir geta kynnt sér frekar en huglægt mat á auðlindarentu þar sem útreikningur getur reynst „torveldur“ líkt og forsætisráðherra komst réttilega að orði árið 2011. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun